Sjá loksins til sólar í fyrsta sinn í áratug Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2021 07:30 Chris Paul er einn af þeim sem hafa komið Phoenix Suns í toppbaráttu eftir eyðimerkurgöngu. AP/Matt York Línur eru sífellt að skýrast varðandi úrslitakeppnina í NBA-deildinni í körfubolta. Eftir úrslit næturinnar er ljóst að Phoenix Suns leika í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í rúman áratug. Þó að liðin eigi um 10 leiki eftir hvert þá hafa núna fjögur lið tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Brooklyn Nets og Philadelphia 76ers eru efst í austurdeildinni, og Utah Jazz og Phoenix í vesturdeildinni, með nægt forskot á liðin í 7. sæti í hvorri deild. Sex efstu liðin í hvorri deild fara beint í úrslitakeppnina en lið í 7.-10. sæti leika í umspili um tvö sæti. The @Suns clinch a playoff spot for the first time since the 2009-10 season.Teams ranked 7-10 will participate in the NBA Play-In Tournament after the regular season (May 18-21) to secure the final two spots in the Playoffs for each conference. pic.twitter.com/gW0DldUemD— NBA (@NBA) April 29, 2021 Phoenix vann LA Clippers 109-101 í nótt og þar með er ljóst að Phoenix leikur í úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan árið 2010. Devin Booker var þá 13 ára og Deandre Ayton 11 ára en Chris Paul, sem skoraði 28 stig í sigrinum á Clippers, var aftur á móti þegar orðinn NBA-stjarna þá. Booker skoraði 21 stig. „Við erum ekki búnir að fullnægja okkar markmiðum. Þetta er ekki nóg,“ sagði Monty Williams, þjálfari Phoenix. Þegar Williams tók við Phoenix fyrir tveimur árum hafði liðið tapað 63 leikjum og unnið aðeins 19 leiktíðina á undan. Liðið hafði um árabil verið meðal þeirra neðstu í vesturdeildinni. Nú er öldin önnur, sigurinn á Clippers var kærkominn eftir tvö töp í rimmum liðanna í vetur, og Phoenix gæti átt eftir að spila marga leiki í úrslitakeppninni í sumar. Úrslitin í nótt: Cleveland 104-109 Orlando Philadelphia 127-83 Atlanta Washington 116-107 LA Lakers Boston 120-111 Charlotte New York 113-94 Chicago Miami 116-111 San Antonio Memphis 109-130 Portland Denver 114-112 New Orleans Phoenix 109-101 LA Clippers Sacramento 105-154 Utah NBA Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Þó að liðin eigi um 10 leiki eftir hvert þá hafa núna fjögur lið tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Brooklyn Nets og Philadelphia 76ers eru efst í austurdeildinni, og Utah Jazz og Phoenix í vesturdeildinni, með nægt forskot á liðin í 7. sæti í hvorri deild. Sex efstu liðin í hvorri deild fara beint í úrslitakeppnina en lið í 7.-10. sæti leika í umspili um tvö sæti. The @Suns clinch a playoff spot for the first time since the 2009-10 season.Teams ranked 7-10 will participate in the NBA Play-In Tournament after the regular season (May 18-21) to secure the final two spots in the Playoffs for each conference. pic.twitter.com/gW0DldUemD— NBA (@NBA) April 29, 2021 Phoenix vann LA Clippers 109-101 í nótt og þar með er ljóst að Phoenix leikur í úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan árið 2010. Devin Booker var þá 13 ára og Deandre Ayton 11 ára en Chris Paul, sem skoraði 28 stig í sigrinum á Clippers, var aftur á móti þegar orðinn NBA-stjarna þá. Booker skoraði 21 stig. „Við erum ekki búnir að fullnægja okkar markmiðum. Þetta er ekki nóg,“ sagði Monty Williams, þjálfari Phoenix. Þegar Williams tók við Phoenix fyrir tveimur árum hafði liðið tapað 63 leikjum og unnið aðeins 19 leiktíðina á undan. Liðið hafði um árabil verið meðal þeirra neðstu í vesturdeildinni. Nú er öldin önnur, sigurinn á Clippers var kærkominn eftir tvö töp í rimmum liðanna í vetur, og Phoenix gæti átt eftir að spila marga leiki í úrslitakeppninni í sumar. Úrslitin í nótt: Cleveland 104-109 Orlando Philadelphia 127-83 Atlanta Washington 116-107 LA Lakers Boston 120-111 Charlotte New York 113-94 Chicago Miami 116-111 San Antonio Memphis 109-130 Portland Denver 114-112 New Orleans Phoenix 109-101 LA Clippers Sacramento 105-154 Utah
Cleveland 104-109 Orlando Philadelphia 127-83 Atlanta Washington 116-107 LA Lakers Boston 120-111 Charlotte New York 113-94 Chicago Miami 116-111 San Antonio Memphis 109-130 Portland Denver 114-112 New Orleans Phoenix 109-101 LA Clippers Sacramento 105-154 Utah
NBA Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira