Stoltir Húsvíkingar sáu á eftir Óskarsverðlaunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2021 02:39 Rachel McAdams í hlutverki íslensku söngkonunnar Sigrit Ericksdottir. Í bakgrunni má sjá hinn helming húsvíska tvíeykisins Fire Saga, Lars Ericksong. Hann er leikinn af Will Ferrell. John Wilson/Netflix Húsvíkingar geta gengið sáttir frá borði þótt lagið Husavik úr Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hafi ekki unnið verðlaun fyrir besta lagið á Óskarsverðlaunahátíðinni í kvöld. Lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah hlaut verðlaunin. Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík birtust fyrir augum líklega milljóna sjónvarpsáhorfenda um allan heim og sungu Husavik með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem spilað var í aðdraganda verðlaunahátíðarinnar. Myndbandið var tekið á dögunum við höfnina í Húsavík þar sem stúlkurnar efnilegu klæddust fallegum lopapeysum og sungu afar fallega. Í myndinni sjálfri var það hins vegar Rachel McAdams sem „söng“ lagið í kvikmyndinni sem skotin var að hluta á Húsavík. Fjölmargir íslenskir leikarar fóru með aukahlutverk í myndinni og bregður fyrir í myndbandinu að neðan. Það var lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah sem stóð uppi sem sigurvegari á Óskarsverðlaunahátíðinni sjálfri. Lögin sem tilnefnd voru í keppninni voru: Fight for you, úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah. Tónlistina sömdu H.E.R. og Dernst Emile II en textana H.E.R. og Tiara Thomas. Hear my voice, úr kvikmyndinni The Trial of the Chicago 7. Daniel Pemberton samdi lagið og nauð aðstoðar Celeste Waite með textasmíð. Husavik úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Savan Kotecha, Fat Max Gsus og Rickard Göransson sömdu lag og texta. Io Sí (SEEN) úr kvikmyndinni The Life Ahead (La Vita Davanti a Se). Diane Warren samdi tónlistina og naut aðstoðar Lauru Pausini með textasmíð. Speak Now úr kvikmyndinni One Night in Miami... Tónlistina sömdu Leslie Odom, Jr. og Sam Ashworth. Fréttin verður uppfærð. Óskarinn Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Tengdar fréttir Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00 Stúlknakór á Húsavík syngur í atriði á Óskarsverðlaunahátíðinni Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok apríl. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story og Fire Saga verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. 17. apríl 2021 09:12 Gríðarleg gleði og stemning á Húsavík í kjölfar Óskarstilnefningar „Við náttúrulega áttuðum okkur ekki á því þá að þetta ætti eftir að spila svona rosalega stóran þátt í okkar uppbyggingu til framtíðar,“ segir Örylgur Hnefill Örygsson hótelstjóri á Húsavík í viðtali við Ísland í dag. 7. apríl 2021 15:24 Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík birtust fyrir augum líklega milljóna sjónvarpsáhorfenda um allan heim og sungu Husavik með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem spilað var í aðdraganda verðlaunahátíðarinnar. Myndbandið var tekið á dögunum við höfnina í Húsavík þar sem stúlkurnar efnilegu klæddust fallegum lopapeysum og sungu afar fallega. Í myndinni sjálfri var það hins vegar Rachel McAdams sem „söng“ lagið í kvikmyndinni sem skotin var að hluta á Húsavík. Fjölmargir íslenskir leikarar fóru með aukahlutverk í myndinni og bregður fyrir í myndbandinu að neðan. Það var lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah sem stóð uppi sem sigurvegari á Óskarsverðlaunahátíðinni sjálfri. Lögin sem tilnefnd voru í keppninni voru: Fight for you, úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah. Tónlistina sömdu H.E.R. og Dernst Emile II en textana H.E.R. og Tiara Thomas. Hear my voice, úr kvikmyndinni The Trial of the Chicago 7. Daniel Pemberton samdi lagið og nauð aðstoðar Celeste Waite með textasmíð. Husavik úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Savan Kotecha, Fat Max Gsus og Rickard Göransson sömdu lag og texta. Io Sí (SEEN) úr kvikmyndinni The Life Ahead (La Vita Davanti a Se). Diane Warren samdi tónlistina og naut aðstoðar Lauru Pausini með textasmíð. Speak Now úr kvikmyndinni One Night in Miami... Tónlistina sömdu Leslie Odom, Jr. og Sam Ashworth. Fréttin verður uppfærð.
Óskarinn Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Tengdar fréttir Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00 Stúlknakór á Húsavík syngur í atriði á Óskarsverðlaunahátíðinni Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok apríl. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story og Fire Saga verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. 17. apríl 2021 09:12 Gríðarleg gleði og stemning á Húsavík í kjölfar Óskarstilnefningar „Við náttúrulega áttuðum okkur ekki á því þá að þetta ætti eftir að spila svona rosalega stóran þátt í okkar uppbyggingu til framtíðar,“ segir Örylgur Hnefill Örygsson hótelstjóri á Húsavík í viðtali við Ísland í dag. 7. apríl 2021 15:24 Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00
Stúlknakór á Húsavík syngur í atriði á Óskarsverðlaunahátíðinni Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok apríl. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story og Fire Saga verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. 17. apríl 2021 09:12
Gríðarleg gleði og stemning á Húsavík í kjölfar Óskarstilnefningar „Við náttúrulega áttuðum okkur ekki á því þá að þetta ætti eftir að spila svona rosalega stóran þátt í okkar uppbyggingu til framtíðar,“ segir Örylgur Hnefill Örygsson hótelstjóri á Húsavík í viðtali við Ísland í dag. 7. apríl 2021 15:24