Helmingur fengið bóluefni en dregur úr aðsókn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. apríl 2021 07:33 Talið er að um 20 prósent Bandaríkjamanna séu ákveðnir í því að láta ekki bólusetja sig. epa/Mary Altaffer Bandarísk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því um helgina að helmingur Bandaríkjamanna eldri en 18 ára hefði fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn Covid-19. Héðan í frá kann hins vegar að verða á brattann að sækja en yfirvöld víða um land segja verulega hafa dregið úr aðsókn í bólusetningu. Í Mercer-sýslu í Ohio komust færri að en vildu í janúar. Nú eiga heilbrigðisyfirvöld í sýslunni hins vegar erfitt með að fylla öll pláss, þrátt fyrir að eiga nóg af bóluefninu. Þau óttast þróun mála. Sama er uppi á teningnum í fleiri strjálbýlum sýslum Ohio og í fleiri ríkjum. Þeir sem voru ákveðnir í að láta bólusetja sig hafa gert það nú þegar en þeir telja ekki nema um 30 prósent. Þeir sem eru óbólusettir eru óákveðnir, hafa áhyggjur af aukaverkunum eða treysta ekki bóluefnunum. Sums staðar, til dæmis í Ohio og í Georgíu, hefur fjölda bólusetningarstöðvum verið lokað. „Við erum að koma að þeim punkti að við erum komin að þeim sem erfitt er að ná til,“ segir Lori Tremmel Freeman, framkvæmdastjóri samtaka yfirmanna í heilbrigðisþjónustu (NACCHO). Umræddur hópur sé óviss, ekki nægilega upplýstur eða vilji hreinlega ekki láta bólusetja sig. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa sagt að bólusetja þurfi 70 til 85 prósent þjóðarinnar til að ná að hefta útbreiðslu SARS-CoV-2 en kannanir benda til þess að um 20 prósent séu harðákveðin í því að láta ekki bólusetja sig. Céline Gounder, sérfræðingur í smitsjúkdómum og faraldsfræðum, segir aðgengi hins vegar einnig hluta vandans. Þannig séu engar bólusetningamiðstöðvar í mörgum fátækum samfélögum, sem kemur einna verst niður á svörtum. Unnið er að aðgerðum til að ná til ýmissa minnihlutahópa sem vantar hreinlega meiri upplýsingar en sumir sérfræðingar hafa áhyggjur af því að ákvörðun stjórnvalda að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins frá Johnson & Johnson muni kynda enn frekar undir tregðu fólks til að láta bólusetja sig. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Héðan í frá kann hins vegar að verða á brattann að sækja en yfirvöld víða um land segja verulega hafa dregið úr aðsókn í bólusetningu. Í Mercer-sýslu í Ohio komust færri að en vildu í janúar. Nú eiga heilbrigðisyfirvöld í sýslunni hins vegar erfitt með að fylla öll pláss, þrátt fyrir að eiga nóg af bóluefninu. Þau óttast þróun mála. Sama er uppi á teningnum í fleiri strjálbýlum sýslum Ohio og í fleiri ríkjum. Þeir sem voru ákveðnir í að láta bólusetja sig hafa gert það nú þegar en þeir telja ekki nema um 30 prósent. Þeir sem eru óbólusettir eru óákveðnir, hafa áhyggjur af aukaverkunum eða treysta ekki bóluefnunum. Sums staðar, til dæmis í Ohio og í Georgíu, hefur fjölda bólusetningarstöðvum verið lokað. „Við erum að koma að þeim punkti að við erum komin að þeim sem erfitt er að ná til,“ segir Lori Tremmel Freeman, framkvæmdastjóri samtaka yfirmanna í heilbrigðisþjónustu (NACCHO). Umræddur hópur sé óviss, ekki nægilega upplýstur eða vilji hreinlega ekki láta bólusetja sig. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa sagt að bólusetja þurfi 70 til 85 prósent þjóðarinnar til að ná að hefta útbreiðslu SARS-CoV-2 en kannanir benda til þess að um 20 prósent séu harðákveðin í því að láta ekki bólusetja sig. Céline Gounder, sérfræðingur í smitsjúkdómum og faraldsfræðum, segir aðgengi hins vegar einnig hluta vandans. Þannig séu engar bólusetningamiðstöðvar í mörgum fátækum samfélögum, sem kemur einna verst niður á svörtum. Unnið er að aðgerðum til að ná til ýmissa minnihlutahópa sem vantar hreinlega meiri upplýsingar en sumir sérfræðingar hafa áhyggjur af því að ákvörðun stjórnvalda að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins frá Johnson & Johnson muni kynda enn frekar undir tregðu fólks til að láta bólusetja sig.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira