Lífið samstarf

Keeping Faith: Nýtt í maí á Stöð 2+

Stöð 2+
Keeping Faith hófu fyrst göngu sína í Wales árið 2018 og voru vinsælustu þættir þar í heil 25 ár. Síðan þá hafa þættirnir verið sýndir víða um heim.
Keeping Faith hófu fyrst göngu sína í Wales árið 2018 og voru vinsælustu þættir þar í heil 25 ár. Síðan þá hafa þættirnir verið sýndir víða um heim.

Þættirnir Keeping faith gerast í friðsælum smábæ í Wales. Þar býr lögfræðingurinn Faith Howells og í fyrstu virðist lífið leika við hana. Hins vegar snýst veröld hennar á hvolf þegar eiginmaður hennar hverfur sporlaust. 

Faith neyðist til að snúa aftur til starfa eftir stutt fæðingarorlof. Það reynir á hana að halda sönsum þegar sannleikurinn um tvöfalt líf eiginmanns hennar kemst upp á yfirborðið. Hún reynir að halda réttri stefnu í starfi og sínu einkalífi á sama tíma og hún er staðráðin að því að komast að sannleikanum um hvarf eiginmannsins síns.

Fyrstu tvær þáttaraðirnar komnar

Fyrstu tvær þáttaraðirnar af Keeping Faith eru orðnar aðgengilegar á Stöð 2+. Þær eru tilvaldar í hámhorf til að hita upp fyrir þriðju og seinustu þáttaröð þessara frábæru þátta. Þriðja þáttaröðin er að klárast í sýningum í Bretlandi og hefur göngu sína á Stöð 2 í júní. Þættirnir úr henni munu koma inn á Stöð 2+ samhliða sýningum á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×