Drottningin sat ein næst altarinu við jarðarförina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2021 16:06 Elísabet Englandsdrottning sat ein fremst við altarið þegar eiginmaður hennar, Filippus prins hertogi af Edinborg, var jarðsunginn í dag. Hér má sá gamla mynd af þeim hjónum. EPA-EFE/THE COUNTESS OF WESSEX Filippus prins, maki Elísabetar Bretadrottningar, var borinn til grafar í dag en athöfnin fór fram í kapellu St. Georgs við Windsorkastala. Fjöldi þeirra sem sóttu jarðarförina var takmarkaður við þrjátíu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Drottningin sat ein næst altarinu á meðan á guðsþjónustunni stóð. Vilhjálmur Bretaprins og bróðir hans Harry, sátu ekki hlið við hlið heldur á móti hver öðrum við athöfnina en yfirgáfu kapelluna þó hlið við hlið. Skotið var úr fallbyssum við Lundúnaturninn og við Edinborgarkastala minningu Filippusar við upphaf athafnarinnar. Filippus prins hafði sjálfur valið tónlistina sem spiluð var við athöfnina en meðal annars voru flutt verk Benjamin Britten og William Lovelady. Skotið úr fallbyssum við Lundúnaturninn. EPA-EFE/CPL ED WRIGHT/RAF/MOD/CROWN Erkibiskupinn af Canterbury þakkaði hertoganum fyrir „trú sína og tryggð, fyrir tryggð gagnvart skyldum sínum og ráðvendni, fyrir lífstíð sína í þjónustu við þjóðina og breska samveldið og fyrir hugrekki og innblástur með forystu sinni.“ Á meðfylgjandi myndbandi frá Sky News má sjá hvar drottningin mætir til athafnarinnar í kapellunni. Hátíðlegasta stund dagsins, eins og því er lýst í frétt BBC, var þegar kista hertogans var látin síga niður í Konungshvelfinguna við undirleik herhljómsveitar. Kistan var svo prýdd blómum sem Elísabet Englandsdrottning, ekkja hertogans, valdi sjálf. Filippus prins var 99 ára þegar hann lést.EPA-EFE/Dave Jenkins/MOD/CROWN Kistunni fylgdu fjögur börn Filippusar og Elísabetar, þau Karl, Andrés, Játvarður og Anna en með þeim voru þeir Vilhjálmur og Harry, synir Karls. Þar á eftir koma aðrir eins og Pétur, sonur Önnu, og eiginmaður hennar, aðmírállinn Tim Laurence. Nokkur fjöldi fólks var saman kominn til að fylgjast með athöfninni. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók jafnframt þátt í einnar mínútu þögn fyrr í dag í minningu hertogans. In Memoriam HRH The Prince Philip, Duke of Edinburgh, 1921-2021. pic.twitter.com/nnP3It3Huk— UK Prime Minister (@10DowningStreet) April 17, 2021 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnist hertogans einnig í færslu á Twitter í dag þar sem hann rifjar sérstaklega upp heimsókn Filippusar prins til Íslands árið 1964. In 1964 Prince Philip, Duke of Edinburgh, sailed to Iceland where he was welcomed by then President Ásgeir Ásgeirsson. The archives of British Pathé include this rare footage of his journey across the North Atlantic. Blessed be the memory of Prince Philip.https://t.co/yb6PHRHzDd— President of Iceland (@PresidentISL) April 17, 2021 Bretland Kóngafólk Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Drottningin sat ein næst altarinu á meðan á guðsþjónustunni stóð. Vilhjálmur Bretaprins og bróðir hans Harry, sátu ekki hlið við hlið heldur á móti hver öðrum við athöfnina en yfirgáfu kapelluna þó hlið við hlið. Skotið var úr fallbyssum við Lundúnaturninn og við Edinborgarkastala minningu Filippusar við upphaf athafnarinnar. Filippus prins hafði sjálfur valið tónlistina sem spiluð var við athöfnina en meðal annars voru flutt verk Benjamin Britten og William Lovelady. Skotið úr fallbyssum við Lundúnaturninn. EPA-EFE/CPL ED WRIGHT/RAF/MOD/CROWN Erkibiskupinn af Canterbury þakkaði hertoganum fyrir „trú sína og tryggð, fyrir tryggð gagnvart skyldum sínum og ráðvendni, fyrir lífstíð sína í þjónustu við þjóðina og breska samveldið og fyrir hugrekki og innblástur með forystu sinni.“ Á meðfylgjandi myndbandi frá Sky News má sjá hvar drottningin mætir til athafnarinnar í kapellunni. Hátíðlegasta stund dagsins, eins og því er lýst í frétt BBC, var þegar kista hertogans var látin síga niður í Konungshvelfinguna við undirleik herhljómsveitar. Kistan var svo prýdd blómum sem Elísabet Englandsdrottning, ekkja hertogans, valdi sjálf. Filippus prins var 99 ára þegar hann lést.EPA-EFE/Dave Jenkins/MOD/CROWN Kistunni fylgdu fjögur börn Filippusar og Elísabetar, þau Karl, Andrés, Játvarður og Anna en með þeim voru þeir Vilhjálmur og Harry, synir Karls. Þar á eftir koma aðrir eins og Pétur, sonur Önnu, og eiginmaður hennar, aðmírállinn Tim Laurence. Nokkur fjöldi fólks var saman kominn til að fylgjast með athöfninni. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók jafnframt þátt í einnar mínútu þögn fyrr í dag í minningu hertogans. In Memoriam HRH The Prince Philip, Duke of Edinburgh, 1921-2021. pic.twitter.com/nnP3It3Huk— UK Prime Minister (@10DowningStreet) April 17, 2021 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnist hertogans einnig í færslu á Twitter í dag þar sem hann rifjar sérstaklega upp heimsókn Filippusar prins til Íslands árið 1964. In 1964 Prince Philip, Duke of Edinburgh, sailed to Iceland where he was welcomed by then President Ásgeir Ásgeirsson. The archives of British Pathé include this rare footage of his journey across the North Atlantic. Blessed be the memory of Prince Philip.https://t.co/yb6PHRHzDd— President of Iceland (@PresidentISL) April 17, 2021
Bretland Kóngafólk Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira