Frammistaða Samgöngustofu í eftirliti með WOW hafði áhrif á að staða forstjóra var auglýst Heimir Már Pétursson skrifar 20. apríl 2021 19:20 Ríkisendurskoðun gagnrýnir frammistöðu Samgöngustofu í eftirliti með WOW Air rúma síðasta árið sem félagið starfaði fyrir gjaldþrot í lok mars 2019. Vísir/Vilhelm Samgönguráðherra segir ófullnægjandi framgöngu Samgöngustofu í eftirliti með fjárhagsstöðu WOW Air hafa haft áhrif á ákvörðun hans um að auglýsa stöðu forstjóra stofnunarinnar lausa til umsóknar. Þáverandi forstjóri var einn umsækjenda en var ekki endurráðinn. Strax í lok árs 2017 var farið að bera á vanskilum WOW Air með gjöld til Ísavia. Þrátt fyrir einhverjar innborganir samkvæmt nýtti skýrslu Ríkisendurskoðunar uxu skuldirnar hratt og námu ríflega tvimur milljörðum þegar WOW varð gjaldþrota hinn 28. mars árið 2019. Gjaldþrotið hafði mikil áhrif á stöðu þjóðarbúsins. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar óskaði samgönguráðuneytið eftir upplýsingum frá Samgöngustofu í maí 2018 um hvernig eftirliti hennar með WOW væri háttað. Nauðsynlegar breytingar á eftirlitinu hafi ekki náð fram að ganga þegar komið var fram í ágúst það ár. Sigurður Ingi Jóhannsson var augljóslega ekki ánægður með slægt eftirlit Samgöngustofu með WOW Air allt frá árinu 2017 fram að haustinu 2018.Vísir/Vilhelm Ráðuneytið sendi Samgöngustofu leiðbeiningar og fyrirmæli í byrjun september 2018 en Samgöngustofa gaf ráðuneytinu eftir það misvísandi og rangar upplýsingar um stöðu mála. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir Ísavia sjálfstætt félaga og Samgöngustofa sé sjálfstæð í sínum störfum. „En við bentum á að eftirlit með fjárhagsstöðunni væri ekki eins og við töldum eðlilegt. Það er að segja verklagið. En eftirlitið er í höndum Samgöngustofu. Við getum ekki verið að hlutast til um það hvernig það er unnið en við getum hlutast til um að það sé unnið,“ segir samgönguráðherra. Um fimm mánuðum síðar var staða forstjóra Samgöngustofu auglýst laus til umsóknar að loknum fimm ára skipunartíma Þórólfs Árnasonar. Hann sóttist eftir að gegna embættinu áfram en annar var ráðinn í hans stað. „Það var heildstætt mat mitt að taka ákvörðun um að auglýsa það starf. En augljóslega var þetta einn af þeim þáttum sem kom til álita við það heildstæða mat,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Staðan hafi síðan verið auglýst og fólk sótt um hana. WOW Air Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir WOW-skýrslan áfellisdómur yfir stjórnsýslunni Skýrsla ríkisendurskoðunar um fall WOW air er áfellisdómur yfir stjórnsýslunni að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Samgöngustofa fær harða útreið og er sögð hafa starfað með viðskiptalega hagsmuni félagsins að leiðarljósi. 15. apríl 2021 13:33 Samgöngustofa veitti röng og misvísandi svör þegar WOW air var í basli Samgöngustofa er gagnrýnd harðlega í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á falli WOW air. Viðskiptalegir hagsmunir flugfélagsins virðist í einhverjum tilvikum hafa verið hafðir að leiðarljósi. 14. apríl 2021 15:08 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Strax í lok árs 2017 var farið að bera á vanskilum WOW Air með gjöld til Ísavia. Þrátt fyrir einhverjar innborganir samkvæmt nýtti skýrslu Ríkisendurskoðunar uxu skuldirnar hratt og námu ríflega tvimur milljörðum þegar WOW varð gjaldþrota hinn 28. mars árið 2019. Gjaldþrotið hafði mikil áhrif á stöðu þjóðarbúsins. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar óskaði samgönguráðuneytið eftir upplýsingum frá Samgöngustofu í maí 2018 um hvernig eftirliti hennar með WOW væri háttað. Nauðsynlegar breytingar á eftirlitinu hafi ekki náð fram að ganga þegar komið var fram í ágúst það ár. Sigurður Ingi Jóhannsson var augljóslega ekki ánægður með slægt eftirlit Samgöngustofu með WOW Air allt frá árinu 2017 fram að haustinu 2018.Vísir/Vilhelm Ráðuneytið sendi Samgöngustofu leiðbeiningar og fyrirmæli í byrjun september 2018 en Samgöngustofa gaf ráðuneytinu eftir það misvísandi og rangar upplýsingar um stöðu mála. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir Ísavia sjálfstætt félaga og Samgöngustofa sé sjálfstæð í sínum störfum. „En við bentum á að eftirlit með fjárhagsstöðunni væri ekki eins og við töldum eðlilegt. Það er að segja verklagið. En eftirlitið er í höndum Samgöngustofu. Við getum ekki verið að hlutast til um það hvernig það er unnið en við getum hlutast til um að það sé unnið,“ segir samgönguráðherra. Um fimm mánuðum síðar var staða forstjóra Samgöngustofu auglýst laus til umsóknar að loknum fimm ára skipunartíma Þórólfs Árnasonar. Hann sóttist eftir að gegna embættinu áfram en annar var ráðinn í hans stað. „Það var heildstætt mat mitt að taka ákvörðun um að auglýsa það starf. En augljóslega var þetta einn af þeim þáttum sem kom til álita við það heildstæða mat,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Staðan hafi síðan verið auglýst og fólk sótt um hana.
WOW Air Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir WOW-skýrslan áfellisdómur yfir stjórnsýslunni Skýrsla ríkisendurskoðunar um fall WOW air er áfellisdómur yfir stjórnsýslunni að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Samgöngustofa fær harða útreið og er sögð hafa starfað með viðskiptalega hagsmuni félagsins að leiðarljósi. 15. apríl 2021 13:33 Samgöngustofa veitti röng og misvísandi svör þegar WOW air var í basli Samgöngustofa er gagnrýnd harðlega í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á falli WOW air. Viðskiptalegir hagsmunir flugfélagsins virðist í einhverjum tilvikum hafa verið hafðir að leiðarljósi. 14. apríl 2021 15:08 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
WOW-skýrslan áfellisdómur yfir stjórnsýslunni Skýrsla ríkisendurskoðunar um fall WOW air er áfellisdómur yfir stjórnsýslunni að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Samgöngustofa fær harða útreið og er sögð hafa starfað með viðskiptalega hagsmuni félagsins að leiðarljósi. 15. apríl 2021 13:33
Samgöngustofa veitti röng og misvísandi svör þegar WOW air var í basli Samgöngustofa er gagnrýnd harðlega í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á falli WOW air. Viðskiptalegir hagsmunir flugfélagsins virðist í einhverjum tilvikum hafa verið hafðir að leiðarljósi. 14. apríl 2021 15:08