Samkvæmt Stefáni Borgþórssyni, framkvæmdastjóra körfuknattleiksdeildar Hauka, ákvað félagið að láta ársmiðahafa sína ganga fyrir og fengu ÍR-ingar enga miða á leik kvöldsins.
Samkvæmt reglugerð Körfuknattleikssambands Íslands eiga gestalið rétt á 30 prósent heildarmiðafjölda á leik hvern en það sama á ekki við um hefðbundna deildarkeppni.
Leikur Hauka og ÍR er gríðarmikilvægur fyrir bæði lið en Haukar eru sem stendur í neðsta sæti Dominos-deildarinnar og berjast fyrir lífi sínu á meðan ÍR berst um að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni.
Leikur kvöldsins er í beinni textalýsingu á Vísi. Hana má finna hér.

Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.