Fótbolti

Sil­ke­borg í góðum málum eftir leiki kvöldsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Patrik Sigurður hefur verið frábær á þessari leiktíð.
Patrik Sigurður hefur verið frábær á þessari leiktíð. Silkeborg

Íslendingalið Silkeborg og Esbjerg í dönsku B-deildinni áttu misjöfnu gengi að fagna í kvöld. Sigur Silkeborgar þýðir að liðið er í frábærri stöðu til að tryggja sér sæti í efstu deild á næstu leiktíð á meðan tap Esbjerg þýðir að liðið er að heltast úr lestinni.

Silkeborg vann 2-0 sigur á toppliði Viborg í kvöld þökk sé mörkum Nicolai Vallys og Joel Felix. Mörkin komu með tveggja mínútna millibili þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum.

Patrik Sigurður Gunnarsson stóð að venju vaktina í marki Silkeborg en Patrik Sigurður hefur varla fengið á sig mark síðan hann gekk í raðir félagsins. Þá var Stefán Teitur Þórðarson á sínum stað á miðju liðsins.

Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar í Esbjerg máttu þola 0-1 tap gegn Helsingør. Andri Rúnar Bjarnason var á varamannabekk Esbjerg.

Staðan í riðlinum er þannig að Viborg er á toppnum með 63 stig, Silkeborg kemur þar á eftir með 59 stig og Esbjerg er með 52 í 3. sætinu. Öll lið hafa leikið 26 leiki og eiga því sex leiki eftir. Efstu tvö liðin fara upp í dönsku úrvalsdeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×