Íslandsmótið í skák: Fórnarlamb með hvítlauksmaríneringu, grillað á teini Björn Þorfinsson skrifar 25. apríl 2021 12:16 Teflt á Íslandsmótinu í skák. Skáksamband Íslands Eitt af því sem að hefur alltaf heillað mig við skákina er arfleifðin sem maður skilur eftir sig. Flestar skákir á alvöru mótum, eins og Íslandsmótinu í skák, eru slegnar inn í gagnagrunna og þar varðveitast þær um ókomna tíð. Skákmenn geta því hvenær sem er rifjað upp sína bestu tilþrif. Annaðhvort í ró og næði heima hjá sér eða til að brjóta ísinn á fyrsta Tinder-stefnumóti. Hið stóra alþjóðlega skáksamfélag er afar vakandi fyrir flottum skákum, einstökum þrumuleikjum eða jafnvel bara nýjum hugmyndum. Þannig er alltaf möguleiki á því í byrjun hverrar skákir að maður framkalli eitthvað meistaraverk sem mun ferðast um heiminn og birtast á vefsíðum, blöðum og jafnvel bókum og verða þannig ódauðleg. Sú tilhugsun kitlar hégómagirndina. Að sama skapi eru dökkar hliðar á þessum kúltúr. Allir þrá að búa til meistaraverk en það er allt eins líklegt að andstæðingurinn sýni sínar bestu hliðar og maður endi sem fórnarlamb með hvítlauksmaríneringu, grillað á teini. Það eru slæm örlög. Því færri leikir sem skákir milli sterkra andstæðinga eru (og annar hvor ber sigur úr býtum) því líklegra eru þær til að vekja athygli. Skákir undir tuttugu leikjum eru sjaldgæfar, skákir undir fimmtán leikjum þekkjast varla og tólf leikja tapskákir eru í raun fáheyrðar og yrðu óhjákvæmilegar frægar á einni nóttu. Skáksamband Íslands Sú niðurlæging er nákvæmlega það sem blasti við mér í þriðju umferð Íslandsmótsins í skák í gær. Ég misreiknaði mig skelfilega og í nokkrar mínútur engdist ég um af sálarkvölum yfir skammarlegu tapinu sem blasti við. Með einum leik gat andstæðingur minn, Hjörvar Steinn Grétarsson – stigahæsti stórmeistari mótsins, knúið mig til uppgjafar. En ég slapp…… og tapaði svo skákinni reyndar samt eftir harða baráttu en ég endaði að minnsta kosti ekki á teini. Það eru þó talsverðar líkur á því að skákin verði fræg á þeim forsendum að stórmeistari hafi misst af svo einföldum sigurleik. Skömminni verði snúið upp á Hjörvar blessaðan og ég er bara ekki betur gerður einstaklingur en það að mér líður aðeins betur yfir því! Hér er hægt að renna yfir skákina. Staðan er því sú að ég er aðeins með 1 vinning eftir fyrstu þrjár umferðirnar og betur má ef duga skal. Ég hef teflt við tvo bestu keppendurna í síðustu tveimur umferðunum og í dag bíður mín sjálfur Jóhann Hjartarson sem er einn efstur í mótinu með fullt hús vinninga. Í raun og veru ætti maður bara að leggjast strax í hvítlauksmaríneringuna. Það er þó lítil skömm af því að tapa fyrir Hjörvari Steini. Hann hefur allt að því ógnvekjandi hæfileika fyrir skáklistinni og er vinnusamur í þokkabót. Hann vakti eftirtekt strax á unga aldri fyrir hraðar framfarir en ekki síður eldkysst rautt hárið sem gerði hann að einskonar mannlegu endurskinsmerki sem ómögulegt var að leiða hjá sér. Skáksamband Íslands Í raun og veru var strax ljóst að Hjörvar Steinn yrði einn af bestu skákmönnum landsins. Eina spurningin var hversu langt hann færi og í því ljósi hafði ég bara áhyggjur af því að drengurinn lifði fyrir að fylgjast með Manchester United. Það benti til einhverra takmarkana. Þær takmarkanir hafa þó á engan hátt hamlað honum og með réttu ætti Hjörvar Steinn að fljúga fljótlega yfir 2600 skákstigin, sem yrði mikið afrek. Það sem gerir Hjörvar Stein líka eftirtektarverðan er náðargáfan sem hann fékk í vöggugjöf - athyglisbrestur. Sjálfum þykir mér vænt um það enda fékk ég sjálfur þá gjöf þó að ég sé meira víti til varnaðar samanborið við stórmeistarann unga. Þó að skákmaður með athyglisbrest hljómi eins og handalaus spjótkastari þá er það engan veginn svo. Skák snýst um hugmyndir og ef það er eitthvað sem fólk með athyglisbrest er með ofgnótt af þá eru það hugmyndir. Þær þjóta því um hausinn á Hjörvari Steini og vinnsluminnið er svo hratt að hann getur síað út þær bestu á ógnarhraða. Helsti gallinn er hvatvísi við ákvarðanatöku á skákborðinu sem reyndist Hjörvari erfið á fyrstu árum sínum en hann hefur náð aðdáunarverðum tökum á. Staðan á mótinu: Skáksamband Íslands Eins og áður segir er Jóhann Hjartarson á fleygiferð með fullt hús vinninga en Bragi bróðir veitir honum eftirför. Mér sýnist ég vera búin að espa upp keppnisskapið í brósa sem að veldur mér smá áhyggum. Ef ég tapa fyrir honum í okkar innbyrðisskák þá mun ég leggjast í hýði til næsta vors. Árangur Vignis Vatnars er sérstaklega eftirtektarverður. Hann lagði Helga Áss Grétarsson að velli í góðri skák í gær og virðist til alls líklegur. Viðureignir 4. Umferðar: Jóhann Hjartarson – Björn Þorfinnsson Vignir Vatnar – Sigurbjörn Björnsson Guðmundur Kjartansson – Hjörvar Steinn Grétarsson Bragi Þorfinnsson – Hannes Hlífar Stefánsson Alexander Mai – Helgi Áss Grétarsson Skák Tengdar fréttir Íslandsmótið í skák: Bölvun g-strengsins varð Birni að falli Ekki þraukaði maður lengi taplaus á Íslandsmótinu í skák því annarri umferð tapaði ég fyrir stórmeistaranum Hannesi Hlífari. Við höfum marga hildi háð í gegnum tíðina sem enda yfirleitt með því að ég brýni öxi, held stuttan fyrirlestur um hvar þykkur háls bjarndýra er veikastur fyrir og leggst svo brosandi á höggstokkinn. 24. apríl 2021 10:59 Íslandsmótið í skák: Mótið hefst með blóðsúthellingum Það var ekki friðsemdinni fyrir að fara í fyrstu umferð Íslandsmótsins í skák í Kópavogi. Þvert á móti enduðu allar skákirnar með blóðsúthellingum sem er afar óvenjulegt í svo jöfnu móti. Staðan er því sú að fimm keppendur eru efstir og jafnir eftir fyrstu umferð en fimm aðrir neðstir. 23. apríl 2021 11:04 Íslandsmótið í skák hefst í dag: Eina markmiðið að verða fyrir ofan litla bróður Íslandsmótið í skák mun loks hefjast í dag, fimmtudaginn 22.apríl. Mótið var á dagskrá í marslok en allar áætlanir fóru í vaskinn þegar hertar sóttvarnaraðgerðir yfirvalda voru kynntar. En núna er lag þó að blikur séu á lofti í baráttunni gegn veirufjandanum. 22. apríl 2021 07:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Skákmenn geta því hvenær sem er rifjað upp sína bestu tilþrif. Annaðhvort í ró og næði heima hjá sér eða til að brjóta ísinn á fyrsta Tinder-stefnumóti. Hið stóra alþjóðlega skáksamfélag er afar vakandi fyrir flottum skákum, einstökum þrumuleikjum eða jafnvel bara nýjum hugmyndum. Þannig er alltaf möguleiki á því í byrjun hverrar skákir að maður framkalli eitthvað meistaraverk sem mun ferðast um heiminn og birtast á vefsíðum, blöðum og jafnvel bókum og verða þannig ódauðleg. Sú tilhugsun kitlar hégómagirndina. Að sama skapi eru dökkar hliðar á þessum kúltúr. Allir þrá að búa til meistaraverk en það er allt eins líklegt að andstæðingurinn sýni sínar bestu hliðar og maður endi sem fórnarlamb með hvítlauksmaríneringu, grillað á teini. Það eru slæm örlög. Því færri leikir sem skákir milli sterkra andstæðinga eru (og annar hvor ber sigur úr býtum) því líklegra eru þær til að vekja athygli. Skákir undir tuttugu leikjum eru sjaldgæfar, skákir undir fimmtán leikjum þekkjast varla og tólf leikja tapskákir eru í raun fáheyrðar og yrðu óhjákvæmilegar frægar á einni nóttu. Skáksamband Íslands Sú niðurlæging er nákvæmlega það sem blasti við mér í þriðju umferð Íslandsmótsins í skák í gær. Ég misreiknaði mig skelfilega og í nokkrar mínútur engdist ég um af sálarkvölum yfir skammarlegu tapinu sem blasti við. Með einum leik gat andstæðingur minn, Hjörvar Steinn Grétarsson – stigahæsti stórmeistari mótsins, knúið mig til uppgjafar. En ég slapp…… og tapaði svo skákinni reyndar samt eftir harða baráttu en ég endaði að minnsta kosti ekki á teini. Það eru þó talsverðar líkur á því að skákin verði fræg á þeim forsendum að stórmeistari hafi misst af svo einföldum sigurleik. Skömminni verði snúið upp á Hjörvar blessaðan og ég er bara ekki betur gerður einstaklingur en það að mér líður aðeins betur yfir því! Hér er hægt að renna yfir skákina. Staðan er því sú að ég er aðeins með 1 vinning eftir fyrstu þrjár umferðirnar og betur má ef duga skal. Ég hef teflt við tvo bestu keppendurna í síðustu tveimur umferðunum og í dag bíður mín sjálfur Jóhann Hjartarson sem er einn efstur í mótinu með fullt hús vinninga. Í raun og veru ætti maður bara að leggjast strax í hvítlauksmaríneringuna. Það er þó lítil skömm af því að tapa fyrir Hjörvari Steini. Hann hefur allt að því ógnvekjandi hæfileika fyrir skáklistinni og er vinnusamur í þokkabót. Hann vakti eftirtekt strax á unga aldri fyrir hraðar framfarir en ekki síður eldkysst rautt hárið sem gerði hann að einskonar mannlegu endurskinsmerki sem ómögulegt var að leiða hjá sér. Skáksamband Íslands Í raun og veru var strax ljóst að Hjörvar Steinn yrði einn af bestu skákmönnum landsins. Eina spurningin var hversu langt hann færi og í því ljósi hafði ég bara áhyggjur af því að drengurinn lifði fyrir að fylgjast með Manchester United. Það benti til einhverra takmarkana. Þær takmarkanir hafa þó á engan hátt hamlað honum og með réttu ætti Hjörvar Steinn að fljúga fljótlega yfir 2600 skákstigin, sem yrði mikið afrek. Það sem gerir Hjörvar Stein líka eftirtektarverðan er náðargáfan sem hann fékk í vöggugjöf - athyglisbrestur. Sjálfum þykir mér vænt um það enda fékk ég sjálfur þá gjöf þó að ég sé meira víti til varnaðar samanborið við stórmeistarann unga. Þó að skákmaður með athyglisbrest hljómi eins og handalaus spjótkastari þá er það engan veginn svo. Skák snýst um hugmyndir og ef það er eitthvað sem fólk með athyglisbrest er með ofgnótt af þá eru það hugmyndir. Þær þjóta því um hausinn á Hjörvari Steini og vinnsluminnið er svo hratt að hann getur síað út þær bestu á ógnarhraða. Helsti gallinn er hvatvísi við ákvarðanatöku á skákborðinu sem reyndist Hjörvari erfið á fyrstu árum sínum en hann hefur náð aðdáunarverðum tökum á. Staðan á mótinu: Skáksamband Íslands Eins og áður segir er Jóhann Hjartarson á fleygiferð með fullt hús vinninga en Bragi bróðir veitir honum eftirför. Mér sýnist ég vera búin að espa upp keppnisskapið í brósa sem að veldur mér smá áhyggum. Ef ég tapa fyrir honum í okkar innbyrðisskák þá mun ég leggjast í hýði til næsta vors. Árangur Vignis Vatnars er sérstaklega eftirtektarverður. Hann lagði Helga Áss Grétarsson að velli í góðri skák í gær og virðist til alls líklegur. Viðureignir 4. Umferðar: Jóhann Hjartarson – Björn Þorfinnsson Vignir Vatnar – Sigurbjörn Björnsson Guðmundur Kjartansson – Hjörvar Steinn Grétarsson Bragi Þorfinnsson – Hannes Hlífar Stefánsson Alexander Mai – Helgi Áss Grétarsson
Skák Tengdar fréttir Íslandsmótið í skák: Bölvun g-strengsins varð Birni að falli Ekki þraukaði maður lengi taplaus á Íslandsmótinu í skák því annarri umferð tapaði ég fyrir stórmeistaranum Hannesi Hlífari. Við höfum marga hildi háð í gegnum tíðina sem enda yfirleitt með því að ég brýni öxi, held stuttan fyrirlestur um hvar þykkur háls bjarndýra er veikastur fyrir og leggst svo brosandi á höggstokkinn. 24. apríl 2021 10:59 Íslandsmótið í skák: Mótið hefst með blóðsúthellingum Það var ekki friðsemdinni fyrir að fara í fyrstu umferð Íslandsmótsins í skák í Kópavogi. Þvert á móti enduðu allar skákirnar með blóðsúthellingum sem er afar óvenjulegt í svo jöfnu móti. Staðan er því sú að fimm keppendur eru efstir og jafnir eftir fyrstu umferð en fimm aðrir neðstir. 23. apríl 2021 11:04 Íslandsmótið í skák hefst í dag: Eina markmiðið að verða fyrir ofan litla bróður Íslandsmótið í skák mun loks hefjast í dag, fimmtudaginn 22.apríl. Mótið var á dagskrá í marslok en allar áætlanir fóru í vaskinn þegar hertar sóttvarnaraðgerðir yfirvalda voru kynntar. En núna er lag þó að blikur séu á lofti í baráttunni gegn veirufjandanum. 22. apríl 2021 07:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Íslandsmótið í skák: Bölvun g-strengsins varð Birni að falli Ekki þraukaði maður lengi taplaus á Íslandsmótinu í skák því annarri umferð tapaði ég fyrir stórmeistaranum Hannesi Hlífari. Við höfum marga hildi háð í gegnum tíðina sem enda yfirleitt með því að ég brýni öxi, held stuttan fyrirlestur um hvar þykkur háls bjarndýra er veikastur fyrir og leggst svo brosandi á höggstokkinn. 24. apríl 2021 10:59
Íslandsmótið í skák: Mótið hefst með blóðsúthellingum Það var ekki friðsemdinni fyrir að fara í fyrstu umferð Íslandsmótsins í skák í Kópavogi. Þvert á móti enduðu allar skákirnar með blóðsúthellingum sem er afar óvenjulegt í svo jöfnu móti. Staðan er því sú að fimm keppendur eru efstir og jafnir eftir fyrstu umferð en fimm aðrir neðstir. 23. apríl 2021 11:04
Íslandsmótið í skák hefst í dag: Eina markmiðið að verða fyrir ofan litla bróður Íslandsmótið í skák mun loks hefjast í dag, fimmtudaginn 22.apríl. Mótið var á dagskrá í marslok en allar áætlanir fóru í vaskinn þegar hertar sóttvarnaraðgerðir yfirvalda voru kynntar. En núna er lag þó að blikur séu á lofti í baráttunni gegn veirufjandanum. 22. apríl 2021 07:00