Aðeins 33 ára en ráðinn þjálfari Bayern til næstu fimm ára Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2021 09:13 Julian Nagelsmann hefur þótt standa sig afar vel með RB Leipzig. Getty/Odd Andersen Hinn 33 ára gamli Julian Nagelsmann hefur verið ráðinn þjálfari Bayern München frá og með 1. júlí. Nagelsmann skrifaði undir samning til fimm ára við sigursælasta félag Þýskalands. Nagelsmann, sem stýrt hefur RB Leipzig síðustu ár, tekur við af Hansi Flick. Flick komst að samkomulagi við Bayern um að rifta samningi sínum við félagið í sumar, tveimur árum áður en hann átti að renna út, til að taka við þýska landsliðinu. Fjölmiðlamaðurinn og skúbbkóngurinn Fabrizio Romano segir á Twitter að Bayern greiði Leipzig 25 milljónir evra fyrir Nagelsmann, sem hafi hafnað Tottenham og fleiri félögum til að taka við Bayern. Julian Nagelsmann to Bayern Munich, confirmed and here we go! #FCBayernBayern will pay 25m [add ons included] to RB Leipzig as @cfbayern reported.Contract set to be signed until June 2026. No chance for #THFC and other clubs interested. https://t.co/TSOxouyQjJ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 27, 2021 Nagelsmann varð að leggja knattspyrnuskóna á hilluna árið 2008, þá aðeins 21 árs, vegna hnémeiðsla, og sneri sér þá að þjálfun. Fyrsta stóra starfið hans var hjá Hoffenheim sem hann tók við árið 2016 en hann varð þá yngsti þjálfarinn í sögu þýsku 1. deildarinnar, 28 ára gamall. Nagelsmann tók við Hoffenheim í 17. sæti en stýrði liðinu frá falli, og kom því svo í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Hann fékk samningi sínum við Hoffenheim rift árið 2019 til þess að taka við Leipzig sem hann kom meðal annars í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Enn einn þýski meistaratitillinn blasir við Bayern sem er með sjö stiga forskot á Leipzig þegar þrjár umferðir eru eftir. Bayern getur því landað titlinum á laugardag, annað hvort með því að Leipzig tapi á útivelli gegn Dortmund eða með því að vinna Borussia Mönchengladbach á heimavelli síðar um daginn. Núverandi og verðandi lið Nagelsmanns eru hins vegar bæði úr leik í Meistaradeild Evrópu en Leipzig féll út í 16-liða úrslitum gegn Liverpool og Bayern í 8-liða úrslitum gegn PSG. Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira
Nagelsmann, sem stýrt hefur RB Leipzig síðustu ár, tekur við af Hansi Flick. Flick komst að samkomulagi við Bayern um að rifta samningi sínum við félagið í sumar, tveimur árum áður en hann átti að renna út, til að taka við þýska landsliðinu. Fjölmiðlamaðurinn og skúbbkóngurinn Fabrizio Romano segir á Twitter að Bayern greiði Leipzig 25 milljónir evra fyrir Nagelsmann, sem hafi hafnað Tottenham og fleiri félögum til að taka við Bayern. Julian Nagelsmann to Bayern Munich, confirmed and here we go! #FCBayernBayern will pay 25m [add ons included] to RB Leipzig as @cfbayern reported.Contract set to be signed until June 2026. No chance for #THFC and other clubs interested. https://t.co/TSOxouyQjJ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 27, 2021 Nagelsmann varð að leggja knattspyrnuskóna á hilluna árið 2008, þá aðeins 21 árs, vegna hnémeiðsla, og sneri sér þá að þjálfun. Fyrsta stóra starfið hans var hjá Hoffenheim sem hann tók við árið 2016 en hann varð þá yngsti þjálfarinn í sögu þýsku 1. deildarinnar, 28 ára gamall. Nagelsmann tók við Hoffenheim í 17. sæti en stýrði liðinu frá falli, og kom því svo í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Hann fékk samningi sínum við Hoffenheim rift árið 2019 til þess að taka við Leipzig sem hann kom meðal annars í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Enn einn þýski meistaratitillinn blasir við Bayern sem er með sjö stiga forskot á Leipzig þegar þrjár umferðir eru eftir. Bayern getur því landað titlinum á laugardag, annað hvort með því að Leipzig tapi á útivelli gegn Dortmund eða með því að vinna Borussia Mönchengladbach á heimavelli síðar um daginn. Núverandi og verðandi lið Nagelsmanns eru hins vegar bæði úr leik í Meistaradeild Evrópu en Leipzig féll út í 16-liða úrslitum gegn Liverpool og Bayern í 8-liða úrslitum gegn PSG.
Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira