Færa aðstöðuna á vellinum sem er svo gott sem sprungin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. apríl 2021 18:21 Sigurgeir Sigmundsson er yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að vel hafi gengið að taka á móti farþegum sem komu hingað til lands í dag, en nýjar reglur á landamærunum hafa nú tekið gildi. Hann segir aðstöðu til að skima og skoða vottorð komufarþega vera sprungna og unnið sé að lausnum. Nú þurfa fleiri að fara á sóttkvíarhótel en fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra í dag. Fólk sem kemur frá löndum þar sem 14 daga nýgengi kórónuveirunnar á hverja 100.000 íbúa er meira en 700 þarf nú að sæta dvöl á sóttkvíarhóteli. Þá kveður reglugerðin á um bann við ónauðsynlegum ferðum frá skilgreindum hááhættusvæðum. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, sagði í samtali við fréttastofu að vel hefði gengið að taka á móti fyrstu farþegunum eftir að reglurnar tóku gildi. „Það voru mun færri sem fóru á sóttkvíarhótel en við bjuggumst við,“ segir Sigurgeir. Þegar rætt var við hann hafði lítill minnihluti úr hópi yfir hundrað farþega frá Amsterdam farið í rútuna sem ferja átti þá á sóttkvíarhótel. Sigurgeir segir það þó eiga sér eðlilegar útskýringar. „Það eru margir tengifarþegar og stórir hópar eru að koma á rafíþróttamót sem verður í Laugardalshöll og þeir eru með eigin sóttvarnaráðstafanir og aðstöðu sem er búið að undirbúa í allan vetur með Almannavörnum og sóttvarnalækni.“ Svipað kerfi og með fyrri reglugerð Sigurgeir segir að fyrirkomulagið á vellinum nú sé með samskonar hætti og þegar reglugerð heilbrigðisráðherra um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli, sem héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði svo að skorti lagastoð, tók gildi 1. apríl. „Við vitum hvaðan farþegar eru að koma í flugi til okkar en það getur verið erfiðara að komast að því hvar þeir hafa verið áður. Það er það sem við erum helst að glíma við, hvaðan fólk er raunverulega að koma,“ segir Sigurgeir. Hann segir að flókið geti verið að komast að því hvaðan fólk er að koma en flestir farþegar séu þó samvinnufúsir, þó ekki allir. Fólk andmæli því í sumum tilfellum að þurfa að dvelja á sóttkvíarhóteli. Hann segir þá að gremja margra farþega snúi að stuttum fyrirvara reglubreytinga, þannig séu dæmi um að ferðalangar hafi verið lagðir af stað í ferðalög þegar nýjar reglur voru settar. Aðspurður segir Sigurgeir að lögreglan á vellinum beiti ýmsum úrræðum til þess að komast að því hvaðan farþegar séu raunverulega að koma. „Við getum séð það í flugbókunum, beðið fólk um að sýna okkur farseðla og annað og jafnvel beðið fólk um að sýna hótelbókanir og slíkt. Þetta er snúin og tafsöm vinna,“ segir Sigurgeir. Engin vandræði hafa komið upp á vellinum í dag í tengslum við þá vinnu, að sögn Sigurgeirs. Leita nýrra leiða Þá segir Sigurgeir að aðstaðan á vellinum sé svo gott sem sprungin og standi ekki undir þeim önnum sem nú eru á vellinum. „Tafirnar eru alltaf að færast, hvort sem það er skoðun á PCR-vottorðum eða bólusetningarvottorð. Það springur þegar vélarnar frá Bandaríkjunum koma því það eru margir með bólusetningar þaðan. Við erum að vinna í því með ISAVIA, sem rekur flugvöllinn, lögreglan, heilsugæslan og sóttvarnalæknir að flytja þessa aðstöðu til þess að skoða allar þessar tegundir af vottorðum,“ segir Sigurgeir. Hann segist búast við því að þeirri aðstöðu verði komið upp í komusal flugvallarins og mögulega í gámaeiningum fyrir utan flugvöllinn. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Nú þurfa fleiri að fara á sóttkvíarhótel en fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra í dag. Fólk sem kemur frá löndum þar sem 14 daga nýgengi kórónuveirunnar á hverja 100.000 íbúa er meira en 700 þarf nú að sæta dvöl á sóttkvíarhóteli. Þá kveður reglugerðin á um bann við ónauðsynlegum ferðum frá skilgreindum hááhættusvæðum. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, sagði í samtali við fréttastofu að vel hefði gengið að taka á móti fyrstu farþegunum eftir að reglurnar tóku gildi. „Það voru mun færri sem fóru á sóttkvíarhótel en við bjuggumst við,“ segir Sigurgeir. Þegar rætt var við hann hafði lítill minnihluti úr hópi yfir hundrað farþega frá Amsterdam farið í rútuna sem ferja átti þá á sóttkvíarhótel. Sigurgeir segir það þó eiga sér eðlilegar útskýringar. „Það eru margir tengifarþegar og stórir hópar eru að koma á rafíþróttamót sem verður í Laugardalshöll og þeir eru með eigin sóttvarnaráðstafanir og aðstöðu sem er búið að undirbúa í allan vetur með Almannavörnum og sóttvarnalækni.“ Svipað kerfi og með fyrri reglugerð Sigurgeir segir að fyrirkomulagið á vellinum nú sé með samskonar hætti og þegar reglugerð heilbrigðisráðherra um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli, sem héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði svo að skorti lagastoð, tók gildi 1. apríl. „Við vitum hvaðan farþegar eru að koma í flugi til okkar en það getur verið erfiðara að komast að því hvar þeir hafa verið áður. Það er það sem við erum helst að glíma við, hvaðan fólk er raunverulega að koma,“ segir Sigurgeir. Hann segir að flókið geti verið að komast að því hvaðan fólk er að koma en flestir farþegar séu þó samvinnufúsir, þó ekki allir. Fólk andmæli því í sumum tilfellum að þurfa að dvelja á sóttkvíarhóteli. Hann segir þá að gremja margra farþega snúi að stuttum fyrirvara reglubreytinga, þannig séu dæmi um að ferðalangar hafi verið lagðir af stað í ferðalög þegar nýjar reglur voru settar. Aðspurður segir Sigurgeir að lögreglan á vellinum beiti ýmsum úrræðum til þess að komast að því hvaðan farþegar séu raunverulega að koma. „Við getum séð það í flugbókunum, beðið fólk um að sýna okkur farseðla og annað og jafnvel beðið fólk um að sýna hótelbókanir og slíkt. Þetta er snúin og tafsöm vinna,“ segir Sigurgeir. Engin vandræði hafa komið upp á vellinum í dag í tengslum við þá vinnu, að sögn Sigurgeirs. Leita nýrra leiða Þá segir Sigurgeir að aðstaðan á vellinum sé svo gott sem sprungin og standi ekki undir þeim önnum sem nú eru á vellinum. „Tafirnar eru alltaf að færast, hvort sem það er skoðun á PCR-vottorðum eða bólusetningarvottorð. Það springur þegar vélarnar frá Bandaríkjunum koma því það eru margir með bólusetningar þaðan. Við erum að vinna í því með ISAVIA, sem rekur flugvöllinn, lögreglan, heilsugæslan og sóttvarnalæknir að flytja þessa aðstöðu til þess að skoða allar þessar tegundir af vottorðum,“ segir Sigurgeir. Hann segist búast við því að þeirri aðstöðu verði komið upp í komusal flugvallarins og mögulega í gámaeiningum fyrir utan flugvöllinn.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira