Körfubolti

Tatum stýrði Boston til sigurs

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jayson Tatum átti stórleik gegn Golden State Warriors í nótt.
Jayson Tatum átti stórleik gegn Golden State Warriors í nótt. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO

Jayson Tatum og Steph Curry voru með sýningu þegar Boston Celtics tók á móti Golden State Warriors í nótt. Curry skoraði 47 stig fyrir Golden State, en tvöföld tvenna Tatum skilaði sigri Boston manna. Tatum skoraði 44 stig og tók tíu fráköst og niðurstaðan fimm stiga sigur Boston, 119-114.

Þetta var sjötti sigur Boston í röð, og sá áttundi í síðustu níu. Boston er því í fjórða sæti austurdeildarinnar, en Golden State er í því níunda í vesturdeildinni.

Los Angeles Lakers höfðu betur þegar Utah Jazz kíkti í heimsókn í nótt. Staðan var jöfn, 110-110, þegar flautað var til leiksloka og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar voru Lakers menn mun sterkari og unnu framlenginguna 17-5 og lokatölur því 127-115.

Jordan Clarkson var stigahæstur í liði Utah Jazz með 27 stig. Andre Drummond var atkvæðamestur í liðið Los Angeles með 27 stig og átta fráköst.

Phoenix Suns náðu sér í sitt stærsta tap á timabilinu þegar San Antonio Spurs kíktu í heimsókn.

Rudy Gay skoraði 19 stig fyrir Spurs og Drew Eubanks bætti 13 stigum við sín 13 fráköst. Nokkra lykilmenn vantaði í lið Spurs en þeir lönduðu samt sem áður 26 stiga sigri gegn Phoenix Suns sem hafði ekki tapað í tíu heimaleikjum í röð.

Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta úr þessum þrem leikjum, ásamt bestu tilþrifum næturinnar.

Klippa: NBA dagsins 18.4.'21

Öll úrslit næturinnar

Utah Jazz 115 - 127 Los Angeles Lakers

Detroit Pistons 100 - 121 Washington Wizards

Cleveland Cavaliers 96 - 106 Chicago Bulls

Golden State Warriors 114 - 119 Boston Celtics

Memphis Grizzlies 128 - 115 Milwaukee Bucks

San Antonio Spurs 111 - 85 Phoenix Suns

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×