Sjá loksins til sólar í fyrsta sinn í áratug Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2021 07:30 Chris Paul er einn af þeim sem hafa komið Phoenix Suns í toppbaráttu eftir eyðimerkurgöngu. AP/Matt York Línur eru sífellt að skýrast varðandi úrslitakeppnina í NBA-deildinni í körfubolta. Eftir úrslit næturinnar er ljóst að Phoenix Suns leika í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í rúman áratug. Þó að liðin eigi um 10 leiki eftir hvert þá hafa núna fjögur lið tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Brooklyn Nets og Philadelphia 76ers eru efst í austurdeildinni, og Utah Jazz og Phoenix í vesturdeildinni, með nægt forskot á liðin í 7. sæti í hvorri deild. Sex efstu liðin í hvorri deild fara beint í úrslitakeppnina en lið í 7.-10. sæti leika í umspili um tvö sæti. The @Suns clinch a playoff spot for the first time since the 2009-10 season.Teams ranked 7-10 will participate in the NBA Play-In Tournament after the regular season (May 18-21) to secure the final two spots in the Playoffs for each conference. pic.twitter.com/gW0DldUemD— NBA (@NBA) April 29, 2021 Phoenix vann LA Clippers 109-101 í nótt og þar með er ljóst að Phoenix leikur í úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan árið 2010. Devin Booker var þá 13 ára og Deandre Ayton 11 ára en Chris Paul, sem skoraði 28 stig í sigrinum á Clippers, var aftur á móti þegar orðinn NBA-stjarna þá. Booker skoraði 21 stig. „Við erum ekki búnir að fullnægja okkar markmiðum. Þetta er ekki nóg,“ sagði Monty Williams, þjálfari Phoenix. Þegar Williams tók við Phoenix fyrir tveimur árum hafði liðið tapað 63 leikjum og unnið aðeins 19 leiktíðina á undan. Liðið hafði um árabil verið meðal þeirra neðstu í vesturdeildinni. Nú er öldin önnur, sigurinn á Clippers var kærkominn eftir tvö töp í rimmum liðanna í vetur, og Phoenix gæti átt eftir að spila marga leiki í úrslitakeppninni í sumar. Úrslitin í nótt: Cleveland 104-109 Orlando Philadelphia 127-83 Atlanta Washington 116-107 LA Lakers Boston 120-111 Charlotte New York 113-94 Chicago Miami 116-111 San Antonio Memphis 109-130 Portland Denver 114-112 New Orleans Phoenix 109-101 LA Clippers Sacramento 105-154 Utah NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Þó að liðin eigi um 10 leiki eftir hvert þá hafa núna fjögur lið tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Brooklyn Nets og Philadelphia 76ers eru efst í austurdeildinni, og Utah Jazz og Phoenix í vesturdeildinni, með nægt forskot á liðin í 7. sæti í hvorri deild. Sex efstu liðin í hvorri deild fara beint í úrslitakeppnina en lið í 7.-10. sæti leika í umspili um tvö sæti. The @Suns clinch a playoff spot for the first time since the 2009-10 season.Teams ranked 7-10 will participate in the NBA Play-In Tournament after the regular season (May 18-21) to secure the final two spots in the Playoffs for each conference. pic.twitter.com/gW0DldUemD— NBA (@NBA) April 29, 2021 Phoenix vann LA Clippers 109-101 í nótt og þar með er ljóst að Phoenix leikur í úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan árið 2010. Devin Booker var þá 13 ára og Deandre Ayton 11 ára en Chris Paul, sem skoraði 28 stig í sigrinum á Clippers, var aftur á móti þegar orðinn NBA-stjarna þá. Booker skoraði 21 stig. „Við erum ekki búnir að fullnægja okkar markmiðum. Þetta er ekki nóg,“ sagði Monty Williams, þjálfari Phoenix. Þegar Williams tók við Phoenix fyrir tveimur árum hafði liðið tapað 63 leikjum og unnið aðeins 19 leiktíðina á undan. Liðið hafði um árabil verið meðal þeirra neðstu í vesturdeildinni. Nú er öldin önnur, sigurinn á Clippers var kærkominn eftir tvö töp í rimmum liðanna í vetur, og Phoenix gæti átt eftir að spila marga leiki í úrslitakeppninni í sumar. Úrslitin í nótt: Cleveland 104-109 Orlando Philadelphia 127-83 Atlanta Washington 116-107 LA Lakers Boston 120-111 Charlotte New York 113-94 Chicago Miami 116-111 San Antonio Memphis 109-130 Portland Denver 114-112 New Orleans Phoenix 109-101 LA Clippers Sacramento 105-154 Utah
Cleveland 104-109 Orlando Philadelphia 127-83 Atlanta Washington 116-107 LA Lakers Boston 120-111 Charlotte New York 113-94 Chicago Miami 116-111 San Antonio Memphis 109-130 Portland Denver 114-112 New Orleans Phoenix 109-101 LA Clippers Sacramento 105-154 Utah
NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira