Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Höttur 92-94 | Gestirnir héldu sér á lífi Atli Arason skrifar 26. apríl 2021 20:54 Höttur nældi sér í afar mikilvæg 2 stig í kvöld Njarðvík byrjaði leikinn betur í kvöld. Heimamenn komust strax í 5 stiga forystu í upphafi leiksins. Leikhlutinn sveiflaðist svo þess á milli liðin voru jöfn eða að heimamenn leiddu. Vörn Njarðvíkur náði að halda Mallory rólegum í fyrsta leikhlutanum og sóknarlega var Kyle Johnson var öflugur fyrir heimamenn en leikhlutanum lauk að lokum með 5 stiga sigri heimamanna, 23-18. Það var allt annað Hattar lið sem mætti á góflið í öðrum leikhluta. Hægt og rólega tókst þeim að saxa á forskot Njarðvíkur og heimamenn réðu þá ekkert við Michael Mallory sem jafnar leikinn í 27-27 þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum. Höttur lét ekki staðar numið þar og Bryan Alberts snögg hitnaði og sett niður nokkrar mikilvægar körfur og fór svo að lokum að Höttur vann annan leikhluta, 10-20, með Mallory og Alberts fremsta í flokki, þar sem Mallory var með 12 stig, Alberts var með 7 og Sigurður Gunnar með 1. Liðin gengu því til búningsherbergja í stöðunni 33-38, gestunum í vil. Þriðji leikhluti var fremur jafn framan af. Bæði lið skiptust á því að skora en um miðjan leikhlutan tóku gestirnir yfir og bættu jafnt og þétt í forystu sína. Mest var hún 16 stig í stöðunni 41-57. Heimamenn löguðu stöðuna aðeins undir lokin og eftir þrist frá Mario var munurinn í lok leikhlutans 12 stig, 49-61. Njarðvík kom inn í fjórða leikhluta miklum krafti. Heimamenn löguðu varnarleikinn og skoruðu nánast af vild. Þegar 1 mínúta var eftir af leiknum setti Maciek niður þriggja stiga tilraun úr horninu og staðan orðinn jöfn 72-72. Við tóku æsispennandi lokamínútur. Sigurður Gunnar klikkaði á skoti sínu í næstu sókn gestanna og allt í einu stóðu Njarðvíkingar með pálman í höndunum þegar 38 sekúndur voru eftir. Rodney Glasgow tekur þá boltann upp völlinn fyrir Njarðvíkinga en tímaskynið hans hefur klikkað þar sem að Glasgow dripplar og dripplar boltanum þangað til að skotklukkan rennur út, án þess að reyna að skjóta á körfuna. Höttur fær boltann og geysist í sókn sem endar á því að Michael Mallory setur tvö stig á töfluna. Njarðvík á boltann þegar 2,7 sekúndur eru eftir og þeir setja upp kerfi fyrir Loga Gunnarsson sem fer í þriggja stiga tilraun en hún klikkar og Höttur fer því með stigin tvö heim til Egilsstaða. Lokastaðan, 72-74. Af hverju vann Höttur? Höttur spilaði flottan varnarleik lengst af. Frammistaða gestanna í öðrum og þriðja leikhluta var frábær og hún fór langt með að skila þeim þessum sigri. Þar að auki er Höttur með leikmann sem heitir Michael Mallory sem var gjörsamlega frábær í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Michael Mallory var án vafa maður leiksins. Hann átti sigurkörfuna ásamt því að gera 26 stig og gefa 5 stoðsendingar. Bryan Alberts sýndi einnig flottar rispur á köflum en hann skoraði alls 17 stig úr 10 skotum. Sigurður Gunnar var illviðráðanlegur undir körfunni en hann reif til sín alls 16 fráköst í leiknum í baráttu gegn ekki minni mönnum en Antonio Hester og Mario Matasovic. Í liði heimamanna stóðu Kyle Johnson og Mario Matasovic upp úr. Kyle með 16 stig og 12 fráköst á meðan Mario var með 14 og 6 fráköst. Hvað gerist næst? Njarðvík á næst erfiðan útileik fyrir höndum gegn liði Stjörnunnar á meðan Höttur fer í heimsókn til Þórs á Akureyri. Sigurður Gunnar: „Ég hef séð Loga setja þetta skot ansi oft“ Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Hattarvísir/vilhelm Sigurði Gunnari Þorsteinssyni var ansi létt þegar hann kom í viðtal í leikslok eftir æsispennandi lokamínútu í leik Njarðvíkur og Hattar í kvöld. Logi Gunnarsson fékk tækifæri til að vinna leikinn fyrir Njarðvík þegar 2,7 sekúndur voru eftir en þriggja stiga tilraun hans fór ekki niður. „Ég er bara rosalega feginn. Ég hef séð Loga setja þetta skot ansi oft og hann fékk það galopið. Ég er bara svolítið feginn að hann klikkaði,“ sagði Sigurður en han vildi meina að öflugur varnarleikur Hattar væri það sem skóp þennan sigur hjá þeim í kvöld. „Við höldum þeim í 72 stigum á heimavelli þannig að vörninn skilaði sigrinum.“ Hefði Njarðvík unnið þennan leik þá væri staða Hattar á botninum ansi svört. Þess í stað er Höttur komið í 11. sæti deildarinnar, einungis tveimur stigum á eftir Njarðvík ásamt því að eiga betri innbyrðis viðureignir gegn Njarðvík á tímabilinu. Sigurður er alls ekki á þeim buxunum að vera að velta sér eitthvað upp úr stöðunni eins og hún er núna. „Við getum ekki verið að spá eitthvað í töflunni. Við vorum bara að hugsa um þennan leik og að vinna hann. Núna förum við inn í klefa, þvoum okkur og hugsum um næsta leik. Það er bara svona úrslitakeppnis eða bikarkeppnis hugarástand hjá okkur. Við getum ekki verið að spá í því að horfa á einhverja töflu, við verðum bara að vinna leiki.“ Sigurður hefur spilað samfellt í efstu deild á Íslandi u.þ.b. 15 ár og hann hefur engan áhuga á því að falla úr deildinni núna. „Ég held að ég hafi fallið með KFÍ þegar ég var 16 eða 17 ára en ég ætla alls ekki að gera það aftur. Ég ætla bara að vinna næsta leik,“ bætti Sigurður við, harð ákveðinn. Næsti leikur Hattar er gegn Þór á Akureyri þar sem Höttur verður að sækja stig. „Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við erum að gera vel. Ef við spilum góða vörn þá koma sigranir,“ sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson að lokum Logi: Stundum setur maður hann og stundum ekki Logi Gunnarsson.Vísir/Daníel Logi Gunnarsson var mjög svekktur er hann mætti til viðtals eftir þetta nauma tap gegn Hetti. „Það er afar svekkjandi að ná ekki að vinna leikinn á síðasta skotinu. Ég missti boltann aðeins þegar ég stakk honum í gólfið, hann rann þá aðeins úr höndunum á mér. Ég hefði viljað geta klárað þetta en svona er þetta, stundum setur maður hann og stundum ekki,“ sagði Logi. Njarðvíkingar voru sjálfum sér verstir í raun, því þeir fengu tækifæri til að klára leikinn mun fyrr í kvöld. Logi var spurður af því hvað klikkaði hjá Njarðvík. „við náum að komast til baka á miklum krafti en við náum ekki að klára leikinn í næst síðustu sókninni þegar skotklukkan rennur út. Það voru mistök fannst mér, maður á ekki að láta það gerast. Í þriðja leikhluta þá frusum við of mikið og þeir ná að komast einhverjum 16 stigum yfir og þar liggur leikurinn kannski,“ svaraði Logi. Rodney Glasgow gerðist sekur um afar slæm mistök í þessari næst síðustu sókn þegar hann dripplar boltanum út alla skotklukkuna. „Við vorum ekki með neitt leikhlé þannig við fórum bara af stað og ætluðum að fá góða sókn. Glasgow ætlaði greinilega að fara einn á einn á manninn en hann fór of seint af stað. Það voru mistök en við verðum bara að halda áfram.“ Logi telur að ekkert annað sé í stöðunni en að horfa fram á við og minnir á að deildin er langt frá því að vera búin. „Við verðum bara að halda áfram að vinna. Við verðum að byggja á þessum sigri á móti Grindavík og reyna að vinna næsta leik. Það eru fjórir leikir eftir og við verðum bara að vinna þá. Þetta er alls ekki búið, það eru átta stig eftir í pottinum og ef við vinnum þessa fjóra leiki þá er ýmislegt sem getur gerst.“ Næsti leikur Njarðvíkur er ekki auðveldur en þá heimsækja þeir Stjörnuna í Garðabæ. „Stjarnan er eitt af bestu liðunum, við verðum bara að kortleggja þá. Það er stutt á milli en við verðum að vinna í því fram á föstudag,“ sagði Logi Gunnarsson að lokum. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Höttur
Njarðvík byrjaði leikinn betur í kvöld. Heimamenn komust strax í 5 stiga forystu í upphafi leiksins. Leikhlutinn sveiflaðist svo þess á milli liðin voru jöfn eða að heimamenn leiddu. Vörn Njarðvíkur náði að halda Mallory rólegum í fyrsta leikhlutanum og sóknarlega var Kyle Johnson var öflugur fyrir heimamenn en leikhlutanum lauk að lokum með 5 stiga sigri heimamanna, 23-18. Það var allt annað Hattar lið sem mætti á góflið í öðrum leikhluta. Hægt og rólega tókst þeim að saxa á forskot Njarðvíkur og heimamenn réðu þá ekkert við Michael Mallory sem jafnar leikinn í 27-27 þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum. Höttur lét ekki staðar numið þar og Bryan Alberts snögg hitnaði og sett niður nokkrar mikilvægar körfur og fór svo að lokum að Höttur vann annan leikhluta, 10-20, með Mallory og Alberts fremsta í flokki, þar sem Mallory var með 12 stig, Alberts var með 7 og Sigurður Gunnar með 1. Liðin gengu því til búningsherbergja í stöðunni 33-38, gestunum í vil. Þriðji leikhluti var fremur jafn framan af. Bæði lið skiptust á því að skora en um miðjan leikhlutan tóku gestirnir yfir og bættu jafnt og þétt í forystu sína. Mest var hún 16 stig í stöðunni 41-57. Heimamenn löguðu stöðuna aðeins undir lokin og eftir þrist frá Mario var munurinn í lok leikhlutans 12 stig, 49-61. Njarðvík kom inn í fjórða leikhluta miklum krafti. Heimamenn löguðu varnarleikinn og skoruðu nánast af vild. Þegar 1 mínúta var eftir af leiknum setti Maciek niður þriggja stiga tilraun úr horninu og staðan orðinn jöfn 72-72. Við tóku æsispennandi lokamínútur. Sigurður Gunnar klikkaði á skoti sínu í næstu sókn gestanna og allt í einu stóðu Njarðvíkingar með pálman í höndunum þegar 38 sekúndur voru eftir. Rodney Glasgow tekur þá boltann upp völlinn fyrir Njarðvíkinga en tímaskynið hans hefur klikkað þar sem að Glasgow dripplar og dripplar boltanum þangað til að skotklukkan rennur út, án þess að reyna að skjóta á körfuna. Höttur fær boltann og geysist í sókn sem endar á því að Michael Mallory setur tvö stig á töfluna. Njarðvík á boltann þegar 2,7 sekúndur eru eftir og þeir setja upp kerfi fyrir Loga Gunnarsson sem fer í þriggja stiga tilraun en hún klikkar og Höttur fer því með stigin tvö heim til Egilsstaða. Lokastaðan, 72-74. Af hverju vann Höttur? Höttur spilaði flottan varnarleik lengst af. Frammistaða gestanna í öðrum og þriðja leikhluta var frábær og hún fór langt með að skila þeim þessum sigri. Þar að auki er Höttur með leikmann sem heitir Michael Mallory sem var gjörsamlega frábær í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Michael Mallory var án vafa maður leiksins. Hann átti sigurkörfuna ásamt því að gera 26 stig og gefa 5 stoðsendingar. Bryan Alberts sýndi einnig flottar rispur á köflum en hann skoraði alls 17 stig úr 10 skotum. Sigurður Gunnar var illviðráðanlegur undir körfunni en hann reif til sín alls 16 fráköst í leiknum í baráttu gegn ekki minni mönnum en Antonio Hester og Mario Matasovic. Í liði heimamanna stóðu Kyle Johnson og Mario Matasovic upp úr. Kyle með 16 stig og 12 fráköst á meðan Mario var með 14 og 6 fráköst. Hvað gerist næst? Njarðvík á næst erfiðan útileik fyrir höndum gegn liði Stjörnunnar á meðan Höttur fer í heimsókn til Þórs á Akureyri. Sigurður Gunnar: „Ég hef séð Loga setja þetta skot ansi oft“ Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Hattarvísir/vilhelm Sigurði Gunnari Þorsteinssyni var ansi létt þegar hann kom í viðtal í leikslok eftir æsispennandi lokamínútu í leik Njarðvíkur og Hattar í kvöld. Logi Gunnarsson fékk tækifæri til að vinna leikinn fyrir Njarðvík þegar 2,7 sekúndur voru eftir en þriggja stiga tilraun hans fór ekki niður. „Ég er bara rosalega feginn. Ég hef séð Loga setja þetta skot ansi oft og hann fékk það galopið. Ég er bara svolítið feginn að hann klikkaði,“ sagði Sigurður en han vildi meina að öflugur varnarleikur Hattar væri það sem skóp þennan sigur hjá þeim í kvöld. „Við höldum þeim í 72 stigum á heimavelli þannig að vörninn skilaði sigrinum.“ Hefði Njarðvík unnið þennan leik þá væri staða Hattar á botninum ansi svört. Þess í stað er Höttur komið í 11. sæti deildarinnar, einungis tveimur stigum á eftir Njarðvík ásamt því að eiga betri innbyrðis viðureignir gegn Njarðvík á tímabilinu. Sigurður er alls ekki á þeim buxunum að vera að velta sér eitthvað upp úr stöðunni eins og hún er núna. „Við getum ekki verið að spá eitthvað í töflunni. Við vorum bara að hugsa um þennan leik og að vinna hann. Núna förum við inn í klefa, þvoum okkur og hugsum um næsta leik. Það er bara svona úrslitakeppnis eða bikarkeppnis hugarástand hjá okkur. Við getum ekki verið að spá í því að horfa á einhverja töflu, við verðum bara að vinna leiki.“ Sigurður hefur spilað samfellt í efstu deild á Íslandi u.þ.b. 15 ár og hann hefur engan áhuga á því að falla úr deildinni núna. „Ég held að ég hafi fallið með KFÍ þegar ég var 16 eða 17 ára en ég ætla alls ekki að gera það aftur. Ég ætla bara að vinna næsta leik,“ bætti Sigurður við, harð ákveðinn. Næsti leikur Hattar er gegn Þór á Akureyri þar sem Höttur verður að sækja stig. „Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við erum að gera vel. Ef við spilum góða vörn þá koma sigranir,“ sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson að lokum Logi: Stundum setur maður hann og stundum ekki Logi Gunnarsson.Vísir/Daníel Logi Gunnarsson var mjög svekktur er hann mætti til viðtals eftir þetta nauma tap gegn Hetti. „Það er afar svekkjandi að ná ekki að vinna leikinn á síðasta skotinu. Ég missti boltann aðeins þegar ég stakk honum í gólfið, hann rann þá aðeins úr höndunum á mér. Ég hefði viljað geta klárað þetta en svona er þetta, stundum setur maður hann og stundum ekki,“ sagði Logi. Njarðvíkingar voru sjálfum sér verstir í raun, því þeir fengu tækifæri til að klára leikinn mun fyrr í kvöld. Logi var spurður af því hvað klikkaði hjá Njarðvík. „við náum að komast til baka á miklum krafti en við náum ekki að klára leikinn í næst síðustu sókninni þegar skotklukkan rennur út. Það voru mistök fannst mér, maður á ekki að láta það gerast. Í þriðja leikhluta þá frusum við of mikið og þeir ná að komast einhverjum 16 stigum yfir og þar liggur leikurinn kannski,“ svaraði Logi. Rodney Glasgow gerðist sekur um afar slæm mistök í þessari næst síðustu sókn þegar hann dripplar boltanum út alla skotklukkuna. „Við vorum ekki með neitt leikhlé þannig við fórum bara af stað og ætluðum að fá góða sókn. Glasgow ætlaði greinilega að fara einn á einn á manninn en hann fór of seint af stað. Það voru mistök en við verðum bara að halda áfram.“ Logi telur að ekkert annað sé í stöðunni en að horfa fram á við og minnir á að deildin er langt frá því að vera búin. „Við verðum bara að halda áfram að vinna. Við verðum að byggja á þessum sigri á móti Grindavík og reyna að vinna næsta leik. Það eru fjórir leikir eftir og við verðum bara að vinna þá. Þetta er alls ekki búið, það eru átta stig eftir í pottinum og ef við vinnum þessa fjóra leiki þá er ýmislegt sem getur gerst.“ Næsti leikur Njarðvíkur er ekki auðveldur en þá heimsækja þeir Stjörnuna í Garðabæ. „Stjarnan er eitt af bestu liðunum, við verðum bara að kortleggja þá. Það er stutt á milli en við verðum að vinna í því fram á föstudag,“ sagði Logi Gunnarsson að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum