Flóni og Villi Vill hamast í Siglfirsku Ölpunum Snorri Másson skrifar 24. apríl 2021 20:57 Óvænt tvíeyki: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Friðrik Róbertsson á fjallaskíðum. Instagram Rapparinn Flóni, Friðrik Róbertsson, og stjörnulögfræðingurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hafa notið lífsins í Siglfirsku Ölpunum um helgina, þar sem þeim er skutlað upp á fjall með þyrlu til þess eins að skíða aftur niður. Eftir langan dag á fjallinu náði Vísir tali af Flóna, sem hefur farið sjö ferðir upp á fjall með þyrlunni í dag. „Ég er alveg dauður. Þetta var ógeðslega erfitt en ógeðslega gaman. En þetta er besta ferð ársins, það er enginn vafi,“ segir rapparinn. Sjálfur er Flóni harður skíðamaður og vanur brettamaður en hefur ekki stundað þyrluskíði í neinum mæli. Hann ber íþróttinni þó vel söguna og hrósar sigri yfir því að vera sólbrunninn eftir daginn. Þyrluskíði eru annars eðlis en venjuleg, útskýrir Flóni.INSTAGRAM Flóni og Villi skipulögðu í sjálfu sér ekki að fara saman upp í fjall en hittust í túrnum hjá Viking Heliskiing sem hefur boðið upp á svona ferðir um nokkurt skeið. Góð vinátta tókst auðvitað sjálfkrafa með þeim félögum, sem eru þó hluti af um 30 manna hópi sem dvelur á hóteli í bænum í sérstakri þyrluskíðaferð. Hópurinn tók því síðan rólega á Siglufirði í kvöld, þar sem farið var út að borða og veðurblíðunnar notið nú þegar dagarnir eru farnir að lengjast. Það er ágætt á meðan enn er snjór í fjöllunum. Uppfært kl. 23.00: Vísi hefur borist kvæði frá hagyrðingnum Þórði Vilbergi Oddssyni. Ekki verður hjá því komist að leyfa því að fylgja með. Tvíeykið er býsna bratt, í brekkunum á Fróni. Á Vísi lifa vinir hratt, Vilhjálmur og Flóni. View this post on Instagram A post shared by Viking Heliskiing Iceland (@vikingheliskiing) View this post on Instagram A post shared by @vhv004 Skíðasvæði Fjallabyggð Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira
Eftir langan dag á fjallinu náði Vísir tali af Flóna, sem hefur farið sjö ferðir upp á fjall með þyrlunni í dag. „Ég er alveg dauður. Þetta var ógeðslega erfitt en ógeðslega gaman. En þetta er besta ferð ársins, það er enginn vafi,“ segir rapparinn. Sjálfur er Flóni harður skíðamaður og vanur brettamaður en hefur ekki stundað þyrluskíði í neinum mæli. Hann ber íþróttinni þó vel söguna og hrósar sigri yfir því að vera sólbrunninn eftir daginn. Þyrluskíði eru annars eðlis en venjuleg, útskýrir Flóni.INSTAGRAM Flóni og Villi skipulögðu í sjálfu sér ekki að fara saman upp í fjall en hittust í túrnum hjá Viking Heliskiing sem hefur boðið upp á svona ferðir um nokkurt skeið. Góð vinátta tókst auðvitað sjálfkrafa með þeim félögum, sem eru þó hluti af um 30 manna hópi sem dvelur á hóteli í bænum í sérstakri þyrluskíðaferð. Hópurinn tók því síðan rólega á Siglufirði í kvöld, þar sem farið var út að borða og veðurblíðunnar notið nú þegar dagarnir eru farnir að lengjast. Það er ágætt á meðan enn er snjór í fjöllunum. Uppfært kl. 23.00: Vísi hefur borist kvæði frá hagyrðingnum Þórði Vilbergi Oddssyni. Ekki verður hjá því komist að leyfa því að fylgja með. Tvíeykið er býsna bratt, í brekkunum á Fróni. Á Vísi lifa vinir hratt, Vilhjálmur og Flóni. View this post on Instagram A post shared by Viking Heliskiing Iceland (@vikingheliskiing) View this post on Instagram A post shared by @vhv004
Uppfært kl. 23.00: Vísi hefur borist kvæði frá hagyrðingnum Þórði Vilbergi Oddssyni. Ekki verður hjá því komist að leyfa því að fylgja með. Tvíeykið er býsna bratt, í brekkunum á Fróni. Á Vísi lifa vinir hratt, Vilhjálmur og Flóni.
Skíðasvæði Fjallabyggð Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira