Bóluefnið frá AstraZeneca mögulega gefið karlmönnum yngri en 65 ára Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. apríl 2021 11:38 AP/Matthias Schrader Á upplýsingafundi dagsins var nokkuð rætt um bólusetningar og aukaverkanir af völdum bóluefna en Danir hyggjast hætta notkun bóluefnisins frá AstraZeneca og að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis er sama til skoðunar í Noregi. Þórólfur sagði þó ekki standa til að hætta notkun efnisins hérlendis; það yrði notað hjá 65 ára og eldri og mögulega yrðu þau mörk lækkuð niður í 60 ár. Þá sagði hann einnig til skoðunar að gefa yngri karlmönnum efnið en alvarlegra aukaverkana hefur einkum orðið vart hjá konum yngri en 55 ára. Um er að ræða sjaldgæfa blóðtappa, blóðsega- og blæðingavandamál. Notkun bóluefnisins frá Janssen (Johnson & Johnson) hefur verið hætt í bili í Bandaríkjunum af sömu orsökum en þar hafa komið upp sex alvarleg tilvik. Sjö milljónir hafa hins vegar verið bólusettar með bóluefninu. Þórólfur sagðist fylgjast með þróun mála vestanhafs og þá væri Lyfjastofnun Evrópu með málið til skoðunar. Sóttvarnalæknir sagði vert að hafa í huga að um 20 til 30 prósent Covid-19 sjúklinga gætu átt á hættu að þjást af einhvers konar blóðsegavandamálum og 0,1 prósent þjóðarinnar fengi blóðsega árlega. Þá kæmu þau upp hjá 0,3 til 0,5 prósent kvenna sem tekur pilluna. Þórólfur sagði vert að hafa þetta í huga þegar rætt væri um aukaverkanir vegna bóluefnanna. Hefur engin áhrif á bólusetningaráætlun Íslendinga Spurður um ákvörðun Dana sagðist Þórólfur telja hana tilkomna vegna þess að fleiri tilvik aukaverkana hefðu komið upp þar en annars staðar. Ekki væri vitað hvers vegna. Varðandi þá ákvörðun að fresta notkun bóluefnanna frá AstraZeneca og Janssen þrátt fyrir að aukaverkanirnar virtust vera afar sjaldgæfar, sagði Þórólfur að verið væri að bíða nokkra daga eftir upplýsingum. Allt bóluefni frá AstraZeneca sem hingað kæmi væri notað og ákvörðunin hefði engin áhrif á bólusetningaráætlun Íslendinga. Bóluefnið væri nýtt meðal þess hóps sem væri ekki talinn myndu fá umræddar aukaverkanir. Alma Möller landlæknir ítrekaði að hinir sjaldgæfu blóðtappar sem hefðu komið fram í kjölfar bólusetninga, og fylgifiskar þeirra, hefðu ekki sést hjá konum á getnaðarvarnapillunni. Það er að segja blóðtappa í bláæðum í höfði og/eða kvið. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Þórólfur sagði þó ekki standa til að hætta notkun efnisins hérlendis; það yrði notað hjá 65 ára og eldri og mögulega yrðu þau mörk lækkuð niður í 60 ár. Þá sagði hann einnig til skoðunar að gefa yngri karlmönnum efnið en alvarlegra aukaverkana hefur einkum orðið vart hjá konum yngri en 55 ára. Um er að ræða sjaldgæfa blóðtappa, blóðsega- og blæðingavandamál. Notkun bóluefnisins frá Janssen (Johnson & Johnson) hefur verið hætt í bili í Bandaríkjunum af sömu orsökum en þar hafa komið upp sex alvarleg tilvik. Sjö milljónir hafa hins vegar verið bólusettar með bóluefninu. Þórólfur sagðist fylgjast með þróun mála vestanhafs og þá væri Lyfjastofnun Evrópu með málið til skoðunar. Sóttvarnalæknir sagði vert að hafa í huga að um 20 til 30 prósent Covid-19 sjúklinga gætu átt á hættu að þjást af einhvers konar blóðsegavandamálum og 0,1 prósent þjóðarinnar fengi blóðsega árlega. Þá kæmu þau upp hjá 0,3 til 0,5 prósent kvenna sem tekur pilluna. Þórólfur sagði vert að hafa þetta í huga þegar rætt væri um aukaverkanir vegna bóluefnanna. Hefur engin áhrif á bólusetningaráætlun Íslendinga Spurður um ákvörðun Dana sagðist Þórólfur telja hana tilkomna vegna þess að fleiri tilvik aukaverkana hefðu komið upp þar en annars staðar. Ekki væri vitað hvers vegna. Varðandi þá ákvörðun að fresta notkun bóluefnanna frá AstraZeneca og Janssen þrátt fyrir að aukaverkanirnar virtust vera afar sjaldgæfar, sagði Þórólfur að verið væri að bíða nokkra daga eftir upplýsingum. Allt bóluefni frá AstraZeneca sem hingað kæmi væri notað og ákvörðunin hefði engin áhrif á bólusetningaráætlun Íslendinga. Bóluefnið væri nýtt meðal þess hóps sem væri ekki talinn myndu fá umræddar aukaverkanir. Alma Möller landlæknir ítrekaði að hinir sjaldgæfu blóðtappar sem hefðu komið fram í kjölfar bólusetninga, og fylgifiskar þeirra, hefðu ekki sést hjá konum á getnaðarvarnapillunni. Það er að segja blóðtappa í bláæðum í höfði og/eða kvið.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira