Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. apríl 2021 12:29 Hátt í 300 manns komast fyrir í salnum hverju sinni. Vísir/Vilhelm Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til. Vel hefur gengið að bólusetja það sem af er degi og stutt bið í röð. Allt að 140 manns eru bólusettir í hverri lotu fyrir sig og hver lotan bólusett á fætur annarri. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á staðnum í morgun og fangaði stemninguna. Í dag verður notast við bóluefnið frá Pfizer og fólk bólusett með undirliggjandi sjúkdóma. Á morgun hefur fólk 60 ára og eldra verið boðað í bólusetningu en þá verður notast við bóluefnið frá AstraZeneca. Löng röð myndaðist í morgun en það gekk greiðlega að komast inn.Vísir/Vilhelm Á fimmtudaginn verður síðan haldið áfram niður aldurslistann í 60 ára og eldri hópnum. RÚV hefur eftir Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, að verið sé að straumlínulaga bólusetningarferlið þannig að það taki skemmri tíma. Þannig sé stefnt að því að bólusetja sex þúsund í dag en 9.500 á morgun og þaðan í frá, svo lengi sem nægt bóluefni sé til. Allt að fjórtán heilbrigðisstarfsmenn munduðu sprautuna á hverjum tíma, í mjög svo samstilltu átaki.Vísir/Vilhelm Allir sem þiggja bólusetningu þurfa að mæta með skilríki og grímu. „Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því biðjum við fólk um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða. Allir þurfa að bíða í 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin,“ segir á vef heilsugæslunnar. Lögregla stjórnaði umferð inn og út úr salnum og fylgdist með því að allt gekk vel.Vísir/Vilhelm Þegar fólk hafði komið sér fyrir var heilbrigðisstarfsfólkið hrópað af stað og gekk svo skipulega á röðina.Vísir/Vilhelm Bólusettu fengu leiðbeiningar um að vera kyrrir í um 15 mínútur og upplýstir um að þeir fengju seinni skammtinn eftir þrjár til fjórar vikur.Vísir/Vilhelm Allt í góðu hér!Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Vel hefur gengið að bólusetja það sem af er degi og stutt bið í röð. Allt að 140 manns eru bólusettir í hverri lotu fyrir sig og hver lotan bólusett á fætur annarri. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á staðnum í morgun og fangaði stemninguna. Í dag verður notast við bóluefnið frá Pfizer og fólk bólusett með undirliggjandi sjúkdóma. Á morgun hefur fólk 60 ára og eldra verið boðað í bólusetningu en þá verður notast við bóluefnið frá AstraZeneca. Löng röð myndaðist í morgun en það gekk greiðlega að komast inn.Vísir/Vilhelm Á fimmtudaginn verður síðan haldið áfram niður aldurslistann í 60 ára og eldri hópnum. RÚV hefur eftir Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, að verið sé að straumlínulaga bólusetningarferlið þannig að það taki skemmri tíma. Þannig sé stefnt að því að bólusetja sex þúsund í dag en 9.500 á morgun og þaðan í frá, svo lengi sem nægt bóluefni sé til. Allt að fjórtán heilbrigðisstarfsmenn munduðu sprautuna á hverjum tíma, í mjög svo samstilltu átaki.Vísir/Vilhelm Allir sem þiggja bólusetningu þurfa að mæta með skilríki og grímu. „Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því biðjum við fólk um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða. Allir þurfa að bíða í 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin,“ segir á vef heilsugæslunnar. Lögregla stjórnaði umferð inn og út úr salnum og fylgdist með því að allt gekk vel.Vísir/Vilhelm Þegar fólk hafði komið sér fyrir var heilbrigðisstarfsfólkið hrópað af stað og gekk svo skipulega á röðina.Vísir/Vilhelm Bólusettu fengu leiðbeiningar um að vera kyrrir í um 15 mínútur og upplýstir um að þeir fengju seinni skammtinn eftir þrjár til fjórar vikur.Vísir/Vilhelm Allt í góðu hér!Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira