Stofna til nýrrar Kína-rannsóknar á tíu klukkustunda fresti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. apríl 2021 12:51 Biden hefur heitið því að koma í veg fyrir að Kína taki við af Bandaríkjunum sem öflugasta ríki heims. epa/Jerome Favre Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur um 2.000 mál í rannsókn sem rekja má til kínverskra stjórnvalda. Þá er stofnað til nýrrar rannsóknar á „tíu klukkustunda fresti“, segir forstjóri stofnunarinnar. Christopher Wray sagði fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar bandaríska þingsins í gær að Kína væri það ríki sem ógnaði helst efnahagslegu öryggi og lýræðislegum hugsjónum bandarísku þjóðarinnar. Sagði hann getu Kínverja til að hafa áhrif á bandarískar stofnanir verulega og stöðuga. Christopher Wray.epa/Graeme Jennings Vaxandi spennu gætir í samskiptum Bandaríkjanna og Kína, meðal annars vegna meintra mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda í Xinjiang og afstöðu þeirra gagnvart Taívan og Hong Kong. Wray nefndi sérstaklega rannsókn á aðgerð kínverskra yfirvalda sem bæri yfirskriftina Refaveiðar (e. Foxhunt) en hún fæli meðal annars í sér ólögmætar lögregluaðgerðir í Bandaríkjunum og væri ætlað að ógna og kúga Kínverja í Bandaríkjunum. Samkvæmt kínverskum stjórnvöldum eru Refaveiðar alþjóðleg aðgerð gegn spillingu, sem beinist gegn kínverskum flóttamönnum, oft fyrrum embættismönnum eða auðugum einstaklingum sem er grunaðir um fjármálabrot. Fyrir um viku síðan birtu yfirvöld í Bandaríkjunum árlegt áhættumat þar sem varað er við því að stjórnvöld í Kína og Rússlandi séu að nýta sér Covid-19 faraldurinn til að auka áhrif sín á heimsvísu. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að stjórnvöld í Peking hafi freistað þess að móta hið pólitíska landslag í Bandaríkjunum, til að ná pólitískum áhrifum og þagga gagnrýni á eigin stefnumótun, þar á meðal aðgerðir í Xinjiang og Hong Kong. Avril Haines, ráðherra þjóðaröryggismála, og William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), komu einnig fyrir nefndina. Haines sagði að það hefði aldrei verið mikilvægara að Bandaríkin fjárfestu í normum sínum, stofnunum og vinnuafli. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Enn einn fyrrverandi starfsmaður CIA ákærður fyrir njósnir Fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir njósnir á vegum yfirvalda í Kína. 18. ágúst 2020 10:58 Áfall CIA í Kína rakið til galla í samskiptakerfi Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. 17. ágúst 2018 12:00 Ákæra kínverskan njósnara Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum. 11. október 2018 10:24 Meintur njósnari sængaði hjá minnst tveimur borgarstjórum Kínversk kona, sem grunuð um að vera njósnari á vegum leyniþjónustu ríkisins, sængaði hjá minnst tveimur bandarískum borgarstjórum og myndaði tengsl við aðra stjórnmálamenn á vesturströnd Bandaríkjanna á árunum 2011 til 2015. 9. desember 2020 14:53 Fyrstu kínversku erindrekunum vísað úr landi í rúm 30 ár Yfirvöld Bandaríkjanna vísuðu tveimur kínverskum erindrekum úr landi fyrr í vetur eftir að þeir höfðu keyrt inn í herstöð í Virginíu. 15. desember 2019 15:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Christopher Wray sagði fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar bandaríska þingsins í gær að Kína væri það ríki sem ógnaði helst efnahagslegu öryggi og lýræðislegum hugsjónum bandarísku þjóðarinnar. Sagði hann getu Kínverja til að hafa áhrif á bandarískar stofnanir verulega og stöðuga. Christopher Wray.epa/Graeme Jennings Vaxandi spennu gætir í samskiptum Bandaríkjanna og Kína, meðal annars vegna meintra mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda í Xinjiang og afstöðu þeirra gagnvart Taívan og Hong Kong. Wray nefndi sérstaklega rannsókn á aðgerð kínverskra yfirvalda sem bæri yfirskriftina Refaveiðar (e. Foxhunt) en hún fæli meðal annars í sér ólögmætar lögregluaðgerðir í Bandaríkjunum og væri ætlað að ógna og kúga Kínverja í Bandaríkjunum. Samkvæmt kínverskum stjórnvöldum eru Refaveiðar alþjóðleg aðgerð gegn spillingu, sem beinist gegn kínverskum flóttamönnum, oft fyrrum embættismönnum eða auðugum einstaklingum sem er grunaðir um fjármálabrot. Fyrir um viku síðan birtu yfirvöld í Bandaríkjunum árlegt áhættumat þar sem varað er við því að stjórnvöld í Kína og Rússlandi séu að nýta sér Covid-19 faraldurinn til að auka áhrif sín á heimsvísu. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að stjórnvöld í Peking hafi freistað þess að móta hið pólitíska landslag í Bandaríkjunum, til að ná pólitískum áhrifum og þagga gagnrýni á eigin stefnumótun, þar á meðal aðgerðir í Xinjiang og Hong Kong. Avril Haines, ráðherra þjóðaröryggismála, og William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), komu einnig fyrir nefndina. Haines sagði að það hefði aldrei verið mikilvægara að Bandaríkin fjárfestu í normum sínum, stofnunum og vinnuafli.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Enn einn fyrrverandi starfsmaður CIA ákærður fyrir njósnir Fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir njósnir á vegum yfirvalda í Kína. 18. ágúst 2020 10:58 Áfall CIA í Kína rakið til galla í samskiptakerfi Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. 17. ágúst 2018 12:00 Ákæra kínverskan njósnara Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum. 11. október 2018 10:24 Meintur njósnari sængaði hjá minnst tveimur borgarstjórum Kínversk kona, sem grunuð um að vera njósnari á vegum leyniþjónustu ríkisins, sængaði hjá minnst tveimur bandarískum borgarstjórum og myndaði tengsl við aðra stjórnmálamenn á vesturströnd Bandaríkjanna á árunum 2011 til 2015. 9. desember 2020 14:53 Fyrstu kínversku erindrekunum vísað úr landi í rúm 30 ár Yfirvöld Bandaríkjanna vísuðu tveimur kínverskum erindrekum úr landi fyrr í vetur eftir að þeir höfðu keyrt inn í herstöð í Virginíu. 15. desember 2019 15:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Enn einn fyrrverandi starfsmaður CIA ákærður fyrir njósnir Fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir njósnir á vegum yfirvalda í Kína. 18. ágúst 2020 10:58
Áfall CIA í Kína rakið til galla í samskiptakerfi Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. 17. ágúst 2018 12:00
Ákæra kínverskan njósnara Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum. 11. október 2018 10:24
Meintur njósnari sængaði hjá minnst tveimur borgarstjórum Kínversk kona, sem grunuð um að vera njósnari á vegum leyniþjónustu ríkisins, sængaði hjá minnst tveimur bandarískum borgarstjórum og myndaði tengsl við aðra stjórnmálamenn á vesturströnd Bandaríkjanna á árunum 2011 til 2015. 9. desember 2020 14:53
Fyrstu kínversku erindrekunum vísað úr landi í rúm 30 ár Yfirvöld Bandaríkjanna vísuðu tveimur kínverskum erindrekum úr landi fyrr í vetur eftir að þeir höfðu keyrt inn í herstöð í Virginíu. 15. desember 2019 15:00