Washington DC skrefi nær því að verða ríki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2021 18:00 Bandaríska þinghúsið í Washington-borg. Vísir/Getty Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag tillögu þess efnis að Washington DC verði 51. ríki Bandaríkjanna. Það er annað skiptið á innan við ári sem málið er tekið fyrir í fulltrúadeildinni en verður því nú vísað til öldungadeildar þingsins. Tillagan var samþykkt af fulltrúadeildinni með 216 atkvæðum en 208 greiddu atkvæði gegn tillögunni. Enginn þingmaður Repúblikana greiddi atkvæði með tillögunni og er því óvíst hver örlög hennar verða í öldungadeildinni, þar sem 50 þingmenn eru Demókratar og 50 Repúblikanar. Andstöðu Repúblikana vill fréttastofa Reuters rekja til pólitískra skoðana íbúa Washington borgar en meirihluti þeirra eru Demókratar. Því er talið líklegt að verði Washington DC sitt eigið ríki muni tveir fulltrúar þess í öldungadeildinni vera demókratar sem myndi breyta stöðunni talsvert. Demókratar hafa barist fyrir því að Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna, verði ríki í áratugi. Verði Washington gert að ríki er það fyrsta skiptið frá árinu 1959 sem nýju ríki er bætt við Bandaríkin, en þá gengu Alaska og Hawaii til liðs við ríkið. Ein helstu rök Demókrata fyrir því að gera Washington DC að ríki eru þau að íbúar borgarinnar hafi engan kosningarétt í kosningum til þings Bandaríkjanna, þrátt fyrir að þeir borgi skatta, þjóni í hernum og starfi innan stjórnsýslunnar. Lagt er til að hið nýja ríki verði nefnt Washington, Douglass Commonwealth, í höfuðið á George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna, og Frederick Douglass, fyrrum þræli og baráttumanni fyrir afnámi þrælahalds. Tillagan var fyrst tekin fyrir í fulltrúadeildinni í júní í fyrra og var þá samþykkt með 232 atkvæðum gegn 180. Öldungadeildin neitaði á þeim tíma að taka málið fyrir. Verði Washington DC gert að ríki mun að minnsta kosti einn fulltrúi ríkisins sitja í fulltrúadeildinni. Íbúar borgarinnar eru um 700 þúsund, sem er meira en í ríkjunum Wyoming og Vermont. Fjöldi fulltrúa ríkja í deildinni ræðst af íbúafjölda en öll ríki hafa tvo fulltrúa í öldungadeildinni, óháð íbúafjölda. Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Tillagan var samþykkt af fulltrúadeildinni með 216 atkvæðum en 208 greiddu atkvæði gegn tillögunni. Enginn þingmaður Repúblikana greiddi atkvæði með tillögunni og er því óvíst hver örlög hennar verða í öldungadeildinni, þar sem 50 þingmenn eru Demókratar og 50 Repúblikanar. Andstöðu Repúblikana vill fréttastofa Reuters rekja til pólitískra skoðana íbúa Washington borgar en meirihluti þeirra eru Demókratar. Því er talið líklegt að verði Washington DC sitt eigið ríki muni tveir fulltrúar þess í öldungadeildinni vera demókratar sem myndi breyta stöðunni talsvert. Demókratar hafa barist fyrir því að Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna, verði ríki í áratugi. Verði Washington gert að ríki er það fyrsta skiptið frá árinu 1959 sem nýju ríki er bætt við Bandaríkin, en þá gengu Alaska og Hawaii til liðs við ríkið. Ein helstu rök Demókrata fyrir því að gera Washington DC að ríki eru þau að íbúar borgarinnar hafi engan kosningarétt í kosningum til þings Bandaríkjanna, þrátt fyrir að þeir borgi skatta, þjóni í hernum og starfi innan stjórnsýslunnar. Lagt er til að hið nýja ríki verði nefnt Washington, Douglass Commonwealth, í höfuðið á George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna, og Frederick Douglass, fyrrum þræli og baráttumanni fyrir afnámi þrælahalds. Tillagan var fyrst tekin fyrir í fulltrúadeildinni í júní í fyrra og var þá samþykkt með 232 atkvæðum gegn 180. Öldungadeildin neitaði á þeim tíma að taka málið fyrir. Verði Washington DC gert að ríki mun að minnsta kosti einn fulltrúi ríkisins sitja í fulltrúadeildinni. Íbúar borgarinnar eru um 700 þúsund, sem er meira en í ríkjunum Wyoming og Vermont. Fjöldi fulltrúa ríkja í deildinni ræðst af íbúafjölda en öll ríki hafa tvo fulltrúa í öldungadeildinni, óháð íbúafjölda.
Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira