C-deildarlið Hauka vann 4-0 sigur á E-deildarliði KM en annað Hafnarfjarðarlið, ÍH, vann 3-2 sigur er þeir höfðu betur gegn Vatnaliljunum.
ÍH leikur í 3. deildinni í sumar en Vatnaliljurnar í þeirri fjórðu. ÍH komst upp úr fjórðu deildinni á síðustu leiktíð, eftir að hafa verið í riðli með Vatnaliljunum.
Þriðji og síðasti leikur kvöldsins var svo leikur Ægis, úr þriðju deild, og Uppsveita, úr þeirri fjórðu, en þar höfðu Ægismenn betur 4-0.
Önnur umferðin, 64-liða úrslitin, hefjast strax á föstudaginn en leikina má sjá með því að smella hér.