„Ásættanlegur“ hallarekstur Árborgar nam rúmlega hálfum milljarði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2021 22:14 Stóran hluta hallareksturs sveitarfélagsins Árborgar má rekja til heimsfaraldurs covid-19. Vísir/Vilhelm Sveitarfélagið Árborg var rekið með 578 samkvæmt samstæðureikningi fyrir árið 2020. Stóran hluta þar af, eða um 460 milljónir, má rekja til heimsfaraldurs covid-19 að því er segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu í kvöld um ársreikning síðasta árs. Sveitarfélagið segir niðurstöðuna ásættanlega í ljósi aðstæðna. Þá er áætlað að um 200 milljónir megi rekja til óvenjulegrar hækkunar fjármagnsliða. Ef ekki væri fyrir heimsfaraldurinn hefði rekstur samstæðu sveitarfélagsins skilað um 100 milljóna afgangi að því er segir í tilkynningunni. „Niðurstaða ársreiknings 2020 getur talist ásættanleg í ljósi þess heimsfaraldurs sem einkenndi liðið ár, sér í lagi þegar við bætist gríðarlegrar fjölgun íbúa og tilheyrandi uppbyggingarferli á innviðum og fjölskylduþjónustu,“ segir meðal annars í tilkynningunni. „Árið 2020 skók heiminn og hann skelfur enn. Ríkisstjórnir og stórfyrirtæki um allan heim hafa þurft að standa í lappirnar andspænis erfiðum og gjörbreyttum aðstæðum. Hið sama gildir um sveitarfélög á Íslandi, sem fengu það hlutverk að verja sína íbúa og sitt starfsfólk gegn heimsfaraldri og hugsanlegum efnahagsþrengingum. Viðbrögð sveitarfélaga hafa skipt miklu á þessum erfiðu tímum. Á sama tíma hefur Svf. Árborg gengið í gegnum gríðarlega íbúafjölgun og breytingarferli sem það hefur kallað á í starfsemi og þjónustu sveitarfélagsins,“ segir ennfremur. Þá er starfsfólki sveitarfélagsins þakkað fyrir að sýna æðruleysi og góða vinnu undir óvenjulegum kringumstæðum og er framlínustarfsfólki, einkum leikskólastarfsfólki, þakkað sérstaklega. „Sveitarfélagið hefur axlað byrðar með ríkinu og má þar benda á gríðarlegan niðurskurð Jöfnunarsjóðsframlaga. Sveitarfélagið hefur einnig tekið á sig tekjulækkun og kostnaðarauka vegna sérstakra eigin aðgerða og utanaðkomandi aðstæðna. Sveitarfélagið Árborg hefur tekist á við félagsþjónustuverkefni Covid-19 af sérstökum krafti og starfar m.a. mjög náið með ráðuneytum að framfaraverkefnum á þessu sviði,“ segir einnig í tilkynningunni. Árborg Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Þá er áætlað að um 200 milljónir megi rekja til óvenjulegrar hækkunar fjármagnsliða. Ef ekki væri fyrir heimsfaraldurinn hefði rekstur samstæðu sveitarfélagsins skilað um 100 milljóna afgangi að því er segir í tilkynningunni. „Niðurstaða ársreiknings 2020 getur talist ásættanleg í ljósi þess heimsfaraldurs sem einkenndi liðið ár, sér í lagi þegar við bætist gríðarlegrar fjölgun íbúa og tilheyrandi uppbyggingarferli á innviðum og fjölskylduþjónustu,“ segir meðal annars í tilkynningunni. „Árið 2020 skók heiminn og hann skelfur enn. Ríkisstjórnir og stórfyrirtæki um allan heim hafa þurft að standa í lappirnar andspænis erfiðum og gjörbreyttum aðstæðum. Hið sama gildir um sveitarfélög á Íslandi, sem fengu það hlutverk að verja sína íbúa og sitt starfsfólk gegn heimsfaraldri og hugsanlegum efnahagsþrengingum. Viðbrögð sveitarfélaga hafa skipt miklu á þessum erfiðu tímum. Á sama tíma hefur Svf. Árborg gengið í gegnum gríðarlega íbúafjölgun og breytingarferli sem það hefur kallað á í starfsemi og þjónustu sveitarfélagsins,“ segir ennfremur. Þá er starfsfólki sveitarfélagsins þakkað fyrir að sýna æðruleysi og góða vinnu undir óvenjulegum kringumstæðum og er framlínustarfsfólki, einkum leikskólastarfsfólki, þakkað sérstaklega. „Sveitarfélagið hefur axlað byrðar með ríkinu og má þar benda á gríðarlegan niðurskurð Jöfnunarsjóðsframlaga. Sveitarfélagið hefur einnig tekið á sig tekjulækkun og kostnaðarauka vegna sérstakra eigin aðgerða og utanaðkomandi aðstæðna. Sveitarfélagið Árborg hefur tekist á við félagsþjónustuverkefni Covid-19 af sérstökum krafti og starfar m.a. mjög náið með ráðuneytum að framfaraverkefnum á þessu sviði,“ segir einnig í tilkynningunni.
Árborg Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira