Svandís bjartsýn afléttingu takmarkana samhliða auknum bólusetningum Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2021 19:21 Heilbrigðisráðherra segir unnið að því að útfæra bólusetningardagatalið þannig að fólk á öllum aldri geti séð nokkurn veginn hvenær það megi reikna með að fá bólusetningu við covid 19. Í dag var birt áætlun um afléttingu sóttvarnaaðgerða samhliða fjölgun fólks sem verið hefur bólusett. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fyrsta áfangann af fjórum við afléttingu samkomutakmarkana hafa verið um miðjan þennan mánuð. Þá var búið var að bólusetja tuttugu og fimm prósent þjóðarinnar með að minnsta kosti fyrri sprautunni. heilbrigðisráðuneytið Heilbrigðisráðherra vonar að þegar búið verði að bólusetja 35 prósent með fyrri sprautunni í byrjun maí verði hægt að fara með fjöldatakmarkanir í tuttugu til tvö hundruð eftir atvikum. Svandís Svavarsdóttir reiknar með að öllum helstu sóttvarnatakmörkunum verði aflétt fyrir lok júní mánaðar.Vísir/Vilhelm „Í lok maí þegar við erum komin með fimmtíu prósent geti talan orðið tvö hundruð til þúsund. Þegar við erum svo í lok júní komin með sjötíu og fimm prósent sem hafa þá fengið fyrri sprautu getum við aflétt öllum sóttvarnaráðstöfunum innanlands. Það er að segja þessum takmörkunum sem við þekkjum best,“ segir Svandís. Þetta sé áætlun til viðmiðunar en allar tillögur um tilslakanir muni eins og hingað til byggja á tillögum sóttvarnalæknis til hennar. Núgildandi takmarkanir gilda til 6. maí og Þórólfur Guðnason mun því væntanlega koma með nýjar tillögur fyrir þann tíma. Þórólfur Guðnason segir bjartsýni einkenna afléttinigaráform stjórnvalda. Hans hlutverki sé og verði að leggja fram tillögur sem taki mið af faraldrinnum.Vísir/Vilhelm „Ég fagna því að stjórnvöld séu með sínar áætlanir. Það er bara gott. Mitt hlutverk er hins vegar að leggja mat á faraldurinn á hverjum tíma. Mér finnst vera bjartsýni í þessu. En ég sé ekkert að því að vera bjartsýnn,“ segir Þórólfur. Heilbrigðisráðherra segir einnig unnið að uppfærslu á bólusetningadagatalinu þannig að allir aldurshópar ættu að geta séð hvenær þeir megi búast við að fá boðun í bólusetningu. En í dag sýnir dagatalið bara sextíu ára og eldri og ýmsa hópa. „Það væri betra ef við gætum sagt með tiltölulega nákvæmum hætti í hvaða viku fólk gæti átt von á því að vera kallað í bólusetningu.“ Einhver slík uppfærsla kannski á leiðinni? „Já við ætlum að skoða það,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til. 27. apríl 2021 12:29 Greinilegt að fólk sé ekki að fara í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Allir þrír sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsmitinu í Þorlákshöfn. Sóttvarnarlæknir brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Það sé greinilegt að sumir séu ekki að bregðast við því. 27. apríl 2021 12:22 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fyrsta áfangann af fjórum við afléttingu samkomutakmarkana hafa verið um miðjan þennan mánuð. Þá var búið var að bólusetja tuttugu og fimm prósent þjóðarinnar með að minnsta kosti fyrri sprautunni. heilbrigðisráðuneytið Heilbrigðisráðherra vonar að þegar búið verði að bólusetja 35 prósent með fyrri sprautunni í byrjun maí verði hægt að fara með fjöldatakmarkanir í tuttugu til tvö hundruð eftir atvikum. Svandís Svavarsdóttir reiknar með að öllum helstu sóttvarnatakmörkunum verði aflétt fyrir lok júní mánaðar.Vísir/Vilhelm „Í lok maí þegar við erum komin með fimmtíu prósent geti talan orðið tvö hundruð til þúsund. Þegar við erum svo í lok júní komin með sjötíu og fimm prósent sem hafa þá fengið fyrri sprautu getum við aflétt öllum sóttvarnaráðstöfunum innanlands. Það er að segja þessum takmörkunum sem við þekkjum best,“ segir Svandís. Þetta sé áætlun til viðmiðunar en allar tillögur um tilslakanir muni eins og hingað til byggja á tillögum sóttvarnalæknis til hennar. Núgildandi takmarkanir gilda til 6. maí og Þórólfur Guðnason mun því væntanlega koma með nýjar tillögur fyrir þann tíma. Þórólfur Guðnason segir bjartsýni einkenna afléttinigaráform stjórnvalda. Hans hlutverki sé og verði að leggja fram tillögur sem taki mið af faraldrinnum.Vísir/Vilhelm „Ég fagna því að stjórnvöld séu með sínar áætlanir. Það er bara gott. Mitt hlutverk er hins vegar að leggja mat á faraldurinn á hverjum tíma. Mér finnst vera bjartsýni í þessu. En ég sé ekkert að því að vera bjartsýnn,“ segir Þórólfur. Heilbrigðisráðherra segir einnig unnið að uppfærslu á bólusetningadagatalinu þannig að allir aldurshópar ættu að geta séð hvenær þeir megi búast við að fá boðun í bólusetningu. En í dag sýnir dagatalið bara sextíu ára og eldri og ýmsa hópa. „Það væri betra ef við gætum sagt með tiltölulega nákvæmum hætti í hvaða viku fólk gæti átt von á því að vera kallað í bólusetningu.“ Einhver slík uppfærsla kannski á leiðinni? „Já við ætlum að skoða það,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til. 27. apríl 2021 12:29 Greinilegt að fólk sé ekki að fara í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Allir þrír sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsmitinu í Þorlákshöfn. Sóttvarnarlæknir brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Það sé greinilegt að sumir séu ekki að bregðast við því. 27. apríl 2021 12:22 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til. 27. apríl 2021 12:29
Greinilegt að fólk sé ekki að fara í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Allir þrír sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsmitinu í Þorlákshöfn. Sóttvarnarlæknir brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Það sé greinilegt að sumir séu ekki að bregðast við því. 27. apríl 2021 12:22