„Kostaði okkur töluvert þessi villa sem við fengum ekki“ Atli Arason skrifar 24. apríl 2021 18:35 Ívar Ásgrímsson stýrði Breiðabliki gegn uppeldisfélaginu í dag. VÍSIR/DANÍEL Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sá ánægðasti er hann kom í viðtal eftir 6 stiga tap gegn Haukum í Ólafssal í dag. „Sex stig lýsa kannski ekki úrslitum leiksins. Ég held að þetta sé fjórði leikurinn í vetur sem við töpum á buzzer. Það er eins og öll lið hitti á buzzer á móti okkur. Mér fannst samt liðið mitt sýna mikinn karakter að koma til baka. Mér fannst við vera að stjórna leiknum eiginlega allan leikinn en þær settu pressu á okkur og við fórum að drippla of mikið. Við urðum slakar sóknarlega þegar við fórum að drippla of mikið og þá misstum við stjórn á leiknum,“ sagði Ívar eftir leik Breiðablik var yfir í hálfleik og var inn í leiknum allt þangað til í fjórða leikhluta þegar Haukar náðu góðu áhlaupi á gestina og komust mest í 11 stiga forystu. „Við fórum að drippla of mikið og hnoðast of mikið. Við fundum ekki fríu skotin, það vantaði meiri stjórnun í sóknirnar okkar og við missum Jessie út af á viðkvæmum tíma vegna meiðsla. Mér fannst við samt sýna karakter aftur og við hefðum getað stolið þessu aftur þegar þær voru búnar að ná forustunni,“ svaraði Ívar aðspurður að því af hverju liðinu gekk svo illa í upphafi fjórða leikhluta. Jessica Kay, sem er bæði stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður Breiðabliks meiddist undir lok þriðja leikhluta þegar hún lenti í samstuði við Evu Margréti, leikmann Hauka. Ívar var öskureiður á hliðarlínunni eftir atvikið þegar ekkert var dæmt. „Ég vildi fá villu þegar Jessie meiddist. Ég get ekki séð hver býr til snertinguna, önnur en sú sem hendir sér í gólfið þegar hin liggur. Þetta leit samt ekki út fyrir að vera eitthvað viljandi, það er langt því frá að einhver hafi verið að reyna að meiða einhvern en þetta var bara villa og það átti að dæma villu á þetta. Þetta kostaði okkur töluvert, þessi villa sem við fengum ekki. Við misstum boltann að auki og þetta var á krítískum tíma og þarna fannst mér við missa svolítið stjórnina á leiknum,“ sagði Ívar áður en hann bætti við að meiðslin líta ekki alvarlega út eins og er. Blikarnir spila næst við Keflavík í Kópavoginum. Ívar er sannfærður um að Blikarnir geti tekið stig í þeim leik. „Ég held að við sjáum það í þessum leik að við getum unnið, við erum að keppa við eitt af tveim bestu liðum á landinu í dag. Við eigum Keflavík heima næst og við hljótum að gera þá kröfu að vinna heimaleiki okkar. Þær eru með mjög gott lið og við þurfum bara að koma eins gíraðar í þann leik og við komum inn í þennan og auðvitað ætlum við okkur sigur þar,“ sagði Ívar að lokum. Dominos-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Sjá meira
„Sex stig lýsa kannski ekki úrslitum leiksins. Ég held að þetta sé fjórði leikurinn í vetur sem við töpum á buzzer. Það er eins og öll lið hitti á buzzer á móti okkur. Mér fannst samt liðið mitt sýna mikinn karakter að koma til baka. Mér fannst við vera að stjórna leiknum eiginlega allan leikinn en þær settu pressu á okkur og við fórum að drippla of mikið. Við urðum slakar sóknarlega þegar við fórum að drippla of mikið og þá misstum við stjórn á leiknum,“ sagði Ívar eftir leik Breiðablik var yfir í hálfleik og var inn í leiknum allt þangað til í fjórða leikhluta þegar Haukar náðu góðu áhlaupi á gestina og komust mest í 11 stiga forystu. „Við fórum að drippla of mikið og hnoðast of mikið. Við fundum ekki fríu skotin, það vantaði meiri stjórnun í sóknirnar okkar og við missum Jessie út af á viðkvæmum tíma vegna meiðsla. Mér fannst við samt sýna karakter aftur og við hefðum getað stolið þessu aftur þegar þær voru búnar að ná forustunni,“ svaraði Ívar aðspurður að því af hverju liðinu gekk svo illa í upphafi fjórða leikhluta. Jessica Kay, sem er bæði stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður Breiðabliks meiddist undir lok þriðja leikhluta þegar hún lenti í samstuði við Evu Margréti, leikmann Hauka. Ívar var öskureiður á hliðarlínunni eftir atvikið þegar ekkert var dæmt. „Ég vildi fá villu þegar Jessie meiddist. Ég get ekki séð hver býr til snertinguna, önnur en sú sem hendir sér í gólfið þegar hin liggur. Þetta leit samt ekki út fyrir að vera eitthvað viljandi, það er langt því frá að einhver hafi verið að reyna að meiða einhvern en þetta var bara villa og það átti að dæma villu á þetta. Þetta kostaði okkur töluvert, þessi villa sem við fengum ekki. Við misstum boltann að auki og þetta var á krítískum tíma og þarna fannst mér við missa svolítið stjórnina á leiknum,“ sagði Ívar áður en hann bætti við að meiðslin líta ekki alvarlega út eins og er. Blikarnir spila næst við Keflavík í Kópavoginum. Ívar er sannfærður um að Blikarnir geti tekið stig í þeim leik. „Ég held að við sjáum það í þessum leik að við getum unnið, við erum að keppa við eitt af tveim bestu liðum á landinu í dag. Við eigum Keflavík heima næst og við hljótum að gera þá kröfu að vinna heimaleiki okkar. Þær eru með mjög gott lið og við þurfum bara að koma eins gíraðar í þann leik og við komum inn í þennan og auðvitað ætlum við okkur sigur þar,“ sagði Ívar að lokum.
Dominos-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn