Grískur Evrópuþingmaður sviptur friðhelgi og handtekinn Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2021 17:44 Ioannis Lagos þegar dómur féll í máli Gullinnar dögunar í Grikklandi í október. Hann var ekki handtekinn þá þar sem hann naut friðhelgi sem Evrópuþingmaður. Þingið svipti hann henni í dag. Vísir/EPA Belgíska lögreglan handtók Ioannis Lagos, grískan Evrópuþingmann, sem var sakfelldur fyrir aðild að hægriöfgaflokknum Gullinni dögun í heimalandi sínu í dag. Lagos á yfir höfði sér þrettán ára fangelsisvist. Grískur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að nýnasistahreyfingin Gullin dögun væru skipulögð glæpasamtök og sakfelldi sjö leiðtoga hennar. Flokkurinn hefur verið einn sá stærsti á gríska þinginu undanfarin ár en hann náði fyrst vinsældum í kjölfar efnahagskreppunnar 2008. Lagos var kosinn á Evrópuþingið fyrir hönd Gullinnar dögunar árið 2019 en sveik lit aðeins nokkrum vikum síðar og hefur setið á þinginu sem óháður þingmaður. Hann var ekki handtekinn í haust þar sem hann naut friðhelgi sem Evrópuþingmaður. Þeirri friðhelgi ákvað yfirgnæfandi meirihluti Evrópuþingmanna svipta hann í dag. Í kjölfarið var Lagos handtekinn í Belgíu. Breska ríkisútvarpið BBC segir ekki ljóst hvort að hann ætli sér að berjast gegn því að vera framseldur til Grikklands. Hann var allt annað en sáttur við handtökuna á Twitter. „Þjófarnir, guðleysingjarnir, andgrikkirnir eru að fara með mig í fangelsi,“ tísti Lagos. Sakamálarannsókn hófst á Gullinni dögun þegar stuðningsmaður flokksins myrti Pavlos Fyssas, hiphop-tónlistarmann og andfasískan aðgerðasinna í Keratsini, vestur af Aþenu árið 2013. Lagos var þingmaður á gríska þinginu og foringi í Gullinni dögun í Píraeus, nærri þeim slóðum sem Fyssas var myrtur. Grikkland Evrópusambandið Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Grískur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að nýnasistahreyfingin Gullin dögun væru skipulögð glæpasamtök og sakfelldi sjö leiðtoga hennar. Flokkurinn hefur verið einn sá stærsti á gríska þinginu undanfarin ár en hann náði fyrst vinsældum í kjölfar efnahagskreppunnar 2008. Lagos var kosinn á Evrópuþingið fyrir hönd Gullinnar dögunar árið 2019 en sveik lit aðeins nokkrum vikum síðar og hefur setið á þinginu sem óháður þingmaður. Hann var ekki handtekinn í haust þar sem hann naut friðhelgi sem Evrópuþingmaður. Þeirri friðhelgi ákvað yfirgnæfandi meirihluti Evrópuþingmanna svipta hann í dag. Í kjölfarið var Lagos handtekinn í Belgíu. Breska ríkisútvarpið BBC segir ekki ljóst hvort að hann ætli sér að berjast gegn því að vera framseldur til Grikklands. Hann var allt annað en sáttur við handtökuna á Twitter. „Þjófarnir, guðleysingjarnir, andgrikkirnir eru að fara með mig í fangelsi,“ tísti Lagos. Sakamálarannsókn hófst á Gullinni dögun þegar stuðningsmaður flokksins myrti Pavlos Fyssas, hiphop-tónlistarmann og andfasískan aðgerðasinna í Keratsini, vestur af Aþenu árið 2013. Lagos var þingmaður á gríska þinginu og foringi í Gullinni dögun í Píraeus, nærri þeim slóðum sem Fyssas var myrtur.
Grikkland Evrópusambandið Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira