Kreml vængstífir samtök Navalní Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2021 18:57 Ivan Zhdanov, forstöðumaður samtaka Navalní, þegar lögregla gerði húsleit á skrifstofum þeirra í júlí. Rússnesk yfirvöld hafa ítrekað gert húsleit, handtekið starfsmenn og sektað samtökin undanfarin ár. AP/Alexander Zemlianitsjenkó Samtökum Alexeis Navalní gegn spillingu var bannað að koma upplýsingum á framfæri á netinu eða í gegnum fjölmiðla, skipuleggja viðburði, taka þátt í kosningum eða nota bankareikninga með úrskurði dómstóls í Moskvu í dag. Yfir samtökunum vofir einnig að vera lýst öfgasamtök. Dómari varð við kröfu saksóknara um að takmarka verulega starfsemi Sjóðs gegn spillingu, samtaka Navalní sem hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta, í dag. Takmarkanirnar eru í gildi þar til dómurinn tekur afstöðu til þess hvort að samtökin verði lýst öfgasamtök að kröfu saksóknarans. Ekki liggur fyrir á hvaða gögnum saksóknari byggir kröfu sína um að skilgreina samtök Navalní sem öfgahreyfingu. Réttarhöldin fara fram fyrir luktum dyrum og leynd ríkir yfir sumum málsskjalanna. Verjendur samtakanna segjast ekki enn hafa áttað sig á hvað tengi samtökin við öfgastarfsemi. Navalní dúsir nú sjálfur í fangelsi og fjöldi bandamanna hans og starfsmanna sjóðsins hafa verið handteknir sömuleiðis. Krafa saksóknarans er enn ein tilraun rússneskra stjórnvalda til þess að þagga niður í gagnrýnisröddum en þau leyfa takmarkað andóf í landinu. Ívan Zhdanov, forstöðumaður sjóðsins, segir að takmarkanirnar hafi ekki áhrif á starfsemina þar sem þau eigi ekki við um flest það sem sjóðurinn tekur sér fyrir hendur. Engu að síður ætlar sjóðurinn að kæra úrskurðinn. Samtök Navalní og svæðisskrifstofur um allt landið hafa staðið fyrir rannsóknum á spillingu háttsettra embættismanna. Þau hafa einnig skipulagt mótmæli til stuðnings Navalní á þessu ári og haldið utan um gagnagrunn til að auðvelda kjósendum að finna frambjóðendur í kosningum sem eiga möguleika á að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín. Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað gert húsleit á skrifstofum samtaka Navalní, sektað þau og handtekið stuðningsmenn hans. Fallist dómari á að úrskurða samtökin öfgahóp gætu stuðningsmenn Navalní átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi handtekið fjölda manns sem tók þátt í mótmælum til stuðnings Navalní víða um land dagana á eftir í síðustu viku. Vísbendingar séu um að lögreglan hafi notað andlitsgreiningarhugbúnað til þess að bera kennsl á fólk og handtaka svo þá sem mótmæltu. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Fleiri fréttir Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sjá meira
Dómari varð við kröfu saksóknara um að takmarka verulega starfsemi Sjóðs gegn spillingu, samtaka Navalní sem hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta, í dag. Takmarkanirnar eru í gildi þar til dómurinn tekur afstöðu til þess hvort að samtökin verði lýst öfgasamtök að kröfu saksóknarans. Ekki liggur fyrir á hvaða gögnum saksóknari byggir kröfu sína um að skilgreina samtök Navalní sem öfgahreyfingu. Réttarhöldin fara fram fyrir luktum dyrum og leynd ríkir yfir sumum málsskjalanna. Verjendur samtakanna segjast ekki enn hafa áttað sig á hvað tengi samtökin við öfgastarfsemi. Navalní dúsir nú sjálfur í fangelsi og fjöldi bandamanna hans og starfsmanna sjóðsins hafa verið handteknir sömuleiðis. Krafa saksóknarans er enn ein tilraun rússneskra stjórnvalda til þess að þagga niður í gagnrýnisröddum en þau leyfa takmarkað andóf í landinu. Ívan Zhdanov, forstöðumaður sjóðsins, segir að takmarkanirnar hafi ekki áhrif á starfsemina þar sem þau eigi ekki við um flest það sem sjóðurinn tekur sér fyrir hendur. Engu að síður ætlar sjóðurinn að kæra úrskurðinn. Samtök Navalní og svæðisskrifstofur um allt landið hafa staðið fyrir rannsóknum á spillingu háttsettra embættismanna. Þau hafa einnig skipulagt mótmæli til stuðnings Navalní á þessu ári og haldið utan um gagnagrunn til að auðvelda kjósendum að finna frambjóðendur í kosningum sem eiga möguleika á að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín. Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað gert húsleit á skrifstofum samtaka Navalní, sektað þau og handtekið stuðningsmenn hans. Fallist dómari á að úrskurða samtökin öfgahóp gætu stuðningsmenn Navalní átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi handtekið fjölda manns sem tók þátt í mótmælum til stuðnings Navalní víða um land dagana á eftir í síðustu viku. Vísbendingar séu um að lögreglan hafi notað andlitsgreiningarhugbúnað til þess að bera kennsl á fólk og handtaka svo þá sem mótmæltu.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Fleiri fréttir Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sjá meira