Eyrbekkingar og Stokkseyringar vilja ljósleiðara Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. apríl 2021 20:04 Eggert Valur, formaður bæjarráðs Árborgar sem segir íbúa á Eyrarbakka og Stokkseyri óánægða með að hafa ekki ljósleiðara í þorpunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil óánægja er á meðal íbúa á Eyrarbakka og Stokkseyri um þá staðreynd að engin ljósleiðaratenging er komin í þorpin en þar búa um tólf hundruð manns. Fjarskiptafyrirtækin bera því við að arðsemin sé ekki nægilega mikil. Eyrarbakki og Stokkeyri eru þorpin við ströndina í Sveitarfélaginu Árborga þar sem á annað þúsund manns búa. Öflug nettenging er í dag orðin grunnforsenda þess að hægt sé að stunda fjarvinnu með góðu móti, til að mynda á tímum kórónuveirunnar en það er ekki í boði á Eyrarbakka og Stokkseyri því þar er engin ljósleiðari, að fangelsinu á Litla Hrauni undanskildu. „Það er búið að leggja ljósleiðara í nánast öll hús á Selfossi og meiripartinn í dreifbýlinu í Árborg en við höfum verið mjög ósátt við það að það gengur hægt að koma ljósleiðaranum fyrir á Stokkseyri og Eyrarbakka. Fólk er orðið mjög þreytt á þessu ástandi í þorpunum. Þetta er spurning um lífsgæði og við þurfum auðvitað að passa upp á jafnræði íbúanna hvað það varðar,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar. Bæjarráð Árborgar lagði fram harðorða bókun á síðasta fundi bæjarráðs þar sem ráðið hvetur fjarskiptafyrirtækin Gagnaveituna og Mílu til að taka verkefnið föstum tökum því fyrirtækin hafa lýst yfir vilja sínum til að takast sameiginlega á við verkefni ljósleiðaravæðingar. „Þau hafa borið því við að arsemin væri ekki nægjanleg af þessu og ef það er ekki, að tengja tólf hundruð manna byggðarlag þá finnst okkur bara að fjarskiptasjóður, ríkið eða jafnvel við þurfum að stíga þarna inn, þetta gengur ekki svona.“ Eggert Valur segir mikla óánægju með stöðu mála í þorpunum. „Já, það er veruleg óánægja í þorpunum með þetta og búið að vera lengi og þetta er ekki í fyrsta skipti sem við bókum um þessa hluti.Þetta er mjög pirrandi ástand, sérstaklega núna á tímum Covid og allt þetta, fólk er í fjarvinnu eða reynir það, en gengur illa eins og ástandið er. Námsfólk auðvitað, sem er að reyna að læra heima og fyrirtæki, það er aukning í ferðaþjónustu á stöðunum, þetta er bara ómögulegt ástand,“ segir Eggert Valur. Um 1200 manns búa á Eyrarbakka og Stokkseyri. Bæjarráð Árborgar hefur sent frá sér harðaorða ályktun um ljósleiðaramál í þorpunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bókun bæjarráðs Árborgar frá fundi 15. apríl 2021 "Ljósleiðaravæðing í þéttbýli Árborgar Samkvæmt síðustu svörum Gagnaveitunnar lá fyrir að forhanna lagningu ljósleiðara í þéttbýli Stokkseyrar og Eyrarbakka í byrjun árs 2021. Það er nauðsynlegt til að greina hver heildarfjárfesting verkefnisins gæti verið. Gagnaveitan mun svo ræða við Mílu um hugsanlegt samstarf um verkið. Þegar þetta tvennt liggur fyrir er hægt að meta arðbærni verkefnisins en það er grunnforsenda fyrir öllum verkefnum sem GR fer í. Þegar þetta liggur allt fyrir ætti að vera hægt að tímasetja verkefnið og kanna hvað mögulega vantar uppá til ljúka því. Bæjarstjóri bíður nú svara um framhaldið frá Gagnaveitunni, en þau svör ættu að liggja fyrir nú í apríl. Bæjarráð harmar stöðu ljósleiðaramála á Stokkseyri og Eyrarbakka, þar sem búa um 1.200 íbúar. Staðan er orðin íbúum verulegt fótakefli nú þegar mikilvægi öflugra tenginga verður sífellt meira. Öflug nettenging er í dag orðin grunnforsenda þess að hægt sé að stunda fjarvinnu með góðu móti. Sveitarfélagið hefur verið með aðkomu að verkefninu Störf án staðsetningar, sem unnið er á grunni byggðaáætlunar, og er öflug nettenging lykilatriði í að það verkefni skili sem mestum árangri. Bæjarráð hvetur fjarskiptafyrirtækin Gagnaveituna og Mílu til að taka verkefnið föstum tökum. Þessi fyrirtæki hafa lýst yfir vilja sínum til að takast sameiginlega á við verkefni ljósleiðaravæðingar. Bæjarráð minnir í þessu sambandi á viljayfirlýsingu milli Svf. Árborgar og Gagnaveitunnar frá árinu 2018 þar sem lýst er þeirri fyrirætlun að ljúka ljósleiðaratengingum á Eyrarbakka og Stokkseyri á árinu 2021. Bæjarráð Árborgar hvetur einnig ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnamála til þess að tryggja að ljósleiðaravæðing í þéttbýli um allt land verði forgangsmál. Víða um land virðast fjarskiptafyrirtæki draga lappirnar vegna efasemda um markaðsforsendur en það hlýtur að vera sjálfsögð krafa að Fjarskiptasjóður ræki það hlutverk sitt að úthluta fjármagni til verkefna sem miða að uppbyggingu stofnkerfa fjarskipta ef ætla má að fjarskiptafyrirtæki muni ekki ráðast í þau verkefni á markaðsforsendum." Árborg Fjarskipti Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Eyrarbakki og Stokkeyri eru þorpin við ströndina í Sveitarfélaginu Árborga þar sem á annað þúsund manns búa. Öflug nettenging er í dag orðin grunnforsenda þess að hægt sé að stunda fjarvinnu með góðu móti, til að mynda á tímum kórónuveirunnar en það er ekki í boði á Eyrarbakka og Stokkseyri því þar er engin ljósleiðari, að fangelsinu á Litla Hrauni undanskildu. „Það er búið að leggja ljósleiðara í nánast öll hús á Selfossi og meiripartinn í dreifbýlinu í Árborg en við höfum verið mjög ósátt við það að það gengur hægt að koma ljósleiðaranum fyrir á Stokkseyri og Eyrarbakka. Fólk er orðið mjög þreytt á þessu ástandi í þorpunum. Þetta er spurning um lífsgæði og við þurfum auðvitað að passa upp á jafnræði íbúanna hvað það varðar,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar. Bæjarráð Árborgar lagði fram harðorða bókun á síðasta fundi bæjarráðs þar sem ráðið hvetur fjarskiptafyrirtækin Gagnaveituna og Mílu til að taka verkefnið föstum tökum því fyrirtækin hafa lýst yfir vilja sínum til að takast sameiginlega á við verkefni ljósleiðaravæðingar. „Þau hafa borið því við að arsemin væri ekki nægjanleg af þessu og ef það er ekki, að tengja tólf hundruð manna byggðarlag þá finnst okkur bara að fjarskiptasjóður, ríkið eða jafnvel við þurfum að stíga þarna inn, þetta gengur ekki svona.“ Eggert Valur segir mikla óánægju með stöðu mála í þorpunum. „Já, það er veruleg óánægja í þorpunum með þetta og búið að vera lengi og þetta er ekki í fyrsta skipti sem við bókum um þessa hluti.Þetta er mjög pirrandi ástand, sérstaklega núna á tímum Covid og allt þetta, fólk er í fjarvinnu eða reynir það, en gengur illa eins og ástandið er. Námsfólk auðvitað, sem er að reyna að læra heima og fyrirtæki, það er aukning í ferðaþjónustu á stöðunum, þetta er bara ómögulegt ástand,“ segir Eggert Valur. Um 1200 manns búa á Eyrarbakka og Stokkseyri. Bæjarráð Árborgar hefur sent frá sér harðaorða ályktun um ljósleiðaramál í þorpunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bókun bæjarráðs Árborgar frá fundi 15. apríl 2021 "Ljósleiðaravæðing í þéttbýli Árborgar Samkvæmt síðustu svörum Gagnaveitunnar lá fyrir að forhanna lagningu ljósleiðara í þéttbýli Stokkseyrar og Eyrarbakka í byrjun árs 2021. Það er nauðsynlegt til að greina hver heildarfjárfesting verkefnisins gæti verið. Gagnaveitan mun svo ræða við Mílu um hugsanlegt samstarf um verkið. Þegar þetta tvennt liggur fyrir er hægt að meta arðbærni verkefnisins en það er grunnforsenda fyrir öllum verkefnum sem GR fer í. Þegar þetta liggur allt fyrir ætti að vera hægt að tímasetja verkefnið og kanna hvað mögulega vantar uppá til ljúka því. Bæjarstjóri bíður nú svara um framhaldið frá Gagnaveitunni, en þau svör ættu að liggja fyrir nú í apríl. Bæjarráð harmar stöðu ljósleiðaramála á Stokkseyri og Eyrarbakka, þar sem búa um 1.200 íbúar. Staðan er orðin íbúum verulegt fótakefli nú þegar mikilvægi öflugra tenginga verður sífellt meira. Öflug nettenging er í dag orðin grunnforsenda þess að hægt sé að stunda fjarvinnu með góðu móti. Sveitarfélagið hefur verið með aðkomu að verkefninu Störf án staðsetningar, sem unnið er á grunni byggðaáætlunar, og er öflug nettenging lykilatriði í að það verkefni skili sem mestum árangri. Bæjarráð hvetur fjarskiptafyrirtækin Gagnaveituna og Mílu til að taka verkefnið föstum tökum. Þessi fyrirtæki hafa lýst yfir vilja sínum til að takast sameiginlega á við verkefni ljósleiðaravæðingar. Bæjarráð minnir í þessu sambandi á viljayfirlýsingu milli Svf. Árborgar og Gagnaveitunnar frá árinu 2018 þar sem lýst er þeirri fyrirætlun að ljúka ljósleiðaratengingum á Eyrarbakka og Stokkseyri á árinu 2021. Bæjarráð Árborgar hvetur einnig ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnamála til þess að tryggja að ljósleiðaravæðing í þéttbýli um allt land verði forgangsmál. Víða um land virðast fjarskiptafyrirtæki draga lappirnar vegna efasemda um markaðsforsendur en það hlýtur að vera sjálfsögð krafa að Fjarskiptasjóður ræki það hlutverk sitt að úthluta fjármagni til verkefna sem miða að uppbyggingu stofnkerfa fjarskipta ef ætla má að fjarskiptafyrirtæki muni ekki ráðast í þau verkefni á markaðsforsendum."
Árborg Fjarskipti Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira