Krabbameinstilfellum hefur fækkað um 86 prósent vegna bóluefnis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2021 23:31 Niðurstöður danskrar rannsókna benda til þess að bólusetning gegn HPV dragi úr líkum á leghálskrabbameini um 86 prósent. Getty Niðurstöður danskrar rannsóknar benda til þess að bóluefni gegn HPV veirunni hafi leitt til fækkunar leghálskrabbameinstilfella um 86 prósent. Þá minnkar bóluefnið líkurnar á frumubreytingum töluvert. Rannsóknaraðilar segja að niðurstöðurnar lofi góðu og séu fyrsta skrefið í að koma í veg fyrir leghálskrabbamein alfarið. Á hverju ári greinast um 370 konur með leghálskrabbamein í Danmörku og af þeim deyja um 100 vegna meinsins samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins. Læknirinn og blaðamaðurinn Peter Qvortrup Giesling segir að með bóluefninu sé nú hægt að koma í veg fyrir fjölda dauðsfalla. „Við eigum núna eitt bóluefni gegn krabbameini,“ segir Peter í samtali við danska ríkisútvarpið. Susanne Krüger Kjær, læknirinn sem stendur að baki rannsókninni, segir að niðurstöðurnar lofi góðu. „Án HPV-sýkinga er ekkert leghálskrabbamein. Það er ástæðan fyrir því að við höfum verið að nota þetta bóluefni, það er mjög mikil tenging milli HPV sýkinga og leghálskrabbameins,“ segir Susanne. 900 þúsund danskar konur tóku þátt í rannsókninni og eru þær á aldrinum sautján til þrjátíu ára. Fjörutíu prósent þeirra fékk bólusetninguna fyrir sautján ára aldur. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að bólusetningin veiti 86 prósenta vörn gegn leghálskrabbameini fái fólk bólusetningu fyrir sautján ára aldur. Séu einstaklingar bólusettir gegn veirunni á milli sautján og nítján ára aldurs veitir bólusetningin 68 prósenta vörn. Mikilvægt að dreifa bóluefninu í þróunarlöndum Frá árinu 2006, þegar bóluefnið kom á markað, hefur Krabbameinsfélag Danmerkur safnað gögnum um áhrif efnisins. Vitað hefur verið í einhver ár að bóluefnið komi í veg fyrir frumubreytingar. Nú liggur hins vegar fyrir eftir að niðurstöður nýju rannsóknarinnar lágu fyrir, auk sænskrar rannsóknar, að HPV bóluefnið dragi verulega úr áhættu um að greinast með leghálskrabbamein. Susanne segir að niðurstöðurnar lofi mjög góðu en nú þurfi að fara að bólusetja fyrir HPV í löndum þar sem krabbameinseftirlit sé ekki eins mikið og í Danmörku. „Í þeim löndum þar sem bólusett er gegn HPV er líka mjög virkt krabbameinseftirlit og þar verður hægt að koma alfarið í veg fyrir leghálskrabbamein í framtíðinni og það er alveg frábært. Þetta hefur mikla þýðingu, ekki bara í Danmörku heldur heiminum öllum,“ segir Susanne. „Það er mjög mikilvægt að HPV bóluefnið verði líka notað í þróunarlöndum, þar sem leghálskrabbameinstilfelli eru hvað mest,“ segir Susanne. Skimun fyrir krabbameini Danmörk Bólusetningar Tengdar fréttir Gera þurfi betur í bólusetningum barna Andstaða við bólusetningar hefur á undanförnum árum sótt í sig veðrið að nýju í öllum þróuðum ríkjum með skipulögðum hætti, segir Haraldur Briem 20. janúar 2016 13:00 Fyrir hverja er HPV-bólusetning? HPV (Human Papilloma Virus) er algeng veira sem smitast með beinni snertingu fólks við kynlíf. Flest okkar sem hafa stundað kynlíf smitast einhvern tímann á lífsleiðinni af HPV. Nóg er að hafa stundað kynlíf með einum einstaklingi einu sinni þótt fjöldi rekkjunauta auki líkur á smiti. 12. september 2014 07:00 Dreifing bóluefnisins er hafin Dreifing á bóluefni gegn HPV, sem getur valdið leghálskrabbameini, hófst fyrir helgi. Í framhaldi af því hefst almenn bólusetning stúlkna í 7. og 8. bekk grunnskóla. Framkvæmd bólusetningarinnar er í höndum heilsugæslunnar. Bólusett verður með bóluefninu Cervarix og felur full bólusetning í sér þrjár sprautur sem gefnar verða á sex til tólf mánaða tímabili. 19. september 2011 03:15 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Á hverju ári greinast um 370 konur með leghálskrabbamein í Danmörku og af þeim deyja um 100 vegna meinsins samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins. Læknirinn og blaðamaðurinn Peter Qvortrup Giesling segir að með bóluefninu sé nú hægt að koma í veg fyrir fjölda dauðsfalla. „Við eigum núna eitt bóluefni gegn krabbameini,“ segir Peter í samtali við danska ríkisútvarpið. Susanne Krüger Kjær, læknirinn sem stendur að baki rannsókninni, segir að niðurstöðurnar lofi góðu. „Án HPV-sýkinga er ekkert leghálskrabbamein. Það er ástæðan fyrir því að við höfum verið að nota þetta bóluefni, það er mjög mikil tenging milli HPV sýkinga og leghálskrabbameins,“ segir Susanne. 900 þúsund danskar konur tóku þátt í rannsókninni og eru þær á aldrinum sautján til þrjátíu ára. Fjörutíu prósent þeirra fékk bólusetninguna fyrir sautján ára aldur. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að bólusetningin veiti 86 prósenta vörn gegn leghálskrabbameini fái fólk bólusetningu fyrir sautján ára aldur. Séu einstaklingar bólusettir gegn veirunni á milli sautján og nítján ára aldurs veitir bólusetningin 68 prósenta vörn. Mikilvægt að dreifa bóluefninu í þróunarlöndum Frá árinu 2006, þegar bóluefnið kom á markað, hefur Krabbameinsfélag Danmerkur safnað gögnum um áhrif efnisins. Vitað hefur verið í einhver ár að bóluefnið komi í veg fyrir frumubreytingar. Nú liggur hins vegar fyrir eftir að niðurstöður nýju rannsóknarinnar lágu fyrir, auk sænskrar rannsóknar, að HPV bóluefnið dragi verulega úr áhættu um að greinast með leghálskrabbamein. Susanne segir að niðurstöðurnar lofi mjög góðu en nú þurfi að fara að bólusetja fyrir HPV í löndum þar sem krabbameinseftirlit sé ekki eins mikið og í Danmörku. „Í þeim löndum þar sem bólusett er gegn HPV er líka mjög virkt krabbameinseftirlit og þar verður hægt að koma alfarið í veg fyrir leghálskrabbamein í framtíðinni og það er alveg frábært. Þetta hefur mikla þýðingu, ekki bara í Danmörku heldur heiminum öllum,“ segir Susanne. „Það er mjög mikilvægt að HPV bóluefnið verði líka notað í þróunarlöndum, þar sem leghálskrabbameinstilfelli eru hvað mest,“ segir Susanne.
Skimun fyrir krabbameini Danmörk Bólusetningar Tengdar fréttir Gera þurfi betur í bólusetningum barna Andstaða við bólusetningar hefur á undanförnum árum sótt í sig veðrið að nýju í öllum þróuðum ríkjum með skipulögðum hætti, segir Haraldur Briem 20. janúar 2016 13:00 Fyrir hverja er HPV-bólusetning? HPV (Human Papilloma Virus) er algeng veira sem smitast með beinni snertingu fólks við kynlíf. Flest okkar sem hafa stundað kynlíf smitast einhvern tímann á lífsleiðinni af HPV. Nóg er að hafa stundað kynlíf með einum einstaklingi einu sinni þótt fjöldi rekkjunauta auki líkur á smiti. 12. september 2014 07:00 Dreifing bóluefnisins er hafin Dreifing á bóluefni gegn HPV, sem getur valdið leghálskrabbameini, hófst fyrir helgi. Í framhaldi af því hefst almenn bólusetning stúlkna í 7. og 8. bekk grunnskóla. Framkvæmd bólusetningarinnar er í höndum heilsugæslunnar. Bólusett verður með bóluefninu Cervarix og felur full bólusetning í sér þrjár sprautur sem gefnar verða á sex til tólf mánaða tímabili. 19. september 2011 03:15 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Gera þurfi betur í bólusetningum barna Andstaða við bólusetningar hefur á undanförnum árum sótt í sig veðrið að nýju í öllum þróuðum ríkjum með skipulögðum hætti, segir Haraldur Briem 20. janúar 2016 13:00
Fyrir hverja er HPV-bólusetning? HPV (Human Papilloma Virus) er algeng veira sem smitast með beinni snertingu fólks við kynlíf. Flest okkar sem hafa stundað kynlíf smitast einhvern tímann á lífsleiðinni af HPV. Nóg er að hafa stundað kynlíf með einum einstaklingi einu sinni þótt fjöldi rekkjunauta auki líkur á smiti. 12. september 2014 07:00
Dreifing bóluefnisins er hafin Dreifing á bóluefni gegn HPV, sem getur valdið leghálskrabbameini, hófst fyrir helgi. Í framhaldi af því hefst almenn bólusetning stúlkna í 7. og 8. bekk grunnskóla. Framkvæmd bólusetningarinnar er í höndum heilsugæslunnar. Bólusett verður með bóluefninu Cervarix og felur full bólusetning í sér þrjár sprautur sem gefnar verða á sex til tólf mánaða tímabili. 19. september 2011 03:15