Innlent

Sextán greindust smitaðir og þrír utan sóttkvíar

Samúel Karl Ólason skrifar
Sýnataka vegna Covid 19 hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu.
Sýnataka vegna Covid 19 hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Sextán greindust með kórónuveiruna innan­lands í gær. Þrír þeirra voru ekki í sóttkví.Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is.

Tveir greindust smitaðir á landamærunum og er beðið eftir mótefnamælingum í báðum tilvikum.

177 eru nú í einangrun en þau voru 169 í gær. 443 eru í sóttkví, sambanborið við 351 í gær. 917 eru í skimunarsóttkví en í gær voru þau 1.100. Þá eru fjórir á sjúkrahúsi vegna Covid-19 en þau voru fimm í gær.

Nýgengi á smiti innanlands, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 43,3 en var 39,8 í gær. Nýgengi á smiti á landamærum er nú 3,8 en var 4,9 í gær.

Alls hafa 6.447 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á síðasta ári. Þá hafa 29 dauðsföll verið rakin til Covid-19 á Íslandi frá upphafi faraldursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×