Sif spilaði fyrsta leikinn í eitt og hálft ár: „Er á undan áætlun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2021 09:01 Sif Atladóttir hefur leikið 82 landsleiki. vísir/bára Sif Atladóttir lék sinn fyrsta leik síðan í október 2019 þegar hún kom inn á sem varamaður undir lokin í 2-1 sigri Kristianstad á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Sif missti af öllu síðasta tímabili en hún eignaðist sitt annað barn í september í fyrra. „Þetta var bara geggjað. Ég bjóst ekkert endilega við að vera hent inn á en ég er töluvert á undan áætlun miðað við það sem ég hugsaði sjálf. Þetta var bara mikið gleðiefni og gaman að losa um mesta stressið,“ sagði Sif í samtali við Vísi. Hún bjóst alls ekki við að vera komin aftur á fulla ferð jafn snemma og raun bar vitni. Sif er þó með báða fætur á jörðinni og býst ekki við að berjast um sæti í byrjunarliði Kristianstad fyrr en seinni hluta tímabilsins. „Eftir fyrri meðgöngu tók það mig alveg heilt ár að fá snerpuna og allt til baka. En það var líka annar tími á árinu. Ég byrjaði að spila fjórum mánuðum eftir barnsburð en var alls ekki tilbúin í það. Ég hef fengið lengri undirbúning núna og getað byggt mig betur upp. Ég hugsaði að fyrsta markmiðið væri að vera komin á bekkinn fyrir fyrsta leik en það var frekar fjarlægur draumur. En það er að ganga upp,“ sagði Sif. „Ég hugsaði að fyrri hluta tímabils gæti ég verið sterk að koma inn af bekknum. Allt annað var bónus. Svo stefndi ég að því að berjast um sæti í liðinu eftir sumarfrí. En ég er aðeins á undan áætlun og það verður spennandi að sjá hvernig ég bregst við á næstu vikum. Planið er samt það sama. Pressan sem ég set á sjálfa mig er ekki að berjast um byrjunarliðssæti fyrr en í haust. En það gæti komið fyrr miðað við hvernig mér líður.“ Aðrar aðstæður en síðast Sif segist hafa verið fljótari að ná sér núna en eftir fyrri meðgönguna. Hún eignaðist fyrra barn sitt 2015. „Líklega en það hefur eitthvað með það að gera að í fyrri fæðingunni sat hún föst í fjörutíu tíma og endaði með bráðakeisaraskurði. Ég var svolítið lengi að jafna mig eftir það. En núna var þetta fyrirfram ákveðinn keisari,“ sagði Sif. „Svo náði ég að byggja mig betur upp frá byrjun en síðast. Þá var ég á miðju tímabili, hópurinn hjá okkur var þunnur og ég þurfti að vera komin til baka, líka fjárhagslega. Fæðingarorlofið mitt var að renna út á þeim tíma sem ég byrjaði aftur í september. Aðstæðurnar eru aðrar en ég held ég sé á betri stað en síðast,“ sagði Sif. Erfiðara að komast í liðið Lið Kristianstad er líka talsvert sterkara en síðast þegar Sif sneri aftur eftir barneignarleyfi. „Félagið er á miklu betri stað en þá. Að sama skapi er kannski erfiðara fyrir mig að koma mér til baka því hópurinn er sterkari og fleiri leikmenn að berjast um stöður. Það er meira krefjandi fyrir mig en gaman að gera veitt ungu leikmönnunum smá samkeppni. Mér fylgir reynsla sem er erfitt að kaupa sér,“ sagði Sif. Munu ekki fagna 3. sætinu Í fyrra náði Kristianstad besta árangri í sögu félagsins þegar það endaði í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Með því tryggði Kristianstad sér sæti í Meistaradeild Evrópu í fyrsta skipti. Stefnan er sett á að gera betur í ár. „Kristianstad mun ekki fagna 3. sætinu aftur eins og við gerðum í fyrra. Við stefnum auðvitað um að komast ofar í töfluna,“ sagði Sif. En þýðir það ekki að Kristianstad ætli að berjast um sænska meistaratitilinn? „Það er ekki langt eftir en við vitum hvað við eigum inni frá því í fyrra og stefnum á að gera betur. Aðalmálið er að einbeita okkur að okkar leik. Ég veit hvað býr í þessu liði og við stefnum hærra,“ svaraði Sif. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Sjá meira
Sif missti af öllu síðasta tímabili en hún eignaðist sitt annað barn í september í fyrra. „Þetta var bara geggjað. Ég bjóst ekkert endilega við að vera hent inn á en ég er töluvert á undan áætlun miðað við það sem ég hugsaði sjálf. Þetta var bara mikið gleðiefni og gaman að losa um mesta stressið,“ sagði Sif í samtali við Vísi. Hún bjóst alls ekki við að vera komin aftur á fulla ferð jafn snemma og raun bar vitni. Sif er þó með báða fætur á jörðinni og býst ekki við að berjast um sæti í byrjunarliði Kristianstad fyrr en seinni hluta tímabilsins. „Eftir fyrri meðgöngu tók það mig alveg heilt ár að fá snerpuna og allt til baka. En það var líka annar tími á árinu. Ég byrjaði að spila fjórum mánuðum eftir barnsburð en var alls ekki tilbúin í það. Ég hef fengið lengri undirbúning núna og getað byggt mig betur upp. Ég hugsaði að fyrsta markmiðið væri að vera komin á bekkinn fyrir fyrsta leik en það var frekar fjarlægur draumur. En það er að ganga upp,“ sagði Sif. „Ég hugsaði að fyrri hluta tímabils gæti ég verið sterk að koma inn af bekknum. Allt annað var bónus. Svo stefndi ég að því að berjast um sæti í liðinu eftir sumarfrí. En ég er aðeins á undan áætlun og það verður spennandi að sjá hvernig ég bregst við á næstu vikum. Planið er samt það sama. Pressan sem ég set á sjálfa mig er ekki að berjast um byrjunarliðssæti fyrr en í haust. En það gæti komið fyrr miðað við hvernig mér líður.“ Aðrar aðstæður en síðast Sif segist hafa verið fljótari að ná sér núna en eftir fyrri meðgönguna. Hún eignaðist fyrra barn sitt 2015. „Líklega en það hefur eitthvað með það að gera að í fyrri fæðingunni sat hún föst í fjörutíu tíma og endaði með bráðakeisaraskurði. Ég var svolítið lengi að jafna mig eftir það. En núna var þetta fyrirfram ákveðinn keisari,“ sagði Sif. „Svo náði ég að byggja mig betur upp frá byrjun en síðast. Þá var ég á miðju tímabili, hópurinn hjá okkur var þunnur og ég þurfti að vera komin til baka, líka fjárhagslega. Fæðingarorlofið mitt var að renna út á þeim tíma sem ég byrjaði aftur í september. Aðstæðurnar eru aðrar en ég held ég sé á betri stað en síðast,“ sagði Sif. Erfiðara að komast í liðið Lið Kristianstad er líka talsvert sterkara en síðast þegar Sif sneri aftur eftir barneignarleyfi. „Félagið er á miklu betri stað en þá. Að sama skapi er kannski erfiðara fyrir mig að koma mér til baka því hópurinn er sterkari og fleiri leikmenn að berjast um stöður. Það er meira krefjandi fyrir mig en gaman að gera veitt ungu leikmönnunum smá samkeppni. Mér fylgir reynsla sem er erfitt að kaupa sér,“ sagði Sif. Munu ekki fagna 3. sætinu Í fyrra náði Kristianstad besta árangri í sögu félagsins þegar það endaði í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Með því tryggði Kristianstad sér sæti í Meistaradeild Evrópu í fyrsta skipti. Stefnan er sett á að gera betur í ár. „Kristianstad mun ekki fagna 3. sætinu aftur eins og við gerðum í fyrra. Við stefnum auðvitað um að komast ofar í töfluna,“ sagði Sif. En þýðir það ekki að Kristianstad ætli að berjast um sænska meistaratitilinn? „Það er ekki langt eftir en við vitum hvað við eigum inni frá því í fyrra og stefnum á að gera betur. Aðalmálið er að einbeita okkur að okkar leik. Ég veit hvað býr í þessu liði og við stefnum hærra,“ svaraði Sif.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn