Mikil ábyrgð er á herðum yngsta fyrirliðans í Pepsi Max-deild karla, hinum tvítuga Sævari Atla Magnússyni. Hann er ekki bara fyrirliði heldur mikilvægasti leikmaður Leiknis R. sem er kominn aftur í efstu deild eftir sex ára fjarveru. Sævar lék reyndar með Leikni í Pepsi-deildinni 2015, þá aðeins fimmtán ára. Hann kom inn á sem varamaður þegar þrjár mínútur voru eftir af 3-2 tapleik gegn Keflavík í lokaumferðinni. Sævar er fæddur 16. júní 2000 og varð þar með fyrsti leikmaðurinn sem er fæddur á þessari öld til að spila í efstu deild. Það met verður aldrei af honum tekið. „Ég var í hóp á móti KR þegar við féllum og svo kom ég inn á í lokaleiknum. Ég viðurkenni að ég var drullustressaður þótt við værum fallnir. Þetta gerði samt helling fyrir mig þótt þetta hafi bara verið nokkrar mínútur,“ sagði Sævar hann rifjaði leikinn í Keflavík upp í samtali við Vísi. Sævar Atli fagnar þeirri ábyrgð sem er sett á herðar hans.vísir/vilhelm Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá leiknum í Keflavík fyrir sex árum. Hlutverk Sævars hjá Leikni hefur stækkað með hverju árinu og er nú hann fyrirliði og besti leikmaður liðsins. Leiknir mætir Stjörnunni í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á morgun. „Við erum mjög spenntir fyrir þessu. Þetta er búið að vera skrítið undirbúningstímabil og ég fann ekki spennu í leikmannahópnum fyrr en fyrir svona viku. Þá skall þetta á og maður fattaði að þetta væri að byrja. Við höfum æft vel í vetur, sloppið nokkuð vel við meiðsli og náð fínum úrslitum,“ sagði Sævar. Smá svekkjandi að enginn hafi trú Nýliðum er oft spáð falli og það er svo í tilviki Leiknis. Breiðhyltingar voru til að mynda í tólfta og neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar í spá íþróttadeildar Vísis. En stefnan er allavega sett tveimur sætum ofar og Sævar segir Leiknismenn staðráðna í að spila í Pepsi Max-deildinni að ári. „Markmiðið er að festa Leikni í sessi í efstu deild. Leiknir hefur bara einu sinni verið þar áður. Það kemur ekki á óvart að okkur sé alls staðar spáð 12. sæti en það er smá svekkjandi að enginn hafi trú á okkur. En það er kannski skiljanlegt.“ Leiknismenn réru á suður-amerísk mið á félagaskiptamarkaðnum og fengu Kólumbíumanninn Andres „Manga“ Escobar og Octavio Perez frá Venesúela. Sævar segir þá falla vel inn í hópinn hjá Leikni. „Þeir komu á sama tíma og hléið var gert. Þetta var örugglega mjög erfitt fyrir þá fyrst. Við hittum þá ekki og náðum ekki að æfa en þeir eru að komast betur og betur inn í þetta. Það er langt síðan þeir spiluðu alvöru fótboltaleiki og þessir æfingaleikir fyrir mót gerðu mjög mikið fyrir þá. Þeir verða betri með tímanum og ég held að þeir eigi eftir að smellpassa mjög vel inn í hópinn. Flestir sem koma í Leikni gera það,“ sagði Sævar. Rólegur þrátt fyrir litla reynslu Nánast engin reynsla úr efstu deild er í leikmannahópi Leiknis en Sævar óttast ekki að það hái Breiðhyltingum. „Ég held ekki. Þetta er bara þannig hópur. Þótt við séum ungir höfum við spilað mikið saman og svo hafa alltaf bæst góðir leikmenn í hópinn. Ég hef ekki miklar áhyggjur af reynsluleysi,“ sagði Sævar sem hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 81 deildarleik fyrir Leikni og skorað 31 mark. Leiknir mætir Stjörnunni í Garðabænum í fyrsta leik sínum í Pepsi Max-deildinni á morgun. Fyrsti heimaleikurinn er svo gegn Breiðabliki, liðinu sem Sævar Atli spilar með á næsta tímabili, laugardaginn 8. maí.vísir/vilhelm Hann var gerður að fyrirliða Leiknis fyrir síðasta tímabil, þá aðeins nítján ára að aldri. „Fyrirliðinn okkar, Eyjólfur Tómasson, hætti og Siggi [Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis] var samt búinn að ræða við mig um að taka við þessu. Eyjólfi leist vel á það sem og Bjarka Aðalsteinssyni sem var varafyrirliði. Hann er frábær karakter,“ sagði Sævar. Lætur verkin tala Hann segist kannski ekki vera hinn hefðbundni fyrirliði sem lætur mikið í sér heyra og öskrar sína menn áfram. Hann lætur verkin frekar tala inni á vellinum. „Ég öskra strákana ekki mikið í gang inni í klefa fyrir leiki. Ég er frekar rólegur og reyni frekar að sýna gott fordæmi með frammistöðu,“ sagði Sævar. „Ég var fyrirliði í yngri flokkunum og þetta hentar mér mjög vel. Ég finn ekki fyrir meiri pressu. Það er meira að fara í viðtöl sem getur verið gaman eftir sigurleiki en hundleiðinlegt eftir tapleiki.“ Sævar kveðst ákaflega stoltur að vera falin þessi ábyrgð, að vera fyrirliði félagsins síns, ekki orðinn tvítugur. „Þetta var ógeðslega stórt. Ég bjóst ekkert við þessu svona snemma en þetta hefur alltaf verið draumurinn hjá mér, að vera fyrirliði Leiknis. Ég hef vaxið í þessu hlutverki. Mér fannst ég vera svolítið óöruggur fyrstu mánuðina en svo kom þetta. Strákarnir eru frábærir og þetta eru mikil forréttindi, sérstaklega að vera fyrirliði svona ungur í Pepsi Max-deildinni.“ Gleymir aldrei skömmunum frá Binna Hlö Þegar Sævar kom inn í Leiknisliðið var þar afar þéttur kjarni leikmanna fæddra á árunum 1988-90 sem höfðu spilað lengi saman. Aðeins einn úr þeim hópi er eftir hjá Leikni, Brynjar Hlöðversson, sem er ekkert lamb að leika sér við. „Það skiptir svo miklu máli að hafa svona kjarna. Þegar ég mætti á fyrstu æfingarnar 2015 var ég logandi hræddur. Að fara inn í klefa og vera þar með mönnum eins og Binna Hlö, Halldóri Kristni [Halldórssyni], Ólafi Hrannari [Kristjánssyni], Óttari Bjarna [Guðmundssyni] og öllum þessum köllum. Þeir tóku alveg vel á mér en pössuðu líka að hrósa mér. Þeir kenndu mér mikið. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég elti ekki manninn minn einhvern tímann og Binni Hlö urðaði yfir mig,“ sagði Sævar og bætti við að nú sé það hlutverk hans og annarra í kjarnanum að taka á móti ungum leikmönnum og kenna þeim tökin. Sævar Atli á heimavelli Leiknis, Domusnovavellinum, eða Ghetto Ground eins og Leiknismenn kalla hann.vísir/vilhelm Áðurnefndur Sigurður Heiðar Höskuldsson tók við Leikni í júnílok 2019 þegar Stefán Gíslason var ráðinn þjálfari Lommel í Belgíu. Gengi Leiknis hefur verið afar gott eftir að Sigurður byrjaði að stýra liðinu og Sævar hefur mikið álit á honum. „Hann var fyrst aðstoðarþjálfari hjá Fúsa [Vigfúsi Arnari Jósepssyni]. Þegar hann mætti fyrst inn í Leiknisheimilið vissi ég ekki alveg hver þetta var. Hann kom ógeðslega vel inn í þetta,“ sagði Sævar. „Hann nær ótrúlega vel til leikmanna sem bera virðingu fyrir honum en eru líka vinir hans. Ef hann lætur þig heyra það minnkarðu mikið en hann leiðbeinir manni og nær því besta út úr manni. Síðan er hann mjög vel skipulagður og leggur mikinn metnað í þetta.“ Ætlar að mæta Leikni á næsta ári Ljóst er að Sævar leikur ekki í rauðu og bláu treyjunni á næsta tímabili heldur í grænni treyju Breiðabliks. Hann skrifaði nýverið undir samning við Kópavogsliðið og gengur í raðir þess eftir tímabilið. Breiðablik lánaði Sævar hins vegar aftur til Leiknis og hann spilar með liðinu í sumar. Annað kom aldrei til greina. „Þetta var það stórt, að vera fyrirliði í uppeldisfélaginu í efstu deild, að það kom ekkert annað til greina. Ég hef mikla trú á að við gerum góða hluti í sumar og munum koma fólki á óvart með því hvernig við spilum. Við leggjumst ekki bara í vörn. Við ætlum að bæta okkur sem leikmenn og halda okkur í deildinni,“ sagði Sævar sem stefnir á að mæta Leikni í Pepsi Max-deildinni 2022. „Það er hundrað prósent. Þótt það verði skrítið ætla ég að gera það,“ sagði Sævar. Áhuginn kom á óvart Samningur hans við Leikni átti að renna út eftir tímabilið og flest lið landsins gerðu hosur sínar grænar fyrir honum. En hann valdi þær grænu. „Ég fundaði með mörgum félögum og þjálfurum og leist vel á allt. Það kom mér á óvart hversu mikinn áhuga félögin höfðu á mér. Ég verð að segja það,“ sagði Sævar. Sævar Atli spilar á morgun annan leik sinn í efstu deild, 2038 dögum eftir þann fyrsta.vísir/vilhelm „Ég held að Breiðablik henti mér vel. Þetta er miklu stærra félag en Leiknir en samt fjölskyldufélag. Ég fann það um leið og ég mætti á staðinn. Mér líst ógeðslega vel á þjálfarateymið og leikmannahópinn.“ Breiðablik alltaf efst á blaði Sævar segir að hinn áhættusækni og djarfi leikstíll sem Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, predikar hafi heillað. „Leikstílinn er geðveikur, að spila framarlega, halda boltanum og hápressa. Ég dýrka það. Ég hugsaði þetta vel og vandlega en Breiðablik var alltaf efst á blaði,“ sagði Sævar. Hann vonast svo til að geta tekið næsta stökk á ferlinum, út í atvinnumennsku. „Það er klárlega markmiðið og er ein ástæðan fyrir að ég valdi Breiðablik. Þeir hafa verið duglegir að hjálpa leikmönnum að verða betri og selja þá út,“ sagði Sævar að lokum. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti
Sævar lék reyndar með Leikni í Pepsi-deildinni 2015, þá aðeins fimmtán ára. Hann kom inn á sem varamaður þegar þrjár mínútur voru eftir af 3-2 tapleik gegn Keflavík í lokaumferðinni. Sævar er fæddur 16. júní 2000 og varð þar með fyrsti leikmaðurinn sem er fæddur á þessari öld til að spila í efstu deild. Það met verður aldrei af honum tekið. „Ég var í hóp á móti KR þegar við féllum og svo kom ég inn á í lokaleiknum. Ég viðurkenni að ég var drullustressaður þótt við værum fallnir. Þetta gerði samt helling fyrir mig þótt þetta hafi bara verið nokkrar mínútur,“ sagði Sævar hann rifjaði leikinn í Keflavík upp í samtali við Vísi. Sævar Atli fagnar þeirri ábyrgð sem er sett á herðar hans.vísir/vilhelm Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá leiknum í Keflavík fyrir sex árum. Hlutverk Sævars hjá Leikni hefur stækkað með hverju árinu og er nú hann fyrirliði og besti leikmaður liðsins. Leiknir mætir Stjörnunni í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á morgun. „Við erum mjög spenntir fyrir þessu. Þetta er búið að vera skrítið undirbúningstímabil og ég fann ekki spennu í leikmannahópnum fyrr en fyrir svona viku. Þá skall þetta á og maður fattaði að þetta væri að byrja. Við höfum æft vel í vetur, sloppið nokkuð vel við meiðsli og náð fínum úrslitum,“ sagði Sævar. Smá svekkjandi að enginn hafi trú Nýliðum er oft spáð falli og það er svo í tilviki Leiknis. Breiðhyltingar voru til að mynda í tólfta og neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar í spá íþróttadeildar Vísis. En stefnan er allavega sett tveimur sætum ofar og Sævar segir Leiknismenn staðráðna í að spila í Pepsi Max-deildinni að ári. „Markmiðið er að festa Leikni í sessi í efstu deild. Leiknir hefur bara einu sinni verið þar áður. Það kemur ekki á óvart að okkur sé alls staðar spáð 12. sæti en það er smá svekkjandi að enginn hafi trú á okkur. En það er kannski skiljanlegt.“ Leiknismenn réru á suður-amerísk mið á félagaskiptamarkaðnum og fengu Kólumbíumanninn Andres „Manga“ Escobar og Octavio Perez frá Venesúela. Sævar segir þá falla vel inn í hópinn hjá Leikni. „Þeir komu á sama tíma og hléið var gert. Þetta var örugglega mjög erfitt fyrir þá fyrst. Við hittum þá ekki og náðum ekki að æfa en þeir eru að komast betur og betur inn í þetta. Það er langt síðan þeir spiluðu alvöru fótboltaleiki og þessir æfingaleikir fyrir mót gerðu mjög mikið fyrir þá. Þeir verða betri með tímanum og ég held að þeir eigi eftir að smellpassa mjög vel inn í hópinn. Flestir sem koma í Leikni gera það,“ sagði Sævar. Rólegur þrátt fyrir litla reynslu Nánast engin reynsla úr efstu deild er í leikmannahópi Leiknis en Sævar óttast ekki að það hái Breiðhyltingum. „Ég held ekki. Þetta er bara þannig hópur. Þótt við séum ungir höfum við spilað mikið saman og svo hafa alltaf bæst góðir leikmenn í hópinn. Ég hef ekki miklar áhyggjur af reynsluleysi,“ sagði Sævar sem hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 81 deildarleik fyrir Leikni og skorað 31 mark. Leiknir mætir Stjörnunni í Garðabænum í fyrsta leik sínum í Pepsi Max-deildinni á morgun. Fyrsti heimaleikurinn er svo gegn Breiðabliki, liðinu sem Sævar Atli spilar með á næsta tímabili, laugardaginn 8. maí.vísir/vilhelm Hann var gerður að fyrirliða Leiknis fyrir síðasta tímabil, þá aðeins nítján ára að aldri. „Fyrirliðinn okkar, Eyjólfur Tómasson, hætti og Siggi [Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis] var samt búinn að ræða við mig um að taka við þessu. Eyjólfi leist vel á það sem og Bjarka Aðalsteinssyni sem var varafyrirliði. Hann er frábær karakter,“ sagði Sævar. Lætur verkin tala Hann segist kannski ekki vera hinn hefðbundni fyrirliði sem lætur mikið í sér heyra og öskrar sína menn áfram. Hann lætur verkin frekar tala inni á vellinum. „Ég öskra strákana ekki mikið í gang inni í klefa fyrir leiki. Ég er frekar rólegur og reyni frekar að sýna gott fordæmi með frammistöðu,“ sagði Sævar. „Ég var fyrirliði í yngri flokkunum og þetta hentar mér mjög vel. Ég finn ekki fyrir meiri pressu. Það er meira að fara í viðtöl sem getur verið gaman eftir sigurleiki en hundleiðinlegt eftir tapleiki.“ Sævar kveðst ákaflega stoltur að vera falin þessi ábyrgð, að vera fyrirliði félagsins síns, ekki orðinn tvítugur. „Þetta var ógeðslega stórt. Ég bjóst ekkert við þessu svona snemma en þetta hefur alltaf verið draumurinn hjá mér, að vera fyrirliði Leiknis. Ég hef vaxið í þessu hlutverki. Mér fannst ég vera svolítið óöruggur fyrstu mánuðina en svo kom þetta. Strákarnir eru frábærir og þetta eru mikil forréttindi, sérstaklega að vera fyrirliði svona ungur í Pepsi Max-deildinni.“ Gleymir aldrei skömmunum frá Binna Hlö Þegar Sævar kom inn í Leiknisliðið var þar afar þéttur kjarni leikmanna fæddra á árunum 1988-90 sem höfðu spilað lengi saman. Aðeins einn úr þeim hópi er eftir hjá Leikni, Brynjar Hlöðversson, sem er ekkert lamb að leika sér við. „Það skiptir svo miklu máli að hafa svona kjarna. Þegar ég mætti á fyrstu æfingarnar 2015 var ég logandi hræddur. Að fara inn í klefa og vera þar með mönnum eins og Binna Hlö, Halldóri Kristni [Halldórssyni], Ólafi Hrannari [Kristjánssyni], Óttari Bjarna [Guðmundssyni] og öllum þessum köllum. Þeir tóku alveg vel á mér en pössuðu líka að hrósa mér. Þeir kenndu mér mikið. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég elti ekki manninn minn einhvern tímann og Binni Hlö urðaði yfir mig,“ sagði Sævar og bætti við að nú sé það hlutverk hans og annarra í kjarnanum að taka á móti ungum leikmönnum og kenna þeim tökin. Sævar Atli á heimavelli Leiknis, Domusnovavellinum, eða Ghetto Ground eins og Leiknismenn kalla hann.vísir/vilhelm Áðurnefndur Sigurður Heiðar Höskuldsson tók við Leikni í júnílok 2019 þegar Stefán Gíslason var ráðinn þjálfari Lommel í Belgíu. Gengi Leiknis hefur verið afar gott eftir að Sigurður byrjaði að stýra liðinu og Sævar hefur mikið álit á honum. „Hann var fyrst aðstoðarþjálfari hjá Fúsa [Vigfúsi Arnari Jósepssyni]. Þegar hann mætti fyrst inn í Leiknisheimilið vissi ég ekki alveg hver þetta var. Hann kom ógeðslega vel inn í þetta,“ sagði Sævar. „Hann nær ótrúlega vel til leikmanna sem bera virðingu fyrir honum en eru líka vinir hans. Ef hann lætur þig heyra það minnkarðu mikið en hann leiðbeinir manni og nær því besta út úr manni. Síðan er hann mjög vel skipulagður og leggur mikinn metnað í þetta.“ Ætlar að mæta Leikni á næsta ári Ljóst er að Sævar leikur ekki í rauðu og bláu treyjunni á næsta tímabili heldur í grænni treyju Breiðabliks. Hann skrifaði nýverið undir samning við Kópavogsliðið og gengur í raðir þess eftir tímabilið. Breiðablik lánaði Sævar hins vegar aftur til Leiknis og hann spilar með liðinu í sumar. Annað kom aldrei til greina. „Þetta var það stórt, að vera fyrirliði í uppeldisfélaginu í efstu deild, að það kom ekkert annað til greina. Ég hef mikla trú á að við gerum góða hluti í sumar og munum koma fólki á óvart með því hvernig við spilum. Við leggjumst ekki bara í vörn. Við ætlum að bæta okkur sem leikmenn og halda okkur í deildinni,“ sagði Sævar sem stefnir á að mæta Leikni í Pepsi Max-deildinni 2022. „Það er hundrað prósent. Þótt það verði skrítið ætla ég að gera það,“ sagði Sævar. Áhuginn kom á óvart Samningur hans við Leikni átti að renna út eftir tímabilið og flest lið landsins gerðu hosur sínar grænar fyrir honum. En hann valdi þær grænu. „Ég fundaði með mörgum félögum og þjálfurum og leist vel á allt. Það kom mér á óvart hversu mikinn áhuga félögin höfðu á mér. Ég verð að segja það,“ sagði Sævar. Sævar Atli spilar á morgun annan leik sinn í efstu deild, 2038 dögum eftir þann fyrsta.vísir/vilhelm „Ég held að Breiðablik henti mér vel. Þetta er miklu stærra félag en Leiknir en samt fjölskyldufélag. Ég fann það um leið og ég mætti á staðinn. Mér líst ógeðslega vel á þjálfarateymið og leikmannahópinn.“ Breiðablik alltaf efst á blaði Sævar segir að hinn áhættusækni og djarfi leikstíll sem Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, predikar hafi heillað. „Leikstílinn er geðveikur, að spila framarlega, halda boltanum og hápressa. Ég dýrka það. Ég hugsaði þetta vel og vandlega en Breiðablik var alltaf efst á blaði,“ sagði Sævar. Hann vonast svo til að geta tekið næsta stökk á ferlinum, út í atvinnumennsku. „Það er klárlega markmiðið og er ein ástæðan fyrir að ég valdi Breiðablik. Þeir hafa verið duglegir að hjálpa leikmönnum að verða betri og selja þá út,“ sagði Sævar að lokum.