Útgöngubann í Nýju-Delí framlengt um viku Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2021 13:52 Fólk bíður í röð eftir sýnatöku vegna Covid-19 við sjúkrahús í Jammu. Allir eru með grímur en enginn gæti að fjarlægðarmörkum. Vikulegur fjöldi smita í Jammu hefur fjórtánfaldast í þessum mánuði. AP/Channi Anand Milljónum íbúa Nýju-Delí á Indlandi er gert að halda sig heima við í viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem breiðist nú um landið eins og eldur í sinu. Allar verslanir og verksmiðjur þurfa jafnframt að hætta starfsemi fyrir utan þær sem veita nauðsynlega þjónustu eins og matvöruverslanir. Tilkynnt var um 270.000 ný smit á Indlandi í dag og hefur smituðum ekki fjölgað jafnmikið á milli daga frá upphafi faraldursins. Samkvæmt opinberum tölum, sem vanmeta líklega umfang faraldursins verulega, hafa fleiri en fimmtán milljónir manna smitast á Indlandi og fleiri en 178.000 látið lífið af völdum veirunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Innan við hundrað sjúkrarúm með öndunarvéla eru laus í Nýju-Delí þar sem um 29 milljónir manna búa og innan við 150 gjörgæslurúm eru í boði. Gríðarlegt álag er á heilbrigðiskerfið þar og annars staðar í landinu. Útgöngubanni var fyrst komið á í borginni um helgina en það var framlengt um viku í dag. Borgarbúar mega aðeins yfirgefa heimili sín ef algera nauðsyn krefur, þar á meðal ef þeir þurfa að leita sér læknisþjónustu. Ólíkt fyrra útgöngubanni fær fólk nú að ferðast til flugvalla og lestarstöðva en síðast þurftu þúsundir farandverkamanna að ganga til þorpa sinna. Þrátt fyrir að veiran dreifist nú sem aldrei fyrr um Indland og sérfræðingar vari við smitum á kosningafundum halda stjórnmálamenn áfram að há harða kosningabaráttu í Vestur-Bengal-ríki. Narendra Modi, forsætisráðherra, hefur meðal annars ferðast mikið um ríkið í aðdraganda ríkiskosninga þar. Manmohan Singh, fyrrverandi forsætisráðherra, var lagður inn á sjúkrahús með Covid-19 í dag, að sögn indverskra fjölmiðla. Hann er 88 ára gamall og veiktist um helgina. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Singh hafi engu að síður fengið tvo skammta af bóluefni í byrjun mars og apríl. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjár milljónir dánar vegna Covid-19 Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú dáið á heimsvísu vegna Covid-19. Heilt yfir hafa rúmlega 140 milljónir smitast, svo vitað sé. Mögulega er raunverulegur fjöldi látinna þá hærri og jafnvel töluvert hærri. 17. apríl 2021 14:31 Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. 14. apríl 2021 11:29 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Tilkynnt var um 270.000 ný smit á Indlandi í dag og hefur smituðum ekki fjölgað jafnmikið á milli daga frá upphafi faraldursins. Samkvæmt opinberum tölum, sem vanmeta líklega umfang faraldursins verulega, hafa fleiri en fimmtán milljónir manna smitast á Indlandi og fleiri en 178.000 látið lífið af völdum veirunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Innan við hundrað sjúkrarúm með öndunarvéla eru laus í Nýju-Delí þar sem um 29 milljónir manna búa og innan við 150 gjörgæslurúm eru í boði. Gríðarlegt álag er á heilbrigðiskerfið þar og annars staðar í landinu. Útgöngubanni var fyrst komið á í borginni um helgina en það var framlengt um viku í dag. Borgarbúar mega aðeins yfirgefa heimili sín ef algera nauðsyn krefur, þar á meðal ef þeir þurfa að leita sér læknisþjónustu. Ólíkt fyrra útgöngubanni fær fólk nú að ferðast til flugvalla og lestarstöðva en síðast þurftu þúsundir farandverkamanna að ganga til þorpa sinna. Þrátt fyrir að veiran dreifist nú sem aldrei fyrr um Indland og sérfræðingar vari við smitum á kosningafundum halda stjórnmálamenn áfram að há harða kosningabaráttu í Vestur-Bengal-ríki. Narendra Modi, forsætisráðherra, hefur meðal annars ferðast mikið um ríkið í aðdraganda ríkiskosninga þar. Manmohan Singh, fyrrverandi forsætisráðherra, var lagður inn á sjúkrahús með Covid-19 í dag, að sögn indverskra fjölmiðla. Hann er 88 ára gamall og veiktist um helgina. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Singh hafi engu að síður fengið tvo skammta af bóluefni í byrjun mars og apríl.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjár milljónir dánar vegna Covid-19 Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú dáið á heimsvísu vegna Covid-19. Heilt yfir hafa rúmlega 140 milljónir smitast, svo vitað sé. Mögulega er raunverulegur fjöldi látinna þá hærri og jafnvel töluvert hærri. 17. apríl 2021 14:31 Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. 14. apríl 2021 11:29 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Þrjár milljónir dánar vegna Covid-19 Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú dáið á heimsvísu vegna Covid-19. Heilt yfir hafa rúmlega 140 milljónir smitast, svo vitað sé. Mögulega er raunverulegur fjöldi látinna þá hærri og jafnvel töluvert hærri. 17. apríl 2021 14:31
Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. 14. apríl 2021 11:29