Fjórða hver íbúð selst yfir ásettu verði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. apríl 2021 09:02 Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki hækkað jafnmikið á milli mánaða síðan í maí fyrir fjórum árum. Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali um 1,6% milli febrúar og mars sem er mesta hækkun sem hefur sést milli mánaða síðan í maí 2017. Verð á fjölbýli hækkaði um 1,46% og verð á sérbýli hækkaði um 1,54%. Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs mælist nú 8,9% og hefur ekki verið hærri síðan í febrúar 2018. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Mikil umræða hefur verið um aukna spennu á íbúðamarkaði undanfarið. Sölutími hefur styst, mánaðarleg velta er mikil og hátt hlutfall íbúða selst yfir ásettu verði. „Nýjustu tölur HMS benda til þess að 25% íbúða í fjölbýli seljist nú yfir ásettu verði og um 28% í sérbýli. Til samanburðar var hlutfallið 13% á sérbýli fyrir ári síðan og 11% á fjölbýli. Síðast þegar svo hátt hlutfall seldist yfir ásettu verði voru sömuleiðis miklar hækkanir á íbúðaverði. Tölur marsmánaðar koma því ekki á óvart. Það hefði jafnvel mátt búast við þessum hækkunum fyrr, en hækkunin milli mánaða í febrúar var aðeins 0,6% og aðeins 0,1% í janúar,“ segir í Hagsjánni. Í mars var 971 kaupsamningur undirritaður samkvæmt bráðabirgðatölum frá Þjóðskrá en þeir voru til samanburðar 620 talsins í mars í fyrra og 633 í mars árið 2019. Fjöldi undirritaðra kaupsamninga í hverjum mánuði hefur aukist um allt að 57% milli ára og er nú er orðið svipaður því sem sást síðast árið 2007. „Það er líklegt að þessi mikla eftirspurn sem nú er til staðar sé tímabundin vegna lágra vaxta og þeirra aðstæðna sem Covid-faraldurinn hefur skapað þar sem ferðalög og tækifæri til neyslu eru takmörkuð. Húsnæði hefur löngum verið talið örugg fjárfesting og nú þegar vextir eru lágir og sparnaður hefur aukist, leitar hluti þess fjármagns inn á húsnæðismarkað.“ Fasteignamarkaður Íslenskir bankar Mest lesið Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Verð á fjölbýli hækkaði um 1,46% og verð á sérbýli hækkaði um 1,54%. Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs mælist nú 8,9% og hefur ekki verið hærri síðan í febrúar 2018. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Mikil umræða hefur verið um aukna spennu á íbúðamarkaði undanfarið. Sölutími hefur styst, mánaðarleg velta er mikil og hátt hlutfall íbúða selst yfir ásettu verði. „Nýjustu tölur HMS benda til þess að 25% íbúða í fjölbýli seljist nú yfir ásettu verði og um 28% í sérbýli. Til samanburðar var hlutfallið 13% á sérbýli fyrir ári síðan og 11% á fjölbýli. Síðast þegar svo hátt hlutfall seldist yfir ásettu verði voru sömuleiðis miklar hækkanir á íbúðaverði. Tölur marsmánaðar koma því ekki á óvart. Það hefði jafnvel mátt búast við þessum hækkunum fyrr, en hækkunin milli mánaða í febrúar var aðeins 0,6% og aðeins 0,1% í janúar,“ segir í Hagsjánni. Í mars var 971 kaupsamningur undirritaður samkvæmt bráðabirgðatölum frá Þjóðskrá en þeir voru til samanburðar 620 talsins í mars í fyrra og 633 í mars árið 2019. Fjöldi undirritaðra kaupsamninga í hverjum mánuði hefur aukist um allt að 57% milli ára og er nú er orðið svipaður því sem sást síðast árið 2007. „Það er líklegt að þessi mikla eftirspurn sem nú er til staðar sé tímabundin vegna lágra vaxta og þeirra aðstæðna sem Covid-faraldurinn hefur skapað þar sem ferðalög og tækifæri til neyslu eru takmörkuð. Húsnæði hefur löngum verið talið örugg fjárfesting og nú þegar vextir eru lágir og sparnaður hefur aukist, leitar hluti þess fjármagns inn á húsnæðismarkað.“
Fasteignamarkaður Íslenskir bankar Mest lesið Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira