Innlent

Þrjátíu börn af hundrað á Jörfa greinst með Covid-19

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Leikskólinn Jörfi, Hæðargarði.
Leikskólinn Jörfi, Hæðargarði. Vísir/Vilhelm

Smit greindist í tengslum við leikskólan Jörfa í gær en smitin eru orðin 107 talsins. Þriðjungur þeirra sem greinst hefur í tengslum við hópsýkinguna var einkennalaus við greiningu. 

Frá þessu greinir RÚV.

Þrjátíu af hundrað börnum á leikskólanum hafa greinst með Covid-19 og 23 af 33 starfsmönnum. Þá hafa 54 greinst utan leikskólans, til dæmis fjölskyldumeðlimir.

„Síðasta barnið greindist með COVID síðastliðinn föstudag og síðasti starfsmaðurinn á miðvikudag í síðustu viku,“ segir í frétt RÚV.

Fyrsta smitið tengt hópsýkingunni á Jörfa greindist 16. apríl síðastliðinn en síðan hafa samtals 138 greinst með Covid-19 innanlands.


Tengdar fréttir

Kallar eftir áfallahjálp fyrir starfsfólk Jörfa

„Það eru allir skilningsríkir. Ég held að hugur flestra sé hjá veikum starfsmönnum, veikum börnum, og aðstandendum. Það er eiginlega staðan núna,“ segir Sigurlaug Lára Sigurgeirsdóttir, formaður foreldrafélags leikskólans Jörfa.

Hátt í 75 manns tengdir Jörfa smitaðir

Hátt í sjötíu og fimm manns sem tengjast leikskólanum Jörfa hafa greinst með kórónuveirusmit undanfarna daga. Afleysingafólk og starfsfólk af öðrum leikskólum verður fengið til starfa á Jörfa á meðan hinir veiku jafna sig.

Að minnsta kosti 22 börn og nítján starfsmenn með Covid-19

Á miðvikudaginn höfðu 22 börn á leikskólanum Jörfa og nítján starfsmenn greinst með Covid-19. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir ljóst að ekki verði hægt að halda úti hefðbundnu skólastarfi á leikskólanum í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×