Pogba segir Mourinho til syndanna: „Lætur leikmönnum líða eins og þeir séu ekki til“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2021 12:02 Paul Pogba er hrifnari af þjálfunaraðferðum Ole Gunnars Solskjær en Josés Mourinho. epa/PETER POWELL Paul Pogba lætur José Mourinho heyra það í viðtali við Sky Sports og sakar hann um að hunsa leikmenn og láta þeim líða eins og þeir séu ekki til. Mourinho fékk Pogba til Manchester United fyrir tímabilið 2016-17 og í fyrstu var samband þeirra gott. Fljótlega kastaðist hins vegar í kekki milli þeirra og sambandið var orðið afar slæmt þegar Mourinho var rekinn frá United rétt fyrir jólin 2018. Pogba segist kunna mun betur við þjálfunaraðferðir eftirmanns Mourinhos, Ole Gunnars Solskjær. „Ole er öðruvísi. Hann fer ekki gegn leikmönnunum. Þótt hann velji þá ekki í byrjunarliðið ýtir hann þeim ekki til hliðar eins og þeir séu ekki lengur til. Það er munurinn á Mourinho og Ole,“ sagði Pogba við Sky Sports. „Einu sinni var samband okkar Mourinhos gott eins og allir sáu en næsta dag vissirðu ekki hvað gerðist. Sambandið var skrítið og ég get ekki útskýrt það.“ United vann 1-3 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Eftir leikinn gengu skotin milli þeirra Solskjærs og Mourinhos. Pogba segir að Mourinho hafi þar reynt að dreifa athyglinni frá tapi sinna manna. „Ég veit ekki hvað gerðist en ég er viss um að Mourinho sagði eitthvað sem fengi fólk til að tala. Það er það sem hann gerir,“ sagði Pogba. „Við náðum í úrslitin sem við vildum og við nutum augnabliksins því við þekkjum Mourinho og hvað honum finnst skemmtilegt. Við þurfum ekki á þessu að halda heldur einbeitum okkur bara að okkur sjálfum. Við unnum, hann tapaði og vildi ekki tala um leikinn heldur um pabba einhvers. Það er það sem hann gerir. Allir þekkja það, þetta var mjög Mourinho-legt.“ United tekur á móti Burnley á sunnudaginn. Í gær tryggðu Pogba og félagar sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar með 2-0 sigri á Granada á Old Trafford. United vann einvígið, 4-0 samanlagt. Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira
Mourinho fékk Pogba til Manchester United fyrir tímabilið 2016-17 og í fyrstu var samband þeirra gott. Fljótlega kastaðist hins vegar í kekki milli þeirra og sambandið var orðið afar slæmt þegar Mourinho var rekinn frá United rétt fyrir jólin 2018. Pogba segist kunna mun betur við þjálfunaraðferðir eftirmanns Mourinhos, Ole Gunnars Solskjær. „Ole er öðruvísi. Hann fer ekki gegn leikmönnunum. Þótt hann velji þá ekki í byrjunarliðið ýtir hann þeim ekki til hliðar eins og þeir séu ekki lengur til. Það er munurinn á Mourinho og Ole,“ sagði Pogba við Sky Sports. „Einu sinni var samband okkar Mourinhos gott eins og allir sáu en næsta dag vissirðu ekki hvað gerðist. Sambandið var skrítið og ég get ekki útskýrt það.“ United vann 1-3 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Eftir leikinn gengu skotin milli þeirra Solskjærs og Mourinhos. Pogba segir að Mourinho hafi þar reynt að dreifa athyglinni frá tapi sinna manna. „Ég veit ekki hvað gerðist en ég er viss um að Mourinho sagði eitthvað sem fengi fólk til að tala. Það er það sem hann gerir,“ sagði Pogba. „Við náðum í úrslitin sem við vildum og við nutum augnabliksins því við þekkjum Mourinho og hvað honum finnst skemmtilegt. Við þurfum ekki á þessu að halda heldur einbeitum okkur bara að okkur sjálfum. Við unnum, hann tapaði og vildi ekki tala um leikinn heldur um pabba einhvers. Það er það sem hann gerir. Allir þekkja það, þetta var mjög Mourinho-legt.“ United tekur á móti Burnley á sunnudaginn. Í gær tryggðu Pogba og félagar sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar með 2-0 sigri á Granada á Old Trafford. United vann einvígið, 4-0 samanlagt.
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira