Heimir Guðjóns: „Heilt yfir held ég að fótboltinn sé á réttri leið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. apríl 2021 19:02 Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, telur að sömu lið muni berjast um titilinn í ár og hafa gert síðustu ár. Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, segir það fagnaðarefni að Pepsi Max deildin sé loksins að hefjast á ný. Hann segir undirbúninginn hafa verið óhefðbundinn og telur að fótboltinn á Íslandi sé á réttri leið. „Það er bara frábært,“ sagði Heimir í dag. „Það er bara ánægjulegt að við skulum geta farið að byrja. Við höfum reynt að gera það besta úr þessu en svona er staðan og við verðum bara að takast á við það. Svo verðum við bara að vera klárir þegar að mótið byrjar.“ Heimir er ekki viss um að leikmenn verði í sínu besta formi þegar að mótið byrjar. „Ég held að leikmenn verði ekki 100% klárir þegar að mótið byrjar. Engu að síður fáum við núna vonandi að vita betur hvort að það eigi að klára Lengjubikarinn og hvort að það eigi að spila meistari meistaranna. Við fáum því vonandi tvo til þrjá alvöru leiki áður en mótið byrjar og það verður bara að duga.“ Undirbúningurinn hefur verið óhefðbundinn, en Heimir ætlar að reyna að gera það besta úr þessu. „Þegar stoppið kemur þá var svona erfiðasti hjallinn búinn og kominn tími til að létta þetta aðeins og fara meira í taktík og svo framvegis. Við missum það út eneins og ég segi þá verðum við bara að gera það besta úr þessu.“ Heimir segir að hópurinn hjá sínum mönnum sé klár og sér ekki fyrir sér að bæta við sig mönnum. „Ekki eins og staðan er í dag. Við erum ánægðir með hópinn okkar og fullt af frambærilegum leikmönnum. Mér finns við vera ágætlega mannaðir í flestum stöðum.“ Klippa: Heimir Guðjóns Heimir býst við jafnri og spennandi deild og að nokkur lið geti gert atlögu að titlinum. „Ég held að þetta verði KR, FH, Breiðablik og Stjarnan. KA hefur líka verið að styrkja sig mikið. Keflavík eru væntanlega reynslunni ríkari eftir að þeir fóru upp. Ég held að þetta verði þessi sömu lið og hafa verið að berjast um titilinn.“ „Það er erfitt að segja til um það,“ sagði Heimir, aðspurður að því hvort að deildin væri sterkari í ár en áður. „Mér finnst yngri leikmennirnir alltaf verða betri og svona heilt yfir held ég að fótboltinn sé á réttri leið.“ „Auðvitað gerum við þá kröfu að við þurfum að standa okkur betur í Evrópukeppninni og svo framvegis þannig að það er eitt og annað sem þarf að laga.“ “Þegar þú ert kominn í Evrópukeppni þá skiptir drátturinn auðvitað miklu máli. Svo er það formið á liðinu og er sumardeild þar sem andstæðingurinn er að spila eða er þetta vetrardeild þar sem þeir eru rétt að byrja mótið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Í beinni: Plzen - Real Sociedad | Orri í Tékklandi Í beinni: Chelsea - Noah | Af örkinni á Brúna Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa Sjá meira
„Það er bara frábært,“ sagði Heimir í dag. „Það er bara ánægjulegt að við skulum geta farið að byrja. Við höfum reynt að gera það besta úr þessu en svona er staðan og við verðum bara að takast á við það. Svo verðum við bara að vera klárir þegar að mótið byrjar.“ Heimir er ekki viss um að leikmenn verði í sínu besta formi þegar að mótið byrjar. „Ég held að leikmenn verði ekki 100% klárir þegar að mótið byrjar. Engu að síður fáum við núna vonandi að vita betur hvort að það eigi að klára Lengjubikarinn og hvort að það eigi að spila meistari meistaranna. Við fáum því vonandi tvo til þrjá alvöru leiki áður en mótið byrjar og það verður bara að duga.“ Undirbúningurinn hefur verið óhefðbundinn, en Heimir ætlar að reyna að gera það besta úr þessu. „Þegar stoppið kemur þá var svona erfiðasti hjallinn búinn og kominn tími til að létta þetta aðeins og fara meira í taktík og svo framvegis. Við missum það út eneins og ég segi þá verðum við bara að gera það besta úr þessu.“ Heimir segir að hópurinn hjá sínum mönnum sé klár og sér ekki fyrir sér að bæta við sig mönnum. „Ekki eins og staðan er í dag. Við erum ánægðir með hópinn okkar og fullt af frambærilegum leikmönnum. Mér finns við vera ágætlega mannaðir í flestum stöðum.“ Klippa: Heimir Guðjóns Heimir býst við jafnri og spennandi deild og að nokkur lið geti gert atlögu að titlinum. „Ég held að þetta verði KR, FH, Breiðablik og Stjarnan. KA hefur líka verið að styrkja sig mikið. Keflavík eru væntanlega reynslunni ríkari eftir að þeir fóru upp. Ég held að þetta verði þessi sömu lið og hafa verið að berjast um titilinn.“ „Það er erfitt að segja til um það,“ sagði Heimir, aðspurður að því hvort að deildin væri sterkari í ár en áður. „Mér finnst yngri leikmennirnir alltaf verða betri og svona heilt yfir held ég að fótboltinn sé á réttri leið.“ „Auðvitað gerum við þá kröfu að við þurfum að standa okkur betur í Evrópukeppninni og svo framvegis þannig að það er eitt og annað sem þarf að laga.“ “Þegar þú ert kominn í Evrópukeppni þá skiptir drátturinn auðvitað miklu máli. Svo er það formið á liðinu og er sumardeild þar sem andstæðingurinn er að spila eða er þetta vetrardeild þar sem þeir eru rétt að byrja mótið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Í beinni: Plzen - Real Sociedad | Orri í Tékklandi Í beinni: Chelsea - Noah | Af örkinni á Brúna Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti