Real missteig sig gegn Getafe Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2021 21:15 Það gekk ekkert upp sóknarlega hjá Real í kvöld. EPA-EFE/Kiko Huesca Spánarmeisturum Real Madrid mistókst að sækja þrjú stig er liðið mætti Getafe í kvöld. Lokatölur 0-0 á Coliseum Alfonso Perez-vellinum. Zinedine Zidane, þjálfari Real, ákvað að byrja með þá Karim Benzema og Toni Kroos á bekknum og þá var liðið einkar fáliðið í öftustu línu en Ferland Mendy, Nacho og Federico Valverde voru fjarri góðu gamni. Bætast þeir við langan meiðslalista Real Madrid. Zidane hefur ef til vill haft meiri áhyggjur af varnarlínu sinni heldur en sóknarlínunni en það fór svo að liðið hélt hreinu en tókst ekki að brjóta ísinn hinum megin. Benzema kom inn af bekknum þegar 25 mínútur lifðu leiks en Kroos sat allan tímann á varamannabekknum. Lokatölur 0-0 og Real náði því ekki að minnka bilið milli sín og nágrannanna í Atlético. Síðarnefnda liðið er sem fyrr á toppi deildarinnar, nú með þriggja stiga forystu þegar sjö umferðir eru eftir. Þá á Barcelona leik til góða og gæti með honum skotist upp fyrir Real. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Atlético Madrid styrkti stöðu sína á toppnum með stórsigri Atlético Madrid jók forskot sitt á toppi La Liga í fjögur stig með 5-0 sigri gegn Eibar í dag. Yannick Carrasco skoraði eitt og Angel Correa og Marcos Llorente tvö hvor. 18. apríl 2021 16:20
Spánarmeisturum Real Madrid mistókst að sækja þrjú stig er liðið mætti Getafe í kvöld. Lokatölur 0-0 á Coliseum Alfonso Perez-vellinum. Zinedine Zidane, þjálfari Real, ákvað að byrja með þá Karim Benzema og Toni Kroos á bekknum og þá var liðið einkar fáliðið í öftustu línu en Ferland Mendy, Nacho og Federico Valverde voru fjarri góðu gamni. Bætast þeir við langan meiðslalista Real Madrid. Zidane hefur ef til vill haft meiri áhyggjur af varnarlínu sinni heldur en sóknarlínunni en það fór svo að liðið hélt hreinu en tókst ekki að brjóta ísinn hinum megin. Benzema kom inn af bekknum þegar 25 mínútur lifðu leiks en Kroos sat allan tímann á varamannabekknum. Lokatölur 0-0 og Real náði því ekki að minnka bilið milli sín og nágrannanna í Atlético. Síðarnefnda liðið er sem fyrr á toppi deildarinnar, nú með þriggja stiga forystu þegar sjö umferðir eru eftir. Þá á Barcelona leik til góða og gæti með honum skotist upp fyrir Real. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Atlético Madrid styrkti stöðu sína á toppnum með stórsigri Atlético Madrid jók forskot sitt á toppi La Liga í fjögur stig með 5-0 sigri gegn Eibar í dag. Yannick Carrasco skoraði eitt og Angel Correa og Marcos Llorente tvö hvor. 18. apríl 2021 16:20
Atlético Madrid styrkti stöðu sína á toppnum með stórsigri Atlético Madrid jók forskot sitt á toppi La Liga í fjögur stig með 5-0 sigri gegn Eibar í dag. Yannick Carrasco skoraði eitt og Angel Correa og Marcos Llorente tvö hvor. 18. apríl 2021 16:20
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti