„Suðurnes eru heitasti sumardvalastaðurinn á árinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. apríl 2021 10:43 Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum segir aukna bjartsýni á svæðinu. Eldgosið hafi reynst mikil landkynning og verkefni í kringum uppbyggingu í Geldingadölum skapi mörg atvinnutækifæri. Hún telur að Suðurnes verði heitasti sumardvalarstaðurinn í ár. „Við fengum Íslandsstofu til að skoða fyrir okkur hvaða áhrif erlend umfjöllun hefði á áhuga á Íslandi. Niðurstaða var að þegar eldgosið hafði verið í gangi í þrjár vikur höfðu lesendur erlendis lesið fréttir af gosinu 23 milljarða sinnum. Verðmat þessa er metið á ríflega sex milljarða þ.e. ef umfjöllunin hefði verið keypt,“ segir Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum . „Svæðið hér á Reykjanesi er skilgreint sem UNESCO Global Geopark og höfum skilgreint 55 áhugaverða staði á svæðinu. Suðurnes bjóða líka upp á ýmis konar menningu og afþreyingu. Við höfum því væntingar um að fólk komi hingað sérstaklega til að skoða eldgosið en líka aðrar minjar á svæðinu. Við vonum að þetta auki áhuga fólks á að koma og sjá gosið þegar það er í gangi en líka þegar því lýkur því þá er þetta eitt nýjasta land jarðkringlunnar. Suðurnes eru heitasti sumardvalastaðurinn á árinu,“ segir Berglind en bætir við að staða kórónuveirufaraldursins hafi að sjálfsögðu áhrif á hversu margir ferðamenn geti eða muni koma . Ferðamálaráðherra skipaði starfshóp um uppbyggingu í Geldingadölum sem á að skila fyrstu tillögum um næstu mánaðamót. Berglind segir að eldgosið geti haft mörg jákvæð áhrif á langtímaatvinnuleysi á svæðinu. „Það er um 24% atvinnuleysi á Suðurnesjum en við vonum að með verkefnum sem tengjast uppbyggingu á gossvæðinu verði hægt að draga úr því og svo að sjálfsögðu þegar ferðamannastraumurinn fer aftur að aukast. Grindavíkurbær hefur til að mynda gefið út að fólk verði ráðið í verkefni af atvinnuleysisskrá. Fólk væri til að mynda ráðið í störf til að aðstoða landverði á svæðinu og í verkefni sem tengjast uppbyggingu þess almennt,“ segir Berglind. „Við fengum þær frábæru fréttir frá Airport associates í síðustu viku að Bandarísk flugfélög eins og Delta ætli að byrja nú í maí að fljúga til landsins með bólusetta Bandaríkjamenn,“ segir Berglind. Ferðamennska á Íslandi Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Tengdar fréttir „Mjög ólíklegt að gjaldtaka verði tekin fyrir að ganga upp að gosinu“ Ferðamálaráðherra segir brýnt að hefja uppbyggingu innviða á eldgosavæðinu í Geldingadölum. Ekki hefur verið ákveðið hversu miklum fjármunum verður varið í verkefnið. Hún býst ekki við að gjald verði tekið fyrir að göngutúr að gosinu. 20. apríl 2021 13:15 Telur að botninum hafi verið náð í atvinnuleysi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, telur að með áframhaldandi árangri í sóttvörnum muni landið rísa á ný með hækkandi sól. 26. febrúar 2021 12:53 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Sjá meira
„Við fengum Íslandsstofu til að skoða fyrir okkur hvaða áhrif erlend umfjöllun hefði á áhuga á Íslandi. Niðurstaða var að þegar eldgosið hafði verið í gangi í þrjár vikur höfðu lesendur erlendis lesið fréttir af gosinu 23 milljarða sinnum. Verðmat þessa er metið á ríflega sex milljarða þ.e. ef umfjöllunin hefði verið keypt,“ segir Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum . „Svæðið hér á Reykjanesi er skilgreint sem UNESCO Global Geopark og höfum skilgreint 55 áhugaverða staði á svæðinu. Suðurnes bjóða líka upp á ýmis konar menningu og afþreyingu. Við höfum því væntingar um að fólk komi hingað sérstaklega til að skoða eldgosið en líka aðrar minjar á svæðinu. Við vonum að þetta auki áhuga fólks á að koma og sjá gosið þegar það er í gangi en líka þegar því lýkur því þá er þetta eitt nýjasta land jarðkringlunnar. Suðurnes eru heitasti sumardvalastaðurinn á árinu,“ segir Berglind en bætir við að staða kórónuveirufaraldursins hafi að sjálfsögðu áhrif á hversu margir ferðamenn geti eða muni koma . Ferðamálaráðherra skipaði starfshóp um uppbyggingu í Geldingadölum sem á að skila fyrstu tillögum um næstu mánaðamót. Berglind segir að eldgosið geti haft mörg jákvæð áhrif á langtímaatvinnuleysi á svæðinu. „Það er um 24% atvinnuleysi á Suðurnesjum en við vonum að með verkefnum sem tengjast uppbyggingu á gossvæðinu verði hægt að draga úr því og svo að sjálfsögðu þegar ferðamannastraumurinn fer aftur að aukast. Grindavíkurbær hefur til að mynda gefið út að fólk verði ráðið í verkefni af atvinnuleysisskrá. Fólk væri til að mynda ráðið í störf til að aðstoða landverði á svæðinu og í verkefni sem tengjast uppbyggingu þess almennt,“ segir Berglind. „Við fengum þær frábæru fréttir frá Airport associates í síðustu viku að Bandarísk flugfélög eins og Delta ætli að byrja nú í maí að fljúga til landsins með bólusetta Bandaríkjamenn,“ segir Berglind.
Ferðamennska á Íslandi Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Tengdar fréttir „Mjög ólíklegt að gjaldtaka verði tekin fyrir að ganga upp að gosinu“ Ferðamálaráðherra segir brýnt að hefja uppbyggingu innviða á eldgosavæðinu í Geldingadölum. Ekki hefur verið ákveðið hversu miklum fjármunum verður varið í verkefnið. Hún býst ekki við að gjald verði tekið fyrir að göngutúr að gosinu. 20. apríl 2021 13:15 Telur að botninum hafi verið náð í atvinnuleysi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, telur að með áframhaldandi árangri í sóttvörnum muni landið rísa á ný með hækkandi sól. 26. febrúar 2021 12:53 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Sjá meira
„Mjög ólíklegt að gjaldtaka verði tekin fyrir að ganga upp að gosinu“ Ferðamálaráðherra segir brýnt að hefja uppbyggingu innviða á eldgosavæðinu í Geldingadölum. Ekki hefur verið ákveðið hversu miklum fjármunum verður varið í verkefnið. Hún býst ekki við að gjald verði tekið fyrir að göngutúr að gosinu. 20. apríl 2021 13:15
Telur að botninum hafi verið náð í atvinnuleysi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, telur að með áframhaldandi árangri í sóttvörnum muni landið rísa á ný með hækkandi sól. 26. febrúar 2021 12:53