Fékk sýkingu eftir sýnatöku á landamærum og neyddist til að sæta tveggja vikna sóttkví Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. apríl 2021 23:01 Sóttvarnarhúsið er í þessu húsi við Rauðarárstíg. Vísir/Vilhelm Íslendingur sem kom til landsins fyrir tæpum tveimur vikum segist hafa fengið sýkingu í nefkok vegna sýnatökupinna eftir skimun á landamærum. Hann hafnaði í kjölfarið að gangast undir seinni sýnatöku og gagnrýnir að það hafi ekki verið fyrr en málinu var skotið til dómstóla sem sóttvarnayfirvöld féllust á að taka mætti sýni úr hálskoki. Hann sætir enn sóttkví ásamt maka sínum á sóttvarnahótelinu við Rauðarárstíg sem lýkur í fyrramálið. Mönnunum var gerð 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví sem var látið reyna á fyrir dómstólum. „Þeir komu til landsins fyrir þrettán dögum síðan og fóru í sýnatöku þá og voru neikvæðir í henni,“ segir Ómar R. Valdimarsson, lögmaður mannanna í samtali við Vísi. Þeir voru jafnframt með tvö neikvæð Covid-próf frá Danmörku sem munu enn hafa verið í gildi við komu þeirra til landsins. Með undirliggjandi sjúkdóm „Þeir fóru í þessa sýnatöku og annar þeirra fékk sýkingu í nefkok eftir hana út af sýnatökupinnanum og slíkar sýkingar eru mjög alvarlegar,“ segir Ómar, einkum í ljósi þess að skjólstæðingur hans glímir við undirliggjandi sjúkdóm og er á ónæmisbælandi lyfjum sem þýðir að særindin í nefkokinu gróa hægar. „Þar af leiðandi vildu þeir ekki fara í seinni sýnatökuna og því var skotið til héraðsdóms sem að tók undir sjónarmið sóttvarnalæknis og Landsréttur úrskurðaði í kvöld og þar var aftur sama niðurstaða, um að þeir skyldu ljúka fjórtán dögum í sóttkví,“ segir Ómar. Að öðrum kosti hefðu þeir þurft að gangast undir seinni sýnatöku að minnsta kosti fimm dögum eftir komuna til landsins til að losna fyrr undan sóttkví. Það vildu þeir hins vegar ekki í ljósi þess að í fyrstu þótti aðeins koma til greina að taka sýni úr nefi. „Í málsmeðferðinni breyttist afstaða sóttvarnalæknis að því leytinu til að þeir féllu frá því að það þyrfti að taka sýni úr nefkoki og féllust á það að það væri hægt að taka það úr hálskoki, sem að er að mínu mati ágætt. Það sýnir fram á að embættið sé að grípa til einhverra meðalhófsaðgerða og það er ekki endilega alltaf þannig að það sé eitthvað eitt sem skuli yfir alla ganga, það sé hægt að skoða aðstæður hvers og eins,“ segir Ómar. Breytt afstaða daginn áður en sóttkví lýkur Samkvæmt bréfi frá Embætti landlæknis til skjólstæðings Ómars var það ekki fyrr en í dag sem fallist var á að taka sýni úr hálsi en ekki nefi, deginum áður en tvær vikur eru liðnar frá komunni til landsins. „Sýnataka einungis úr hálsi er engan veginn eins öruggt próf vegna COVID-19 eins og að taka strok bæði úr háls- og nefkoki. Hins vegar er betra að fá strok úr hálsi heldur en ekkert sýni. Ákveðir þú að gangast undir COVID-19 próf þar sem einungis er tekið hálsstrok, og reynist það neikvætt, mun ákvörðun sóttvarnalæknis frá 23. apríl sl. falla niður,” segir í bréfinu sem fréttastofa hefur undir höndum. Ómar segir málið athyglisvert fyrir margar sakir. „Það sem er líka áhugavert er að Landsréttur telur að játa beri sóttvarnayfirvöldum talsvert svigrúm til þess að framkvæma þessar reglur sem að þau eru með og að ekki hafi verið þannig brot á málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga í þessum málum, að það kalli á ógildingu ákvarðana þeirra. Þannig ég held að þetta séu fínar leiðbeiningar fyrir fólk sem fer í sóttkví og eins fyrir sóttvarnayfirvöld,“ útskýrir Ómar. Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Mönnunum var gerð 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví sem var látið reyna á fyrir dómstólum. „Þeir komu til landsins fyrir þrettán dögum síðan og fóru í sýnatöku þá og voru neikvæðir í henni,“ segir Ómar R. Valdimarsson, lögmaður mannanna í samtali við Vísi. Þeir voru jafnframt með tvö neikvæð Covid-próf frá Danmörku sem munu enn hafa verið í gildi við komu þeirra til landsins. Með undirliggjandi sjúkdóm „Þeir fóru í þessa sýnatöku og annar þeirra fékk sýkingu í nefkok eftir hana út af sýnatökupinnanum og slíkar sýkingar eru mjög alvarlegar,“ segir Ómar, einkum í ljósi þess að skjólstæðingur hans glímir við undirliggjandi sjúkdóm og er á ónæmisbælandi lyfjum sem þýðir að særindin í nefkokinu gróa hægar. „Þar af leiðandi vildu þeir ekki fara í seinni sýnatökuna og því var skotið til héraðsdóms sem að tók undir sjónarmið sóttvarnalæknis og Landsréttur úrskurðaði í kvöld og þar var aftur sama niðurstaða, um að þeir skyldu ljúka fjórtán dögum í sóttkví,“ segir Ómar. Að öðrum kosti hefðu þeir þurft að gangast undir seinni sýnatöku að minnsta kosti fimm dögum eftir komuna til landsins til að losna fyrr undan sóttkví. Það vildu þeir hins vegar ekki í ljósi þess að í fyrstu þótti aðeins koma til greina að taka sýni úr nefi. „Í málsmeðferðinni breyttist afstaða sóttvarnalæknis að því leytinu til að þeir féllu frá því að það þyrfti að taka sýni úr nefkoki og féllust á það að það væri hægt að taka það úr hálskoki, sem að er að mínu mati ágætt. Það sýnir fram á að embættið sé að grípa til einhverra meðalhófsaðgerða og það er ekki endilega alltaf þannig að það sé eitthvað eitt sem skuli yfir alla ganga, það sé hægt að skoða aðstæður hvers og eins,“ segir Ómar. Breytt afstaða daginn áður en sóttkví lýkur Samkvæmt bréfi frá Embætti landlæknis til skjólstæðings Ómars var það ekki fyrr en í dag sem fallist var á að taka sýni úr hálsi en ekki nefi, deginum áður en tvær vikur eru liðnar frá komunni til landsins. „Sýnataka einungis úr hálsi er engan veginn eins öruggt próf vegna COVID-19 eins og að taka strok bæði úr háls- og nefkoki. Hins vegar er betra að fá strok úr hálsi heldur en ekkert sýni. Ákveðir þú að gangast undir COVID-19 próf þar sem einungis er tekið hálsstrok, og reynist það neikvætt, mun ákvörðun sóttvarnalæknis frá 23. apríl sl. falla niður,” segir í bréfinu sem fréttastofa hefur undir höndum. Ómar segir málið athyglisvert fyrir margar sakir. „Það sem er líka áhugavert er að Landsréttur telur að játa beri sóttvarnayfirvöldum talsvert svigrúm til þess að framkvæma þessar reglur sem að þau eru með og að ekki hafi verið þannig brot á málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga í þessum málum, að það kalli á ógildingu ákvarðana þeirra. Þannig ég held að þetta séu fínar leiðbeiningar fyrir fólk sem fer í sóttkví og eins fyrir sóttvarnayfirvöld,“ útskýrir Ómar.
Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?