Þetta fullyrðir heimildarmaður Reuters, en Harry fór sjálfur til Bretlands og var viðstaddur útförina. Var þetta í fyrsta sinn í rúmt ár sem hann hitti konungsfjölskylduna, þar með talið Vilhjálm bróður sinn, en þau hjónin sögðu sig frá konunglegum skyldum sínum í fyrra.
AP greinir frá því að eftir útförina höfðu bræðurnir rætt saman í einrúmi. Í viðtali við Opruh Winfrey í síðasta mánuði greindi Harry frá því að þeir bræðurnir hefðu ekki verið í miklum samskiptum undanfarið ár.
Sögusagnir hafa gengið um mögulegt ósætti þeirra bræðra og ýtti viðtalið enn frekar undir þær, sem Vilhjálmur hafi verið ósáttur með. Þar greindi Meghan frá mikilli andlegri vanlíðan sinni eftir að samband hennar og Harry hófst og gáfu þau í skyn að hún hafi ekki fengið mikla hjálp frá konungsfjölskyldunni í kjölfar þess. Á einum tímapunkti hafi hún íhugað að taka eigið líf.