90 prósent tekna hjúkrunarheimilanna koma frá ríkinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. apríl 2021 18:55 Greiningin byggist einkum á svörum rekstraraðila um reksturinn. Vísir/Vilhelm Um 84 prósent tekna hjúkrunarheimilanna árin 2017 til 2019 voru vegna daggjalda frá ríkinu. Húsnæðisgjald frá ríkinu nam 6 prósentum en þriðji stærsti tekjuliðurinn var kostnaðarþátttaka íbúa, sem nam 4 prósentum. Framlag sveitarfélaganna til reksturins nam 3 prósentum heildartekna heimilanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu verkefnastjórnar sem heilbrigðisráðherra skipaði til að greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimilanna. Þar segir einnig um tekjurnar að þær hafi verið nokkuð misjafnar á hvert rými, sem skýrist fyrst og fremst af ólíkri hjúkrunarþyngd. Að meðaltali voru tekjur á hvert rými 13,9 milljónir króna á ári. „Rekstrargjöld heimila sem fá daggjaldagreiðslur voru samtals 31,1 milljarðar króna árið 2019. Langstærsti útgjaldaliðurinn var launagreiðslur og voru laun og launatengd gjöld 24,0 milljarðar króna eða 77% af heildarrekstrarkostnaði heimilanna. Önnur rekstrargjöld skiptust á fjölmarga liði og var húsnæðiskostnaður stærstur þeirra, 2.830 milljónir króna, og stoðþjónusta næststærsti liðurinn, 2.488 milljónir króna,“ segir í samantekt um niðurstöður skýrslunnar á vef heilbrigðisráðuneytisins. Gátu ekki greint milli kostnaðar vegna heilbrigðisþjónustu og félagslegrar þjónustu Verkefnastjórnin komst að því að rekstur hjúkrunarheimilanna hefði gengið misvel umrædd ár en flest þeirra hefðu þó verið rekin með tapi. Samtals nam hallinn frá 200 og upp í 700 milljónir, var minnstur árið 2018 en svipaður árin 2017 og 2019. Eitt af þeim verkefnum sem verkefnastjórninni var falið var að greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimilanna eftir því hvort um var að ræða félagslega þjónustu eða heilbrigðisþjónustu. Segir í samantektinni að sú skipting sé meðal annars mikilvæg vegna verka- og kostnaðarskiptingar milli ríkis og sveitarfélaganna en heilbrigðisþjónustan er verkefni ríkisins á meðan félagsþjónustan er á höndum sveitarfélaganna. „Eftir skoðun var það niðurstaða verkefnastjórnarinnar að ekki væri með góðu móti hægt að greina þarna á milli og því fallið frá því að ráðast í þann verkþátt erindisbréfsins,“ segir á vef ráðuneytisins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir niðurstöðurnar mikilvægan grunn fyrir næstu skref. „Það gengur ekki að hjúkrunarheimilin séu vel flest rekin með halla og ljóst að það verður að taka á því með einhverjum hætti. Nú þarf að leggjast yfir gögnin með það í huga en á þessu ári erum við auðvitað bundin af fjárlögum.“ Heilbrigðismál Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Framlag sveitarfélaganna til reksturins nam 3 prósentum heildartekna heimilanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu verkefnastjórnar sem heilbrigðisráðherra skipaði til að greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimilanna. Þar segir einnig um tekjurnar að þær hafi verið nokkuð misjafnar á hvert rými, sem skýrist fyrst og fremst af ólíkri hjúkrunarþyngd. Að meðaltali voru tekjur á hvert rými 13,9 milljónir króna á ári. „Rekstrargjöld heimila sem fá daggjaldagreiðslur voru samtals 31,1 milljarðar króna árið 2019. Langstærsti útgjaldaliðurinn var launagreiðslur og voru laun og launatengd gjöld 24,0 milljarðar króna eða 77% af heildarrekstrarkostnaði heimilanna. Önnur rekstrargjöld skiptust á fjölmarga liði og var húsnæðiskostnaður stærstur þeirra, 2.830 milljónir króna, og stoðþjónusta næststærsti liðurinn, 2.488 milljónir króna,“ segir í samantekt um niðurstöður skýrslunnar á vef heilbrigðisráðuneytisins. Gátu ekki greint milli kostnaðar vegna heilbrigðisþjónustu og félagslegrar þjónustu Verkefnastjórnin komst að því að rekstur hjúkrunarheimilanna hefði gengið misvel umrædd ár en flest þeirra hefðu þó verið rekin með tapi. Samtals nam hallinn frá 200 og upp í 700 milljónir, var minnstur árið 2018 en svipaður árin 2017 og 2019. Eitt af þeim verkefnum sem verkefnastjórninni var falið var að greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimilanna eftir því hvort um var að ræða félagslega þjónustu eða heilbrigðisþjónustu. Segir í samantektinni að sú skipting sé meðal annars mikilvæg vegna verka- og kostnaðarskiptingar milli ríkis og sveitarfélaganna en heilbrigðisþjónustan er verkefni ríkisins á meðan félagsþjónustan er á höndum sveitarfélaganna. „Eftir skoðun var það niðurstaða verkefnastjórnarinnar að ekki væri með góðu móti hægt að greina þarna á milli og því fallið frá því að ráðast í þann verkþátt erindisbréfsins,“ segir á vef ráðuneytisins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir niðurstöðurnar mikilvægan grunn fyrir næstu skref. „Það gengur ekki að hjúkrunarheimilin séu vel flest rekin með halla og ljóst að það verður að taka á því með einhverjum hætti. Nú þarf að leggjast yfir gögnin með það í huga en á þessu ári erum við auðvitað bundin af fjárlögum.“
Heilbrigðismál Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira