Varamaðurinn Icardi hélt titilvonum PSG á lífi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2021 21:45 Leikmenn PSG fagna sigurmarkinu í dag. @brfootball Þó Paris Saint-Germain sé komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þá hafa yfirburðir þeirra heima fyrir dvínað og er liðið sem stendur í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. PSG tók á móti Saint-Étienne í dag. Segja má að leikurinn hafi verið vægast sagt kaflaskiptur en staðan var markalaus í hálfleik. Mauricio Pochettino gerði fjölda skiptinga í síðari hálfleik til að reyna sækja stigin þrjú og segja má að það hafi gengið eftir. Þeir Angel Di Maria, Marco Veratti, Mauro Icardi og Colin Dagba komu allir inn af bekknum um miðbik síðari hálfleiks en þá var staðan enn markalaus. Það voru hins vegar gestirnir sem tóku forystuna á 78. mínútu með marki Denis Bouanga. Það virðist hafa vakið heimamenn af værum blundi en Kylian Mbappé jafnaði metin strax í næstu sókn eftir undirbúning Ander Herrera. Mbappé fiskaði svo víti sem hann skoraði sjálfur úr þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Staðan orðin 2-1 og þannig var hún þegar uppbótartími leiksins hófst. Romain Hamouma jafnaði metin fyrir St. Étienne og staðan orðin 2-2 þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Það var svo á fjórðu mínútu uppbótartíma sem Icardi tryggði PSG 3-2 sigur eftir sendingu Di Maria. Argentísku varamennirnir allt í öllu er Parísarliðið tryggði sér dýrmætan sigur í toppbaráttunni. 78 : PSG 0-1 Saint-Etienne79 : PSG 1-1 Saint-Etienne87 : PSG 2-1 Saint-Etienne90+2 : PSG 2-2 Saint-Etienne90+5 : PSG 3-2 Saint-EtiennePSG win it at the death to get within a point of first-place Lille in the Ligue 1 title race pic.twitter.com/xvoJMogLAT— B/R Football (@brfootball) April 18, 2021 Þegar fimm umferðir eru eftir af Ligue 1, frönsku úrvalsdeildinni, er PSG í 2. sæti með 69 stig en Lille trónir á toppi deildarinnar með 70 stig. Lille mætir Lyon, sem situr í 3. sæti, í næstu umferð og því gætu lærisveinar Pochettino verið komnir á toppinn áður en langt um líður. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sjá meira
PSG tók á móti Saint-Étienne í dag. Segja má að leikurinn hafi verið vægast sagt kaflaskiptur en staðan var markalaus í hálfleik. Mauricio Pochettino gerði fjölda skiptinga í síðari hálfleik til að reyna sækja stigin þrjú og segja má að það hafi gengið eftir. Þeir Angel Di Maria, Marco Veratti, Mauro Icardi og Colin Dagba komu allir inn af bekknum um miðbik síðari hálfleiks en þá var staðan enn markalaus. Það voru hins vegar gestirnir sem tóku forystuna á 78. mínútu með marki Denis Bouanga. Það virðist hafa vakið heimamenn af værum blundi en Kylian Mbappé jafnaði metin strax í næstu sókn eftir undirbúning Ander Herrera. Mbappé fiskaði svo víti sem hann skoraði sjálfur úr þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Staðan orðin 2-1 og þannig var hún þegar uppbótartími leiksins hófst. Romain Hamouma jafnaði metin fyrir St. Étienne og staðan orðin 2-2 þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Það var svo á fjórðu mínútu uppbótartíma sem Icardi tryggði PSG 3-2 sigur eftir sendingu Di Maria. Argentísku varamennirnir allt í öllu er Parísarliðið tryggði sér dýrmætan sigur í toppbaráttunni. 78 : PSG 0-1 Saint-Etienne79 : PSG 1-1 Saint-Etienne87 : PSG 2-1 Saint-Etienne90+2 : PSG 2-2 Saint-Etienne90+5 : PSG 3-2 Saint-EtiennePSG win it at the death to get within a point of first-place Lille in the Ligue 1 title race pic.twitter.com/xvoJMogLAT— B/R Football (@brfootball) April 18, 2021 Þegar fimm umferðir eru eftir af Ligue 1, frönsku úrvalsdeildinni, er PSG í 2. sæti með 69 stig en Lille trónir á toppi deildarinnar með 70 stig. Lille mætir Lyon, sem situr í 3. sæti, í næstu umferð og því gætu lærisveinar Pochettino verið komnir á toppinn áður en langt um líður.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sjá meira