Erlent

Þrettán látast í eldsvoða á bráðadeild og metfjöldi greinist með Covid-19

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Heilbrigðisstarfsmenn í Mumbai sinna sjúklingi sem grunur leikur á um að sé smitaður af Covid-19.
Heilbrigðisstarfsmenn í Mumbai sinna sjúklingi sem grunur leikur á um að sé smitaður af Covid-19. epa/Divyakant Solanki

Þrettán létust þegar eldur braust út á bráðadeild Vijay Vallabh-sjúkrahússins í Maharashtra á Indlandi í morgun. Búið er að slökkva eldinn og hafa fjórir verið fluttir á annað sjúkrahús.

Á bráðadeildinni lágu sjúklingar með Covid-19 en yfirvöld í landinu greindu frá því í dag að 332.730 hefðu greinst með sjúkdóminn síðastliðinn sólahring. Um er að ræða mesta fjölda sem greinst hefur á einum degi í faraldrinum, annan daginn í röð.

Dauðsföllum fjölgaði um 2.263.

Heilbrigðisstarfsmenn hafa sent út neyðarkall til stjórnvalda á samfélagsmiðlum vegna gríðarlegs súrefnisskorts á heilbrigðisstofnunum þar annast er um Covid-19 sjúklinga.

Forsetinn Narendra Modi mun funda í dag með súrefnisframleiðendum og leiðtogum þeirra ríkja þar sem ástandið er hvað verst.

Maharashtra er meðal þeirra, þar er að segja, þar eru tilfellin hvað flest og súrefnisskorturinn mestur.

Fyrir tveimur dögum létust 24 Covid-19 sjúklingar á Zakir Hussai-sjúkrahúsinu í borginni Nashik í þegar súrefni hætti að flæða til þeirra vegna leka. Atvikið átti sér stað þegar verið var að fylla á súrefnisbirgðir sjúkrahússins.

Fjöldi sjúkrahúsa í Delhi hefur tilkynnt að birgðir þeirra séu á þrotum eða þrjóti innan tíðar. 

Umfjöllun BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×