NBA dagsins: Áhorfendur í fyrsta sinn í 409 daga Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2021 14:30 Curry hefur verið á mikilli siglingu undanfarið. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Stuðningsmenn Golden State Warriors gátu stutt við sitt lið af pöllunum í fyrsta sinn í 409 daga í nótt. Þeir studdu sitt lið til sigurs gegn Denver Nuggets. Áhorfendabann hefur verið í gildi í San Francisco í rúmt ár, eða frá því að COVID-19 fór að láta á sér kræla þar í borg í fyrra. Ástandið virðist þó á réttri leið vestanhafs og voru tæplega 2000 manns samankomin í stúkunni í gærkvöld. „Það var svo góð orka í húsinu í kvöld sem minnir okkur á það sem við höfum saknað,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State og bætti við: „Þetta voru aðeins um tvö þúsund en tilfinningin var eins og það væru miklu fleiri. Þetta var kærkomin sjón.“ „Það er öðruvísi spenna innan og utan vallar,“ sagði Stephen Curry, stjarna Golden State-liðsins, um endurkomu fólks á pallana. Curry hélt stutta þakkarræðu fyrir áhorfendur fyrir leik. Stephen Curry addresses the first Chase Center crowd in over a year ahead of @warriors action on ESPN. pic.twitter.com/FUdC8pgtUG— NBA (@NBA) April 24, 2021 Curry átti ekki sinn besta dag í síðasta leik Golden State þar sem hann skoraði aðeins úr sjö af 25 skotum sínum í 118-114 tapi fyrir Washington Wizards. Hann virtist enn kaldur í upphafi leiks gegn Denver og setti aðeins sjö stig í fyrri leikhlutunum tveimur. Hann kom þó endurnærður til leiks í síðari hálfleik þar sem hann skoraði 25 stig, því 32 alls í öruggum 118-97 sigri. Hann hefur því skorað yfir 30 stig í 12 af síðustu 13 leikjum, þar sem það mistókst aðeins gegn Washington. Golden State mun njóta stuðnings af pöllunum í baráttu sinni um umspilssæti næstu vikur. Liðið á átta af síðustu tólf leikjum sínum í deildinni á heimavelli. Liðið er sem stendur í 9. sæti Vesturdeildarinnar með 30 sigra og 30 töp. Efstu sex liðin fara beint í úrslitakeppnina en þau í sætum 7-10 í umspil um sæti þar. Helstu tilþrif gærkvöldsins má sjá að neðan. watch on YouTube NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Áhorfendabann hefur verið í gildi í San Francisco í rúmt ár, eða frá því að COVID-19 fór að láta á sér kræla þar í borg í fyrra. Ástandið virðist þó á réttri leið vestanhafs og voru tæplega 2000 manns samankomin í stúkunni í gærkvöld. „Það var svo góð orka í húsinu í kvöld sem minnir okkur á það sem við höfum saknað,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State og bætti við: „Þetta voru aðeins um tvö þúsund en tilfinningin var eins og það væru miklu fleiri. Þetta var kærkomin sjón.“ „Það er öðruvísi spenna innan og utan vallar,“ sagði Stephen Curry, stjarna Golden State-liðsins, um endurkomu fólks á pallana. Curry hélt stutta þakkarræðu fyrir áhorfendur fyrir leik. Stephen Curry addresses the first Chase Center crowd in over a year ahead of @warriors action on ESPN. pic.twitter.com/FUdC8pgtUG— NBA (@NBA) April 24, 2021 Curry átti ekki sinn besta dag í síðasta leik Golden State þar sem hann skoraði aðeins úr sjö af 25 skotum sínum í 118-114 tapi fyrir Washington Wizards. Hann virtist enn kaldur í upphafi leiks gegn Denver og setti aðeins sjö stig í fyrri leikhlutunum tveimur. Hann kom þó endurnærður til leiks í síðari hálfleik þar sem hann skoraði 25 stig, því 32 alls í öruggum 118-97 sigri. Hann hefur því skorað yfir 30 stig í 12 af síðustu 13 leikjum, þar sem það mistókst aðeins gegn Washington. Golden State mun njóta stuðnings af pöllunum í baráttu sinni um umspilssæti næstu vikur. Liðið á átta af síðustu tólf leikjum sínum í deildinni á heimavelli. Liðið er sem stendur í 9. sæti Vesturdeildarinnar með 30 sigra og 30 töp. Efstu sex liðin fara beint í úrslitakeppnina en þau í sætum 7-10 í umspil um sæti þar. Helstu tilþrif gærkvöldsins má sjá að neðan. watch on YouTube
NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira