Umfjöllun: Höttur-Valur 91-95 | Jordan afgreiddi Hött Gunnar Gunnarsson skrifar 22. apríl 2021 20:05 Jón Arnór Stefánsson og liðsfélagar hans unnu góðan sigur á Egilsstöðum í kvöld. Visir/Hulda Margrét 33 stig Jordan Roland í seinni hálfleik voru ástæðan fyrir 91-95 sigri Val á Hetti í fyrst leik Domino‘s deildar karla í körfuknattleik eftir mánaðarhlé. Egilsstaðaliðið var þó yfir lengst af í leiknum. Höttur var yfir í hálftíma í leiknum, frá 8. til 37. mínútu. Það er hins vegar lokastaðan sem gildir og hún var Val í hag. Munurinn var heldur aldrei mikill, mest um tíu stig. Gestirnir voru sýnilega ryðgaðir eftir hléið í fyrri hálfleik, gerðu talsvert af mistökum. Á sama tíma fór Hattarliðið af stað og fyrstu mínúturnar virtust Michael Mallory og Bryan Alberts geta skorað hvaðan sem þeir vildu. Heldur hægðist á Alberts þegar á leið en Mallory hélt áfram og endaði leikinn með 30 stig. Höttur leiddi eftir fyrsta leikhluta 28-24 en 47-38 í hálfleik. Í bæði skiptin voru gestirnir komnir í erfið mál en náðu að klóra frá sér og minnka muninn áður en leiktíminn var úti. Hattarvörnin var öflug, hafði góðar gætur á Jordan sem náði sjaldan að skjóta og komst loks á blað rétt fyrir hálfleik þegar hann setti niður tvö vítaskot. Annar Jordan eftir leikhlé En í seinni hálfleik var sem annar maður væri kominn í treyju númer 41. Hann skoraði alls staðar af vellinum, fékk boltann fyrir utan þriggja stiga línuna og var snöggur upp í skot eða keyrði á körfuna. Forskot Hattar hvarf ekki en var þrjú stig, 64-61 þegar þriðja leikhluta lauk. Valur komst síðan loks yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af leiknum og var þar vitaskuld Jordan á ferð þegar hann kom gestunum í 82-83. Þarna var Valsvörnin komin í gang og farin að þrengja að skotfærum Hattarliðsins. Þeir sluppu reyndar vel í sókninni á undan þegar Pavel Ermolinskij virtist hrinda Sigurði Gunnari Þorsteinssyni á samherja sinn Eystein Bjarna Ævarsson sem var á leið í skot en dómar leiksins töldu það ekki brot og Valur fékk innkast. Höttur komst reyndar yfir 84-83 en í næstu sókn braut Sigurður Gunnar á Jordan í þriggja stiga skoti. Hann raðaði niður vítunum þremur. Þar með var Valur kominn með tveggja stiga skorskot, Jordan skoraði svo aftur í næstu sókn. Þá var munurinn orðinn fjögur stig, 84-88 og aðeins rúm mínúta eftir. Hún fór af miklu leyti fram á vítalínunni. Höttur eygði von þegar Alberts minnkaði muninn í 88-90, hinu megin fengu Valsmenn víti með 11 sekúndur eftir. Jordan klikkaði loks í seinna vítinu en Pavel náði frákastinu og villu þannig hann fór á línuna þaðan sem hann setti niður einu stig sín í leiknum. Jordan átti sem fyrr segir stórleik þar sem hann skoraði alls 35 stig, þarf af 33 í seinni hálfeik. Af öðrum leikmönnum Vals má nefna Sinisa Bilic sem var næst stigahæstur með 18 stig og tók að auki 12 fráköst, þar af sex dýrmæt sóknarfráköst. Hvað réði úrslitum? Stórleikur Jordan í seinni hálfleik. Um það þarf ekki að fjölyrða. Þriðja heimaleikinn í röð er Höttur með andstæðinginn í fanginu en missir hann úr greipum sér á lokamínútunum. Liðið hefur spilað vel en bæði verið óheppið og klaufalegt í að klára leikina. Hvað gekk vel? Margt í leik Hattar, bæði sókn og vörn gekk ágætlega. Ekki er hægt að kvarta yfir framlagi Mallory í sókninni. En það sem gekk best voru skotin hjá Jordan, sem endaði meðal annars með 40% nýtingu úr þriggja stiga skotum. Fimm slík fóru ofan í hjá honum. Hvað gekk illa? Valsmenn voru ryðgaðir í seinni hálfleik. Værð var yfir Hattarliðinu á köflum í seinni hálfleik og vantaði að fylgja eftir flottum fyrri hálfleik. Hvað er næst? Valur þokast áfram upp töfluna eftir fimm sigra í röð og verður í 5. sætinu til morguns. Liðið tekur á móti Þór Akureyri sem steinlá gegn Tindastól í kvöld á sunnudag. Höttur er áfram í næst neðsta sætinu. Þeir eiga útileik í Njarðvík á mánudagskvöld. Sá leikur skiptir bæði lið gríðarlegu máli í fallbaráttunni en Njarðvík er tveimur stigum á undan fyrir nágrannaslag í Grindavík á morgun. Viðar Örn: Verðum að komast yfir þessa helvítis þúfu Viðar Örn, þjálfari Hattar. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, sagðist að stærstum hluta sáttur við frammistöðu síns liðs þrátt fyrir 91-95 ósigur gegn Val í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Höttur var yfir í 30 mínútur í leiknum en Valsmenn sigur fram úr síðustu þrjár mínúturnar. Þá munaði um 35 stig frá Jordan Roland í leiknum „Mér fannst frammistaða liðsins fín á langstærstu köflunum. Það kom reyndar kafli í seinni hálfleik þar sem við spiluðum full hægt. En Jordan Roland gerði okkur svakalega erfitt fyrir. Þegar hann klikkaði á skotum í seinni hálfleik tók (Sinisa) Bilic frákastið, ég held hann hafi tekið sex sóknarfráköst í hálfleiknum. Við vorum að spila yfir einu ef 2-3 bestu liðum landsins en svo var það þekkingin á hvernig ætti að klára leikinn sem gerði þá betri á lokametrunum. Við þurfum að komast yfir þessa helvítis þúfu. Við getum verið fúlir yfir nokkrum villum hérna, mér finnst leikmennirnir eiga að fá að klára þetta en það er best að tjá sig sem minnst.“ Höttur heimsækir næst Njarðvík í fallslag á mánudagskvöld. „Við fengum aðeins högg í magann í kvöld en á morgun byrjar undirbúningur fyrir næsta leik. Við erum góðir, síðan vantar aðeins meiri trú, skynsemi og orku í lokin. Ég hef trú á að við snúum þessu við á mánudag.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Valur Höttur
33 stig Jordan Roland í seinni hálfleik voru ástæðan fyrir 91-95 sigri Val á Hetti í fyrst leik Domino‘s deildar karla í körfuknattleik eftir mánaðarhlé. Egilsstaðaliðið var þó yfir lengst af í leiknum. Höttur var yfir í hálftíma í leiknum, frá 8. til 37. mínútu. Það er hins vegar lokastaðan sem gildir og hún var Val í hag. Munurinn var heldur aldrei mikill, mest um tíu stig. Gestirnir voru sýnilega ryðgaðir eftir hléið í fyrri hálfleik, gerðu talsvert af mistökum. Á sama tíma fór Hattarliðið af stað og fyrstu mínúturnar virtust Michael Mallory og Bryan Alberts geta skorað hvaðan sem þeir vildu. Heldur hægðist á Alberts þegar á leið en Mallory hélt áfram og endaði leikinn með 30 stig. Höttur leiddi eftir fyrsta leikhluta 28-24 en 47-38 í hálfleik. Í bæði skiptin voru gestirnir komnir í erfið mál en náðu að klóra frá sér og minnka muninn áður en leiktíminn var úti. Hattarvörnin var öflug, hafði góðar gætur á Jordan sem náði sjaldan að skjóta og komst loks á blað rétt fyrir hálfleik þegar hann setti niður tvö vítaskot. Annar Jordan eftir leikhlé En í seinni hálfleik var sem annar maður væri kominn í treyju númer 41. Hann skoraði alls staðar af vellinum, fékk boltann fyrir utan þriggja stiga línuna og var snöggur upp í skot eða keyrði á körfuna. Forskot Hattar hvarf ekki en var þrjú stig, 64-61 þegar þriðja leikhluta lauk. Valur komst síðan loks yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af leiknum og var þar vitaskuld Jordan á ferð þegar hann kom gestunum í 82-83. Þarna var Valsvörnin komin í gang og farin að þrengja að skotfærum Hattarliðsins. Þeir sluppu reyndar vel í sókninni á undan þegar Pavel Ermolinskij virtist hrinda Sigurði Gunnari Þorsteinssyni á samherja sinn Eystein Bjarna Ævarsson sem var á leið í skot en dómar leiksins töldu það ekki brot og Valur fékk innkast. Höttur komst reyndar yfir 84-83 en í næstu sókn braut Sigurður Gunnar á Jordan í þriggja stiga skoti. Hann raðaði niður vítunum þremur. Þar með var Valur kominn með tveggja stiga skorskot, Jordan skoraði svo aftur í næstu sókn. Þá var munurinn orðinn fjögur stig, 84-88 og aðeins rúm mínúta eftir. Hún fór af miklu leyti fram á vítalínunni. Höttur eygði von þegar Alberts minnkaði muninn í 88-90, hinu megin fengu Valsmenn víti með 11 sekúndur eftir. Jordan klikkaði loks í seinna vítinu en Pavel náði frákastinu og villu þannig hann fór á línuna þaðan sem hann setti niður einu stig sín í leiknum. Jordan átti sem fyrr segir stórleik þar sem hann skoraði alls 35 stig, þarf af 33 í seinni hálfeik. Af öðrum leikmönnum Vals má nefna Sinisa Bilic sem var næst stigahæstur með 18 stig og tók að auki 12 fráköst, þar af sex dýrmæt sóknarfráköst. Hvað réði úrslitum? Stórleikur Jordan í seinni hálfleik. Um það þarf ekki að fjölyrða. Þriðja heimaleikinn í röð er Höttur með andstæðinginn í fanginu en missir hann úr greipum sér á lokamínútunum. Liðið hefur spilað vel en bæði verið óheppið og klaufalegt í að klára leikina. Hvað gekk vel? Margt í leik Hattar, bæði sókn og vörn gekk ágætlega. Ekki er hægt að kvarta yfir framlagi Mallory í sókninni. En það sem gekk best voru skotin hjá Jordan, sem endaði meðal annars með 40% nýtingu úr þriggja stiga skotum. Fimm slík fóru ofan í hjá honum. Hvað gekk illa? Valsmenn voru ryðgaðir í seinni hálfleik. Værð var yfir Hattarliðinu á köflum í seinni hálfleik og vantaði að fylgja eftir flottum fyrri hálfleik. Hvað er næst? Valur þokast áfram upp töfluna eftir fimm sigra í röð og verður í 5. sætinu til morguns. Liðið tekur á móti Þór Akureyri sem steinlá gegn Tindastól í kvöld á sunnudag. Höttur er áfram í næst neðsta sætinu. Þeir eiga útileik í Njarðvík á mánudagskvöld. Sá leikur skiptir bæði lið gríðarlegu máli í fallbaráttunni en Njarðvík er tveimur stigum á undan fyrir nágrannaslag í Grindavík á morgun. Viðar Örn: Verðum að komast yfir þessa helvítis þúfu Viðar Örn, þjálfari Hattar. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, sagðist að stærstum hluta sáttur við frammistöðu síns liðs þrátt fyrir 91-95 ósigur gegn Val í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Höttur var yfir í 30 mínútur í leiknum en Valsmenn sigur fram úr síðustu þrjár mínúturnar. Þá munaði um 35 stig frá Jordan Roland í leiknum „Mér fannst frammistaða liðsins fín á langstærstu köflunum. Það kom reyndar kafli í seinni hálfleik þar sem við spiluðum full hægt. En Jordan Roland gerði okkur svakalega erfitt fyrir. Þegar hann klikkaði á skotum í seinni hálfleik tók (Sinisa) Bilic frákastið, ég held hann hafi tekið sex sóknarfráköst í hálfleiknum. Við vorum að spila yfir einu ef 2-3 bestu liðum landsins en svo var það þekkingin á hvernig ætti að klára leikinn sem gerði þá betri á lokametrunum. Við þurfum að komast yfir þessa helvítis þúfu. Við getum verið fúlir yfir nokkrum villum hérna, mér finnst leikmennirnir eiga að fá að klára þetta en það er best að tjá sig sem minnst.“ Höttur heimsækir næst Njarðvík í fallslag á mánudagskvöld. „Við fengum aðeins högg í magann í kvöld en á morgun byrjar undirbúningur fyrir næsta leik. Við erum góðir, síðan vantar aðeins meiri trú, skynsemi og orku í lokin. Ég hef trú á að við snúum þessu við á mánudag.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti