Oddur Eysteinn er múltimilljóner eins og staðan er í dag Jakob Bjarnar skrifar 19. apríl 2021 16:04 Oddur Eysteinn veltir því nú fyrir sér hvað hann getur gert fyrir 900 milljónir króna. Sem er eflaust eitt og annað. aðsend Oddur Eysteinn Friðriksson gjörningalistamaður fékk að sögn óvænt 900 milljónir inná reikning sinn og veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. „Já, ég er múltimilljóner eins og staðan er núna. Og því má fagna,“ segir Oddur Eysteinn í samtali við Vísi. Hann segir svo frá að í gær hafi hann farið inn á heimabankann sinn í gær og rekið upp stór augu. Þá hafði einhver millifært inn á bankareikning hans heilum 900 milljónum. Hann veit ekki hver en, samkvæmt bókhaldi, var hann sjálfur þar að verki. Óvænt voru komnar heilar 900 milljónir inn á reikning gjörningalistamannsins, sem nú er farinn að horfa til þess hvernig hann getur náð í litlar 100 milljónir í viðbót til að geta kallast milljarðamæringur. „Ég hafði samband við Arion banka í morgun og þau sögðust ætla að tékka á þessu,“ segir Oddur Eysteinn og hlær. Bankamennirnir virðast furðu rólegir yfir þessu. Því þar eru milljónirnar enn. „Þeir virðast treysta mér fyrir þessu.“ Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrui Arion banka staðfestir þetta en segir reyndar að það' sé búið að taka féð til baka. Hann segir að nokkrir hafi lent í þessu. „Ástæðan er sú að við vorum að innleiða nýtt greiðslu og innlánakerfi. Mjög umfangsmikið verkefni. Við vissum að eitthvað óvænt kæmi uppá í svona stórri innleiðingu. Slíkt gerist,“ segir Haraldur Guðni og ekki á honum að heyra að hann muni missa svefn yfir þessu. Hvað á gjörningalistmaður að gera við 900 milljónir? Fjölmargir hafa látið sig dreyma og velt því fyrir sér hvað þeir eigi að gera ef þeir óvænt verða miljjarðamæringar og geta leyft sér hvað sem er án nokkurra takmarkana. Oddur Eysteinn hefur verið settur í slíka stöðu. „Ég er búinn að vera að spá í því í allan dag hvað ég á að gera með þetta. Þeir hefðu ekki getað lent á verri aðila, sko, ég er gjörningalistamaður: Hvað á gjörningalistamaður að gera við 900 milljónir?“ Síðasti stóri gjörningur Odds Eysteins vakti mikla athygli, en hann er um MoM-air. „Hverjar eru líkurnar á því að einhver mistök séu og 900 miljónir settar á reikninginn minn? Ég er farinn að halda að einhverjir vilji fjárfesta í MoM air. Play var að fá einhverja innspýtingu. Hvort Arion hafi ákveðið að leggja einhvern pening í þetta verkefni hjá mér?“ Bóka flug út í heim og fara í lýtaaðgerð Oddur Eysteinn segist hafa verið í skýjunum með sinn bólgna bankareikning. Er á meðan er. „Ég er næstum því milljarðamæringur. Vantar bara hundrað milljónir uppá," segir Oddur Eysteinn og helst á honum að heyra að það sé ekki neitt. Sagt er að fyrsta milljónin sé erfiðust. Oddur Eystienn er kominn með 900 slíkar á einum degi. Heitar umræður hafa skapast í vinahópi gjörningalistamannsins, því óneitanlega er geggjað að velta því fyrir sér hvað eigi að gera við allan þennan pening. Einhverjir vilja að Oddur drífi sig í að eyða þessu, fjárfesti í rafmynt, borgi upp skuldir vina og vandamanna. Góðgerðarfélög hafa verið nefnd til sögunnar. „Og einn stakk uppá því að ég ætti að bóka mér flugmiða út í heim og fara í lýtaaðgerð. Og láta mig hverfa,“ segir Oddur Eysteinn. Honum er skemmt. Íslenskir bankar Myndlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Sjá meira
„Já, ég er múltimilljóner eins og staðan er núna. Og því má fagna,“ segir Oddur Eysteinn í samtali við Vísi. Hann segir svo frá að í gær hafi hann farið inn á heimabankann sinn í gær og rekið upp stór augu. Þá hafði einhver millifært inn á bankareikning hans heilum 900 milljónum. Hann veit ekki hver en, samkvæmt bókhaldi, var hann sjálfur þar að verki. Óvænt voru komnar heilar 900 milljónir inn á reikning gjörningalistamannsins, sem nú er farinn að horfa til þess hvernig hann getur náð í litlar 100 milljónir í viðbót til að geta kallast milljarðamæringur. „Ég hafði samband við Arion banka í morgun og þau sögðust ætla að tékka á þessu,“ segir Oddur Eysteinn og hlær. Bankamennirnir virðast furðu rólegir yfir þessu. Því þar eru milljónirnar enn. „Þeir virðast treysta mér fyrir þessu.“ Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrui Arion banka staðfestir þetta en segir reyndar að það' sé búið að taka féð til baka. Hann segir að nokkrir hafi lent í þessu. „Ástæðan er sú að við vorum að innleiða nýtt greiðslu og innlánakerfi. Mjög umfangsmikið verkefni. Við vissum að eitthvað óvænt kæmi uppá í svona stórri innleiðingu. Slíkt gerist,“ segir Haraldur Guðni og ekki á honum að heyra að hann muni missa svefn yfir þessu. Hvað á gjörningalistmaður að gera við 900 milljónir? Fjölmargir hafa látið sig dreyma og velt því fyrir sér hvað þeir eigi að gera ef þeir óvænt verða miljjarðamæringar og geta leyft sér hvað sem er án nokkurra takmarkana. Oddur Eysteinn hefur verið settur í slíka stöðu. „Ég er búinn að vera að spá í því í allan dag hvað ég á að gera með þetta. Þeir hefðu ekki getað lent á verri aðila, sko, ég er gjörningalistamaður: Hvað á gjörningalistamaður að gera við 900 milljónir?“ Síðasti stóri gjörningur Odds Eysteins vakti mikla athygli, en hann er um MoM-air. „Hverjar eru líkurnar á því að einhver mistök séu og 900 miljónir settar á reikninginn minn? Ég er farinn að halda að einhverjir vilji fjárfesta í MoM air. Play var að fá einhverja innspýtingu. Hvort Arion hafi ákveðið að leggja einhvern pening í þetta verkefni hjá mér?“ Bóka flug út í heim og fara í lýtaaðgerð Oddur Eysteinn segist hafa verið í skýjunum með sinn bólgna bankareikning. Er á meðan er. „Ég er næstum því milljarðamæringur. Vantar bara hundrað milljónir uppá," segir Oddur Eysteinn og helst á honum að heyra að það sé ekki neitt. Sagt er að fyrsta milljónin sé erfiðust. Oddur Eystienn er kominn með 900 slíkar á einum degi. Heitar umræður hafa skapast í vinahópi gjörningalistamannsins, því óneitanlega er geggjað að velta því fyrir sér hvað eigi að gera við allan þennan pening. Einhverjir vilja að Oddur drífi sig í að eyða þessu, fjárfesti í rafmynt, borgi upp skuldir vina og vandamanna. Góðgerðarfélög hafa verið nefnd til sögunnar. „Og einn stakk uppá því að ég ætti að bóka mér flugmiða út í heim og fara í lýtaaðgerð. Og láta mig hverfa,“ segir Oddur Eysteinn. Honum er skemmt.
Íslenskir bankar Myndlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Sjá meira