Ætla að gefa 60 milljónir skammta af bóluefni AstraZeneca Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2021 21:27 Joe Biden Bandaríkjaforseti. getty/Chip Somodevilla Bandarísk stjórnvöld hyggjast deila 60 milljón skömmtum af bóluefni AstraZeneca með öðrum ríkjum á næstu mánuðum. Bóluefninu verður dreift til annarra landa um leið og nægar byrgðir eru til af því að sögn Hvíta hússins. Bóluefni AstraZeneca hefur þegar verið gefið víða um heim en enn hefur lyfjaeftirlit Bandaríkjanna ekki veitt efninu markaðsleyfi. Þrátt fyrir það hefur ríkið verið að safna birgðum af bóluefninu. Bandaríkin, sem hafa tryggt sér mun fleiri skammta af bóluefnum gegn Covid-19 en þau þurfa sjálf, hafa verið beitt miklum þrýstingi til að deila bóluefnaskömmtunum sem þau hafa tryggt sér. Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því í síðasta mánuði að gefa Mexíkó og Kanada alls fjórar milljónir skammta af AstraZeneca bóluefninu. Bæði ríkin hafa þegar veitt bóluefninu markaðsleyfi. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu frá því í dag segir að um leið og bóluefni AstraZeneca verði veitt markaðsleyfi muni tíu milljónir bóluefnaskammta fara í dreifingu í Bandaríkjunum. Þá eiga Bandaríkin von á fimmtíu milljónum skammta til viðbótar. Jan Psaki, talskona Hvíta hússins, sagði á blaðamannafundi í dag að starfsmenn lyfjaeftirlits Bandaríkjanna muni gera öryggisprófanir á bóluefninu áður en það verði sent til annarra ríkja. Þá tilkynntu bandarísk yfirvöld á dögunum að þau hyggist gefa indverskum bóluefnaframleiðendum hráefni í framleiðslu bóluefnis en ástandið á Indlandi er um þessar mundir grafalvarlegt. Sjúkrahús hafa ekki í við fjölda sjúklinga og súrefni er af skornum skammti. Biden lofaði einnig í símtali í dag við forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, að Bandaríkin myndu bregðast við neyðinni á Indlandi. Hyggst hann senda „súrefnistengdar vörur, hráefni í bóluefni og önnur aðföng“ til Indlands. Bandaríkin Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Koma Indverjum til aðstoðar Fjöldi ríkja kemur nú Indverjum til aðstoðar en kórónuveirufaraldurinn er í hæstu hæðum í þessu næstfjölmennasta landi heims. 26. apríl 2021 20:01 350.000 greindust með Covid-19 á Indlandi í gær og 2.500 létust Bretar, Bandaríkjamenn og Evrópusambandið undirbúa nú aðstoð til handa Indverjum en kórónuveirufaraldurinn er nú á háalvarlegu stigi í landinu. Tæplega þrjúhundruð og fimmtíuþúsund manns greindust smituð þar í gær og um 2.500 létust. 26. apríl 2021 07:30 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Bóluefni AstraZeneca hefur þegar verið gefið víða um heim en enn hefur lyfjaeftirlit Bandaríkjanna ekki veitt efninu markaðsleyfi. Þrátt fyrir það hefur ríkið verið að safna birgðum af bóluefninu. Bandaríkin, sem hafa tryggt sér mun fleiri skammta af bóluefnum gegn Covid-19 en þau þurfa sjálf, hafa verið beitt miklum þrýstingi til að deila bóluefnaskömmtunum sem þau hafa tryggt sér. Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því í síðasta mánuði að gefa Mexíkó og Kanada alls fjórar milljónir skammta af AstraZeneca bóluefninu. Bæði ríkin hafa þegar veitt bóluefninu markaðsleyfi. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu frá því í dag segir að um leið og bóluefni AstraZeneca verði veitt markaðsleyfi muni tíu milljónir bóluefnaskammta fara í dreifingu í Bandaríkjunum. Þá eiga Bandaríkin von á fimmtíu milljónum skammta til viðbótar. Jan Psaki, talskona Hvíta hússins, sagði á blaðamannafundi í dag að starfsmenn lyfjaeftirlits Bandaríkjanna muni gera öryggisprófanir á bóluefninu áður en það verði sent til annarra ríkja. Þá tilkynntu bandarísk yfirvöld á dögunum að þau hyggist gefa indverskum bóluefnaframleiðendum hráefni í framleiðslu bóluefnis en ástandið á Indlandi er um þessar mundir grafalvarlegt. Sjúkrahús hafa ekki í við fjölda sjúklinga og súrefni er af skornum skammti. Biden lofaði einnig í símtali í dag við forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, að Bandaríkin myndu bregðast við neyðinni á Indlandi. Hyggst hann senda „súrefnistengdar vörur, hráefni í bóluefni og önnur aðföng“ til Indlands.
Bandaríkin Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Koma Indverjum til aðstoðar Fjöldi ríkja kemur nú Indverjum til aðstoðar en kórónuveirufaraldurinn er í hæstu hæðum í þessu næstfjölmennasta landi heims. 26. apríl 2021 20:01 350.000 greindust með Covid-19 á Indlandi í gær og 2.500 létust Bretar, Bandaríkjamenn og Evrópusambandið undirbúa nú aðstoð til handa Indverjum en kórónuveirufaraldurinn er nú á háalvarlegu stigi í landinu. Tæplega þrjúhundruð og fimmtíuþúsund manns greindust smituð þar í gær og um 2.500 létust. 26. apríl 2021 07:30 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Koma Indverjum til aðstoðar Fjöldi ríkja kemur nú Indverjum til aðstoðar en kórónuveirufaraldurinn er í hæstu hæðum í þessu næstfjölmennasta landi heims. 26. apríl 2021 20:01
350.000 greindust með Covid-19 á Indlandi í gær og 2.500 létust Bretar, Bandaríkjamenn og Evrópusambandið undirbúa nú aðstoð til handa Indverjum en kórónuveirufaraldurinn er nú á háalvarlegu stigi í landinu. Tæplega þrjúhundruð og fimmtíuþúsund manns greindust smituð þar í gær og um 2.500 létust. 26. apríl 2021 07:30