Á þriðja tug greindist smitaður í tengslum við leikskólann Jörfa og fleiri staði á höfuðborgarsvæðinu í gær.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fer yfir stöðuna á fundinum. Þá verða Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn einnig til svara.
Fundurinn verður sendur út beint á Vísi, Stöð 2 Vísi og verður auk þess í textalýsingu.
Uppfært: Fundinum er lokið og má sjá upptöku frá honum hér að neðan.