Sjötíu dagar síðan Njarðvíkingar unnu síðast leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2021 14:30 Jón Arnór Sverrisson og félagar í Njarðvík þurfa nauðsynlega á sigri að halda. vísir/vilhelm Njarðvíkingar geta endað mjög langa bið eftir sigri í kvöld þegar þeir heimsækja Grindvíkinga í Röstina í fyrsta leik Suðurnesjaliðanna tveggja eftir kórónuveirustopp. Fyrri leikur dagsins í Domino´s deild karla í körfubolta er leikur Grindavíkur og Njarðvíkur sem hefst klukkan 18.15. Njarðvíkurliðið hefur tapað sex leikjum í röð sem er lengsta taphrina liðsins síðan að úrvalsdeildin var tekin upp árið 1978. Síðasti sigurleikur Njarðvíkurliðsins í Domino´s deildinni var á móti ÍR 12. febrúar síðastliðinn en í dag eru liðnir sjötíu dagar frá þeim leik. Njarðvíkingar unnu leikinn með sextán stiga mun, 96-80, eftir að hafa unnið fyrsta leikhlutann 26-11. Njarðvíkurliðið var þá að enda þriggja leikja taphrinu sem þýðir að sigurinn á ÍR er sá eini í síðustu tíu leikjum og sá eini síðan Njarðvík vann þriggja stiga sigur á Grindavík, 81-78, í fyrri leik liðanna 28. janúar síðastliðinn. Kyle Johnson skoraði 25 stig í sigrinum á ÍR-ingum og Mario Matasovic var með 20 stig. Hvorugur þeirra hefur skorað jafnmikið í leik síðan og Kyle var bara með átján stig samanlagt í síðustu tveimur leikjum fyrir stopp þar sem hann klikkaði á 9 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Matasovic hefur mest skorað 13 stig í leik síðan í sigurleiknum á ÍR. Grindvíkingar og Njarðvíkingar eiga það sameiginlegt að hafa tapað illa fyrir Keflvíkingum rétt fyrir stopp, Njarðvíkingar með 32 stigum og Grindvíkingar með 33 stigum. Þarna eru því særð lið sem hafa væntanlega nýtt fríið vel til að koma sér í betra stand fyrir lokasprettinn. Bæði þurfa líka á sigri að halda, Njarðvíkingar eru komnir niður í harða fallbaráttu og Grindvíkingar eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Leikurinn verður gerður upp í Domino´s Körfuboltakvöldi sem verður sýnt strax á eftir leik Keflavíkur og Stjörnunnar en sá leikur hefst 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Síðustu tíu leikir Njarðvíkinga í Domino´s deildinni: 5 stiga tap á móti Hetti 31. janúar (83-88) 8 stiga tap á móti Stjörnunni 4. febrúar (88-96) 22 stiga tap á móti Þór Ak. 7. febrúar (68-90) 16 stiga sigur á ÍR 12. febrúar (96-80) 2 stiga tap á móti Þór Þorl. 1. mars (89-91) 4 stiga tap á móti KR 4. mars (77-81) 11 stiga tap á móti Haukum 8. mars (71-82) 3 stiga tap á móti Tindastól 12. mars (74-77) 32 stiga tap á móti Keflavík 19. mars (57-89) 2 stiga tap á móti Val 21. mars (78-80) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Sjá meira
Fyrri leikur dagsins í Domino´s deild karla í körfubolta er leikur Grindavíkur og Njarðvíkur sem hefst klukkan 18.15. Njarðvíkurliðið hefur tapað sex leikjum í röð sem er lengsta taphrina liðsins síðan að úrvalsdeildin var tekin upp árið 1978. Síðasti sigurleikur Njarðvíkurliðsins í Domino´s deildinni var á móti ÍR 12. febrúar síðastliðinn en í dag eru liðnir sjötíu dagar frá þeim leik. Njarðvíkingar unnu leikinn með sextán stiga mun, 96-80, eftir að hafa unnið fyrsta leikhlutann 26-11. Njarðvíkurliðið var þá að enda þriggja leikja taphrinu sem þýðir að sigurinn á ÍR er sá eini í síðustu tíu leikjum og sá eini síðan Njarðvík vann þriggja stiga sigur á Grindavík, 81-78, í fyrri leik liðanna 28. janúar síðastliðinn. Kyle Johnson skoraði 25 stig í sigrinum á ÍR-ingum og Mario Matasovic var með 20 stig. Hvorugur þeirra hefur skorað jafnmikið í leik síðan og Kyle var bara með átján stig samanlagt í síðustu tveimur leikjum fyrir stopp þar sem hann klikkaði á 9 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Matasovic hefur mest skorað 13 stig í leik síðan í sigurleiknum á ÍR. Grindvíkingar og Njarðvíkingar eiga það sameiginlegt að hafa tapað illa fyrir Keflvíkingum rétt fyrir stopp, Njarðvíkingar með 32 stigum og Grindvíkingar með 33 stigum. Þarna eru því særð lið sem hafa væntanlega nýtt fríið vel til að koma sér í betra stand fyrir lokasprettinn. Bæði þurfa líka á sigri að halda, Njarðvíkingar eru komnir niður í harða fallbaráttu og Grindvíkingar eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Leikurinn verður gerður upp í Domino´s Körfuboltakvöldi sem verður sýnt strax á eftir leik Keflavíkur og Stjörnunnar en sá leikur hefst 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Síðustu tíu leikir Njarðvíkinga í Domino´s deildinni: 5 stiga tap á móti Hetti 31. janúar (83-88) 8 stiga tap á móti Stjörnunni 4. febrúar (88-96) 22 stiga tap á móti Þór Ak. 7. febrúar (68-90) 16 stiga sigur á ÍR 12. febrúar (96-80) 2 stiga tap á móti Þór Þorl. 1. mars (89-91) 4 stiga tap á móti KR 4. mars (77-81) 11 stiga tap á móti Haukum 8. mars (71-82) 3 stiga tap á móti Tindastól 12. mars (74-77) 32 stiga tap á móti Keflavík 19. mars (57-89) 2 stiga tap á móti Val 21. mars (78-80) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Síðustu tíu leikir Njarðvíkinga í Domino´s deildinni: 5 stiga tap á móti Hetti 31. janúar (83-88) 8 stiga tap á móti Stjörnunni 4. febrúar (88-96) 22 stiga tap á móti Þór Ak. 7. febrúar (68-90) 16 stiga sigur á ÍR 12. febrúar (96-80) 2 stiga tap á móti Þór Þorl. 1. mars (89-91) 4 stiga tap á móti KR 4. mars (77-81) 11 stiga tap á móti Haukum 8. mars (71-82) 3 stiga tap á móti Tindastól 12. mars (74-77) 32 stiga tap á móti Keflavík 19. mars (57-89) 2 stiga tap á móti Val 21. mars (78-80)
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum