Krabbameinstilfellum hefur fækkað um 86 prósent vegna bóluefnis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2021 23:31 Niðurstöður danskrar rannsókna benda til þess að bólusetning gegn HPV dragi úr líkum á leghálskrabbameini um 86 prósent. Getty Niðurstöður danskrar rannsóknar benda til þess að bóluefni gegn HPV veirunni hafi leitt til fækkunar leghálskrabbameinstilfella um 86 prósent. Þá minnkar bóluefnið líkurnar á frumubreytingum töluvert. Rannsóknaraðilar segja að niðurstöðurnar lofi góðu og séu fyrsta skrefið í að koma í veg fyrir leghálskrabbamein alfarið. Á hverju ári greinast um 370 konur með leghálskrabbamein í Danmörku og af þeim deyja um 100 vegna meinsins samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins. Læknirinn og blaðamaðurinn Peter Qvortrup Giesling segir að með bóluefninu sé nú hægt að koma í veg fyrir fjölda dauðsfalla. „Við eigum núna eitt bóluefni gegn krabbameini,“ segir Peter í samtali við danska ríkisútvarpið. Susanne Krüger Kjær, læknirinn sem stendur að baki rannsókninni, segir að niðurstöðurnar lofi góðu. „Án HPV-sýkinga er ekkert leghálskrabbamein. Það er ástæðan fyrir því að við höfum verið að nota þetta bóluefni, það er mjög mikil tenging milli HPV sýkinga og leghálskrabbameins,“ segir Susanne. 900 þúsund danskar konur tóku þátt í rannsókninni og eru þær á aldrinum sautján til þrjátíu ára. Fjörutíu prósent þeirra fékk bólusetninguna fyrir sautján ára aldur. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að bólusetningin veiti 86 prósenta vörn gegn leghálskrabbameini fái fólk bólusetningu fyrir sautján ára aldur. Séu einstaklingar bólusettir gegn veirunni á milli sautján og nítján ára aldurs veitir bólusetningin 68 prósenta vörn. Mikilvægt að dreifa bóluefninu í þróunarlöndum Frá árinu 2006, þegar bóluefnið kom á markað, hefur Krabbameinsfélag Danmerkur safnað gögnum um áhrif efnisins. Vitað hefur verið í einhver ár að bóluefnið komi í veg fyrir frumubreytingar. Nú liggur hins vegar fyrir eftir að niðurstöður nýju rannsóknarinnar lágu fyrir, auk sænskrar rannsóknar, að HPV bóluefnið dragi verulega úr áhættu um að greinast með leghálskrabbamein. Susanne segir að niðurstöðurnar lofi mjög góðu en nú þurfi að fara að bólusetja fyrir HPV í löndum þar sem krabbameinseftirlit sé ekki eins mikið og í Danmörku. „Í þeim löndum þar sem bólusett er gegn HPV er líka mjög virkt krabbameinseftirlit og þar verður hægt að koma alfarið í veg fyrir leghálskrabbamein í framtíðinni og það er alveg frábært. Þetta hefur mikla þýðingu, ekki bara í Danmörku heldur heiminum öllum,“ segir Susanne. „Það er mjög mikilvægt að HPV bóluefnið verði líka notað í þróunarlöndum, þar sem leghálskrabbameinstilfelli eru hvað mest,“ segir Susanne. Skimun fyrir krabbameini Danmörk Bólusetningar Tengdar fréttir Gera þurfi betur í bólusetningum barna Andstaða við bólusetningar hefur á undanförnum árum sótt í sig veðrið að nýju í öllum þróuðum ríkjum með skipulögðum hætti, segir Haraldur Briem 20. janúar 2016 13:00 Fyrir hverja er HPV-bólusetning? HPV (Human Papilloma Virus) er algeng veira sem smitast með beinni snertingu fólks við kynlíf. Flest okkar sem hafa stundað kynlíf smitast einhvern tímann á lífsleiðinni af HPV. Nóg er að hafa stundað kynlíf með einum einstaklingi einu sinni þótt fjöldi rekkjunauta auki líkur á smiti. 12. september 2014 07:00 Dreifing bóluefnisins er hafin Dreifing á bóluefni gegn HPV, sem getur valdið leghálskrabbameini, hófst fyrir helgi. Í framhaldi af því hefst almenn bólusetning stúlkna í 7. og 8. bekk grunnskóla. Framkvæmd bólusetningarinnar er í höndum heilsugæslunnar. Bólusett verður með bóluefninu Cervarix og felur full bólusetning í sér þrjár sprautur sem gefnar verða á sex til tólf mánaða tímabili. 19. september 2011 03:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Á hverju ári greinast um 370 konur með leghálskrabbamein í Danmörku og af þeim deyja um 100 vegna meinsins samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins. Læknirinn og blaðamaðurinn Peter Qvortrup Giesling segir að með bóluefninu sé nú hægt að koma í veg fyrir fjölda dauðsfalla. „Við eigum núna eitt bóluefni gegn krabbameini,“ segir Peter í samtali við danska ríkisútvarpið. Susanne Krüger Kjær, læknirinn sem stendur að baki rannsókninni, segir að niðurstöðurnar lofi góðu. „Án HPV-sýkinga er ekkert leghálskrabbamein. Það er ástæðan fyrir því að við höfum verið að nota þetta bóluefni, það er mjög mikil tenging milli HPV sýkinga og leghálskrabbameins,“ segir Susanne. 900 þúsund danskar konur tóku þátt í rannsókninni og eru þær á aldrinum sautján til þrjátíu ára. Fjörutíu prósent þeirra fékk bólusetninguna fyrir sautján ára aldur. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að bólusetningin veiti 86 prósenta vörn gegn leghálskrabbameini fái fólk bólusetningu fyrir sautján ára aldur. Séu einstaklingar bólusettir gegn veirunni á milli sautján og nítján ára aldurs veitir bólusetningin 68 prósenta vörn. Mikilvægt að dreifa bóluefninu í þróunarlöndum Frá árinu 2006, þegar bóluefnið kom á markað, hefur Krabbameinsfélag Danmerkur safnað gögnum um áhrif efnisins. Vitað hefur verið í einhver ár að bóluefnið komi í veg fyrir frumubreytingar. Nú liggur hins vegar fyrir eftir að niðurstöður nýju rannsóknarinnar lágu fyrir, auk sænskrar rannsóknar, að HPV bóluefnið dragi verulega úr áhættu um að greinast með leghálskrabbamein. Susanne segir að niðurstöðurnar lofi mjög góðu en nú þurfi að fara að bólusetja fyrir HPV í löndum þar sem krabbameinseftirlit sé ekki eins mikið og í Danmörku. „Í þeim löndum þar sem bólusett er gegn HPV er líka mjög virkt krabbameinseftirlit og þar verður hægt að koma alfarið í veg fyrir leghálskrabbamein í framtíðinni og það er alveg frábært. Þetta hefur mikla þýðingu, ekki bara í Danmörku heldur heiminum öllum,“ segir Susanne. „Það er mjög mikilvægt að HPV bóluefnið verði líka notað í þróunarlöndum, þar sem leghálskrabbameinstilfelli eru hvað mest,“ segir Susanne.
Skimun fyrir krabbameini Danmörk Bólusetningar Tengdar fréttir Gera þurfi betur í bólusetningum barna Andstaða við bólusetningar hefur á undanförnum árum sótt í sig veðrið að nýju í öllum þróuðum ríkjum með skipulögðum hætti, segir Haraldur Briem 20. janúar 2016 13:00 Fyrir hverja er HPV-bólusetning? HPV (Human Papilloma Virus) er algeng veira sem smitast með beinni snertingu fólks við kynlíf. Flest okkar sem hafa stundað kynlíf smitast einhvern tímann á lífsleiðinni af HPV. Nóg er að hafa stundað kynlíf með einum einstaklingi einu sinni þótt fjöldi rekkjunauta auki líkur á smiti. 12. september 2014 07:00 Dreifing bóluefnisins er hafin Dreifing á bóluefni gegn HPV, sem getur valdið leghálskrabbameini, hófst fyrir helgi. Í framhaldi af því hefst almenn bólusetning stúlkna í 7. og 8. bekk grunnskóla. Framkvæmd bólusetningarinnar er í höndum heilsugæslunnar. Bólusett verður með bóluefninu Cervarix og felur full bólusetning í sér þrjár sprautur sem gefnar verða á sex til tólf mánaða tímabili. 19. september 2011 03:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Gera þurfi betur í bólusetningum barna Andstaða við bólusetningar hefur á undanförnum árum sótt í sig veðrið að nýju í öllum þróuðum ríkjum með skipulögðum hætti, segir Haraldur Briem 20. janúar 2016 13:00
Fyrir hverja er HPV-bólusetning? HPV (Human Papilloma Virus) er algeng veira sem smitast með beinni snertingu fólks við kynlíf. Flest okkar sem hafa stundað kynlíf smitast einhvern tímann á lífsleiðinni af HPV. Nóg er að hafa stundað kynlíf með einum einstaklingi einu sinni þótt fjöldi rekkjunauta auki líkur á smiti. 12. september 2014 07:00
Dreifing bóluefnisins er hafin Dreifing á bóluefni gegn HPV, sem getur valdið leghálskrabbameini, hófst fyrir helgi. Í framhaldi af því hefst almenn bólusetning stúlkna í 7. og 8. bekk grunnskóla. Framkvæmd bólusetningarinnar er í höndum heilsugæslunnar. Bólusett verður með bóluefninu Cervarix og felur full bólusetning í sér þrjár sprautur sem gefnar verða á sex til tólf mánaða tímabili. 19. september 2011 03:15