Svandís bjartsýn afléttingu takmarkana samhliða auknum bólusetningum Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2021 19:21 Heilbrigðisráðherra segir unnið að því að útfæra bólusetningardagatalið þannig að fólk á öllum aldri geti séð nokkurn veginn hvenær það megi reikna með að fá bólusetningu við covid 19. Í dag var birt áætlun um afléttingu sóttvarnaaðgerða samhliða fjölgun fólks sem verið hefur bólusett. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fyrsta áfangann af fjórum við afléttingu samkomutakmarkana hafa verið um miðjan þennan mánuð. Þá var búið var að bólusetja tuttugu og fimm prósent þjóðarinnar með að minnsta kosti fyrri sprautunni. heilbrigðisráðuneytið Heilbrigðisráðherra vonar að þegar búið verði að bólusetja 35 prósent með fyrri sprautunni í byrjun maí verði hægt að fara með fjöldatakmarkanir í tuttugu til tvö hundruð eftir atvikum. Svandís Svavarsdóttir reiknar með að öllum helstu sóttvarnatakmörkunum verði aflétt fyrir lok júní mánaðar.Vísir/Vilhelm „Í lok maí þegar við erum komin með fimmtíu prósent geti talan orðið tvö hundruð til þúsund. Þegar við erum svo í lok júní komin með sjötíu og fimm prósent sem hafa þá fengið fyrri sprautu getum við aflétt öllum sóttvarnaráðstöfunum innanlands. Það er að segja þessum takmörkunum sem við þekkjum best,“ segir Svandís. Þetta sé áætlun til viðmiðunar en allar tillögur um tilslakanir muni eins og hingað til byggja á tillögum sóttvarnalæknis til hennar. Núgildandi takmarkanir gilda til 6. maí og Þórólfur Guðnason mun því væntanlega koma með nýjar tillögur fyrir þann tíma. Þórólfur Guðnason segir bjartsýni einkenna afléttinigaráform stjórnvalda. Hans hlutverki sé og verði að leggja fram tillögur sem taki mið af faraldrinnum.Vísir/Vilhelm „Ég fagna því að stjórnvöld séu með sínar áætlanir. Það er bara gott. Mitt hlutverk er hins vegar að leggja mat á faraldurinn á hverjum tíma. Mér finnst vera bjartsýni í þessu. En ég sé ekkert að því að vera bjartsýnn,“ segir Þórólfur. Heilbrigðisráðherra segir einnig unnið að uppfærslu á bólusetningadagatalinu þannig að allir aldurshópar ættu að geta séð hvenær þeir megi búast við að fá boðun í bólusetningu. En í dag sýnir dagatalið bara sextíu ára og eldri og ýmsa hópa. „Það væri betra ef við gætum sagt með tiltölulega nákvæmum hætti í hvaða viku fólk gæti átt von á því að vera kallað í bólusetningu.“ Einhver slík uppfærsla kannski á leiðinni? „Já við ætlum að skoða það,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til. 27. apríl 2021 12:29 Greinilegt að fólk sé ekki að fara í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Allir þrír sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsmitinu í Þorlákshöfn. Sóttvarnarlæknir brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Það sé greinilegt að sumir séu ekki að bregðast við því. 27. apríl 2021 12:22 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fyrsta áfangann af fjórum við afléttingu samkomutakmarkana hafa verið um miðjan þennan mánuð. Þá var búið var að bólusetja tuttugu og fimm prósent þjóðarinnar með að minnsta kosti fyrri sprautunni. heilbrigðisráðuneytið Heilbrigðisráðherra vonar að þegar búið verði að bólusetja 35 prósent með fyrri sprautunni í byrjun maí verði hægt að fara með fjöldatakmarkanir í tuttugu til tvö hundruð eftir atvikum. Svandís Svavarsdóttir reiknar með að öllum helstu sóttvarnatakmörkunum verði aflétt fyrir lok júní mánaðar.Vísir/Vilhelm „Í lok maí þegar við erum komin með fimmtíu prósent geti talan orðið tvö hundruð til þúsund. Þegar við erum svo í lok júní komin með sjötíu og fimm prósent sem hafa þá fengið fyrri sprautu getum við aflétt öllum sóttvarnaráðstöfunum innanlands. Það er að segja þessum takmörkunum sem við þekkjum best,“ segir Svandís. Þetta sé áætlun til viðmiðunar en allar tillögur um tilslakanir muni eins og hingað til byggja á tillögum sóttvarnalæknis til hennar. Núgildandi takmarkanir gilda til 6. maí og Þórólfur Guðnason mun því væntanlega koma með nýjar tillögur fyrir þann tíma. Þórólfur Guðnason segir bjartsýni einkenna afléttinigaráform stjórnvalda. Hans hlutverki sé og verði að leggja fram tillögur sem taki mið af faraldrinnum.Vísir/Vilhelm „Ég fagna því að stjórnvöld séu með sínar áætlanir. Það er bara gott. Mitt hlutverk er hins vegar að leggja mat á faraldurinn á hverjum tíma. Mér finnst vera bjartsýni í þessu. En ég sé ekkert að því að vera bjartsýnn,“ segir Þórólfur. Heilbrigðisráðherra segir einnig unnið að uppfærslu á bólusetningadagatalinu þannig að allir aldurshópar ættu að geta séð hvenær þeir megi búast við að fá boðun í bólusetningu. En í dag sýnir dagatalið bara sextíu ára og eldri og ýmsa hópa. „Það væri betra ef við gætum sagt með tiltölulega nákvæmum hætti í hvaða viku fólk gæti átt von á því að vera kallað í bólusetningu.“ Einhver slík uppfærsla kannski á leiðinni? „Já við ætlum að skoða það,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til. 27. apríl 2021 12:29 Greinilegt að fólk sé ekki að fara í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Allir þrír sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsmitinu í Þorlákshöfn. Sóttvarnarlæknir brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Það sé greinilegt að sumir séu ekki að bregðast við því. 27. apríl 2021 12:22 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til. 27. apríl 2021 12:29
Greinilegt að fólk sé ekki að fara í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Allir þrír sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsmitinu í Þorlákshöfn. Sóttvarnarlæknir brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Það sé greinilegt að sumir séu ekki að bregðast við því. 27. apríl 2021 12:22