Biden boðar von um betri tíð eftir faraldur og kreppu Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2021 23:31 Þetta verður í fyrsta skipti sem Joe Biden ávarpar Bandaríkjaþing frá því að hann tók við embætti forseta 20. janúar. AP/Patrick Semansky Efnahagsbati eftir kórónuveirufaraldurinn verður efst á baugi í fyrsta ávarpi Joes Biden Bandaríkjaforseta fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í kvöld. Í ávarpinu ætlar forsetinn að lýsa því hvernig Bandaríkin eru „komin aftur af stað“ og hvernig hann sér fyrir sér að alríkisstjórnin geti bætt líf landsmanna. Biden ætlar að tala um hvernig hann tók við „þjóð í kreppu“ þegar hann varð forseti. Verstu farsótt í heila öld, verstu efnahagskreppu frá því í Kreppunni miklu og verstu árás á lýðræðið frá því í bandaríska borgarastríðinu. Vísar Biden þar til árásar stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á þinghúsið í janúar. „Nú, eftir aðeins hundrað daga, get ég greint þjóðinni frá því að Bandaríkin eru komin aftur af stað,“ ætlar að Biden að segja samkvæmt útdrætti sem Hvíta húsið birti í dag „Breytingum hættu í möguleika. Kreppu í tækifæri. Bakslagi í styrkleika,“ ætlar forsetinn að segja. Til þess að koma Bandaríkjunum út úr efnahagslægðinni sem fylgdi faraldrinum ætlar Biden að leggja áherslu á metnaðarfulla áætlun sína um uppbyggingu innviða og atvinnuuppbyggingu, að sögn Washington Post. Auk þess ætlar Biden að lýsa tillögum sínum að stórauknum framlögum til leikskóla, dagvistunar, háskólamenntunar og barnabóta. „Við verðum að sanna að lýðræðið virkar ennþá. Að ríkisstjórnin virki ennþá og að hún geti staðið undir væntingum þjóðarinnar,“ ætlar Biden að segja. Ávarp Biden í kvöld er ekki eiginleg stefnuræða. Vanalega hafa forsetar haldið ræðu fyrir báðum deildum þingsins við upphaf kjörtímabils síns en Biden frestaði því þar til nú. Þá setur kórónuveirufaraldurinn mark sitt á ræðuna. Þingmenn verða með grímur og þurfa að halda fjarlægð. Aðeins tvö hundruð manns mega vera í þingsalnum en 535 þingmenn eiga sæti í báðum deildum. AP-fréttastofan segir að margir þingmenn repúblikana ætli ekki að mæta. Ræða Biden hefst klukkan eitt að íslenskum tíma í nótt. Hægt er að horfa á hana í spilaranum hér fyrir neðan. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Biden ætlar að tala um hvernig hann tók við „þjóð í kreppu“ þegar hann varð forseti. Verstu farsótt í heila öld, verstu efnahagskreppu frá því í Kreppunni miklu og verstu árás á lýðræðið frá því í bandaríska borgarastríðinu. Vísar Biden þar til árásar stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á þinghúsið í janúar. „Nú, eftir aðeins hundrað daga, get ég greint þjóðinni frá því að Bandaríkin eru komin aftur af stað,“ ætlar að Biden að segja samkvæmt útdrætti sem Hvíta húsið birti í dag „Breytingum hættu í möguleika. Kreppu í tækifæri. Bakslagi í styrkleika,“ ætlar forsetinn að segja. Til þess að koma Bandaríkjunum út úr efnahagslægðinni sem fylgdi faraldrinum ætlar Biden að leggja áherslu á metnaðarfulla áætlun sína um uppbyggingu innviða og atvinnuuppbyggingu, að sögn Washington Post. Auk þess ætlar Biden að lýsa tillögum sínum að stórauknum framlögum til leikskóla, dagvistunar, háskólamenntunar og barnabóta. „Við verðum að sanna að lýðræðið virkar ennþá. Að ríkisstjórnin virki ennþá og að hún geti staðið undir væntingum þjóðarinnar,“ ætlar Biden að segja. Ávarp Biden í kvöld er ekki eiginleg stefnuræða. Vanalega hafa forsetar haldið ræðu fyrir báðum deildum þingsins við upphaf kjörtímabils síns en Biden frestaði því þar til nú. Þá setur kórónuveirufaraldurinn mark sitt á ræðuna. Þingmenn verða með grímur og þurfa að halda fjarlægð. Aðeins tvö hundruð manns mega vera í þingsalnum en 535 þingmenn eiga sæti í báðum deildum. AP-fréttastofan segir að margir þingmenn repúblikana ætli ekki að mæta. Ræða Biden hefst klukkan eitt að íslenskum tíma í nótt. Hægt er að horfa á hana í spilaranum hér fyrir neðan.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna