Fékk sýkingu eftir sýnatöku á landamærum og neyddist til að sæta tveggja vikna sóttkví Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. apríl 2021 23:01 Sóttvarnarhúsið er í þessu húsi við Rauðarárstíg. Vísir/Vilhelm Íslendingur sem kom til landsins fyrir tæpum tveimur vikum segist hafa fengið sýkingu í nefkok vegna sýnatökupinna eftir skimun á landamærum. Hann hafnaði í kjölfarið að gangast undir seinni sýnatöku og gagnrýnir að það hafi ekki verið fyrr en málinu var skotið til dómstóla sem sóttvarnayfirvöld féllust á að taka mætti sýni úr hálskoki. Hann sætir enn sóttkví ásamt maka sínum á sóttvarnahótelinu við Rauðarárstíg sem lýkur í fyrramálið. Mönnunum var gerð 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví sem var látið reyna á fyrir dómstólum. „Þeir komu til landsins fyrir þrettán dögum síðan og fóru í sýnatöku þá og voru neikvæðir í henni,“ segir Ómar R. Valdimarsson, lögmaður mannanna í samtali við Vísi. Þeir voru jafnframt með tvö neikvæð Covid-próf frá Danmörku sem munu enn hafa verið í gildi við komu þeirra til landsins. Með undirliggjandi sjúkdóm „Þeir fóru í þessa sýnatöku og annar þeirra fékk sýkingu í nefkok eftir hana út af sýnatökupinnanum og slíkar sýkingar eru mjög alvarlegar,“ segir Ómar, einkum í ljósi þess að skjólstæðingur hans glímir við undirliggjandi sjúkdóm og er á ónæmisbælandi lyfjum sem þýðir að særindin í nefkokinu gróa hægar. „Þar af leiðandi vildu þeir ekki fara í seinni sýnatökuna og því var skotið til héraðsdóms sem að tók undir sjónarmið sóttvarnalæknis og Landsréttur úrskurðaði í kvöld og þar var aftur sama niðurstaða, um að þeir skyldu ljúka fjórtán dögum í sóttkví,“ segir Ómar. Að öðrum kosti hefðu þeir þurft að gangast undir seinni sýnatöku að minnsta kosti fimm dögum eftir komuna til landsins til að losna fyrr undan sóttkví. Það vildu þeir hins vegar ekki í ljósi þess að í fyrstu þótti aðeins koma til greina að taka sýni úr nefi. „Í málsmeðferðinni breyttist afstaða sóttvarnalæknis að því leytinu til að þeir féllu frá því að það þyrfti að taka sýni úr nefkoki og féllust á það að það væri hægt að taka það úr hálskoki, sem að er að mínu mati ágætt. Það sýnir fram á að embættið sé að grípa til einhverra meðalhófsaðgerða og það er ekki endilega alltaf þannig að það sé eitthvað eitt sem skuli yfir alla ganga, það sé hægt að skoða aðstæður hvers og eins,“ segir Ómar. Breytt afstaða daginn áður en sóttkví lýkur Samkvæmt bréfi frá Embætti landlæknis til skjólstæðings Ómars var það ekki fyrr en í dag sem fallist var á að taka sýni úr hálsi en ekki nefi, deginum áður en tvær vikur eru liðnar frá komunni til landsins. „Sýnataka einungis úr hálsi er engan veginn eins öruggt próf vegna COVID-19 eins og að taka strok bæði úr háls- og nefkoki. Hins vegar er betra að fá strok úr hálsi heldur en ekkert sýni. Ákveðir þú að gangast undir COVID-19 próf þar sem einungis er tekið hálsstrok, og reynist það neikvætt, mun ákvörðun sóttvarnalæknis frá 23. apríl sl. falla niður,” segir í bréfinu sem fréttastofa hefur undir höndum. Ómar segir málið athyglisvert fyrir margar sakir. „Það sem er líka áhugavert er að Landsréttur telur að játa beri sóttvarnayfirvöldum talsvert svigrúm til þess að framkvæma þessar reglur sem að þau eru með og að ekki hafi verið þannig brot á málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga í þessum málum, að það kalli á ógildingu ákvarðana þeirra. Þannig ég held að þetta séu fínar leiðbeiningar fyrir fólk sem fer í sóttkví og eins fyrir sóttvarnayfirvöld,“ útskýrir Ómar. Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Mönnunum var gerð 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví sem var látið reyna á fyrir dómstólum. „Þeir komu til landsins fyrir þrettán dögum síðan og fóru í sýnatöku þá og voru neikvæðir í henni,“ segir Ómar R. Valdimarsson, lögmaður mannanna í samtali við Vísi. Þeir voru jafnframt með tvö neikvæð Covid-próf frá Danmörku sem munu enn hafa verið í gildi við komu þeirra til landsins. Með undirliggjandi sjúkdóm „Þeir fóru í þessa sýnatöku og annar þeirra fékk sýkingu í nefkok eftir hana út af sýnatökupinnanum og slíkar sýkingar eru mjög alvarlegar,“ segir Ómar, einkum í ljósi þess að skjólstæðingur hans glímir við undirliggjandi sjúkdóm og er á ónæmisbælandi lyfjum sem þýðir að særindin í nefkokinu gróa hægar. „Þar af leiðandi vildu þeir ekki fara í seinni sýnatökuna og því var skotið til héraðsdóms sem að tók undir sjónarmið sóttvarnalæknis og Landsréttur úrskurðaði í kvöld og þar var aftur sama niðurstaða, um að þeir skyldu ljúka fjórtán dögum í sóttkví,“ segir Ómar. Að öðrum kosti hefðu þeir þurft að gangast undir seinni sýnatöku að minnsta kosti fimm dögum eftir komuna til landsins til að losna fyrr undan sóttkví. Það vildu þeir hins vegar ekki í ljósi þess að í fyrstu þótti aðeins koma til greina að taka sýni úr nefi. „Í málsmeðferðinni breyttist afstaða sóttvarnalæknis að því leytinu til að þeir féllu frá því að það þyrfti að taka sýni úr nefkoki og féllust á það að það væri hægt að taka það úr hálskoki, sem að er að mínu mati ágætt. Það sýnir fram á að embættið sé að grípa til einhverra meðalhófsaðgerða og það er ekki endilega alltaf þannig að það sé eitthvað eitt sem skuli yfir alla ganga, það sé hægt að skoða aðstæður hvers og eins,“ segir Ómar. Breytt afstaða daginn áður en sóttkví lýkur Samkvæmt bréfi frá Embætti landlæknis til skjólstæðings Ómars var það ekki fyrr en í dag sem fallist var á að taka sýni úr hálsi en ekki nefi, deginum áður en tvær vikur eru liðnar frá komunni til landsins. „Sýnataka einungis úr hálsi er engan veginn eins öruggt próf vegna COVID-19 eins og að taka strok bæði úr háls- og nefkoki. Hins vegar er betra að fá strok úr hálsi heldur en ekkert sýni. Ákveðir þú að gangast undir COVID-19 próf þar sem einungis er tekið hálsstrok, og reynist það neikvætt, mun ákvörðun sóttvarnalæknis frá 23. apríl sl. falla niður,” segir í bréfinu sem fréttastofa hefur undir höndum. Ómar segir málið athyglisvert fyrir margar sakir. „Það sem er líka áhugavert er að Landsréttur telur að játa beri sóttvarnayfirvöldum talsvert svigrúm til þess að framkvæma þessar reglur sem að þau eru með og að ekki hafi verið þannig brot á málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga í þessum málum, að það kalli á ógildingu ákvarðana þeirra. Þannig ég held að þetta séu fínar leiðbeiningar fyrir fólk sem fer í sóttkví og eins fyrir sóttvarnayfirvöld,“ útskýrir Ómar.
Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira