Æfur vegna eigin Twitterfærslu Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2021 10:00 Kyle Walker og Phil Foden fagna eftir að Foden skoraði sigurmarkið gegn Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. EPA/FREDERIC SCHEIDEMANN Phil Foden hefur átt frábært tímabil í vetur, eða frá því að hann heimsótti Ísland í september og varð uppvís að því að brjóta sóttvarnareglur með því að fá íslenskar konur í heimsókn á hótel enska landsliðsins. Nú er hann hins vegar æfur út í fyrirtækið sem sér um samfélagsmiðla hans. Foden átti risastóran þátt í að tryggja Manchester City sigur á Dortmund í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann skoraði sigurmark á síðustu stundu í 2-1 sigri í síðustu viku og endurtók svo leikinn í Þýskalandi í gærkvöld. Eftir leik birtist færsla á Twitter-síðu Fodens sem Daily Mail segir að hafi verið birt án samþykkis þessa tvítuga Englendings. Í færslunni stóð einfaldlega: „Kylian Mbappé, ertu tilbúinn?“ City mætir Mbappé og félögum í PSG í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Samkvæmt Daily Mail var Foden hundóánægður með færsluna og fannst hún hljóma eins og áskorun á franska ungstirnið sem var merkt í færsluna. Færslan sem sett var inn á Twitter-reikning Phils Foden, að því er virðist í hans óþökk. Færslunni var síðar eytt. Foden lét fjarlægja færsluna hið snarasta en þá þegar höfðu þúsundir fólks endurómað færsluna og sett inn athugasemdir varðandi hana. Samkvæmt Daily Mail íhugar Foden nú að hætta samstarfi sínu við fyrirtækið sem setti inn færsluna. Algengt er að knattspyrnustjörnur fái sérhæfð fyrirtæki til að sjá um að setja efni á samfélagsmiðla. Færslurnar eiga það því til að vera ansi einsleitar og lítill munur á því sem kemur frá mismunandi leikmönnum. Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þetta og kallað eftir sjálfstæðri hugsun leikmanna. I mentioned on here a few weeks ago about players having their accounts run by social media companies. Lads run your own accounts! Your independent thought and authenticity is at stake . It s your voice , not anyone else s. Morning by the way . Go and attack the hell out of it pic.twitter.com/M997r8kbWa— Gary Neville (@GNev2) April 15, 2021 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Foden átti risastóran þátt í að tryggja Manchester City sigur á Dortmund í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann skoraði sigurmark á síðustu stundu í 2-1 sigri í síðustu viku og endurtók svo leikinn í Þýskalandi í gærkvöld. Eftir leik birtist færsla á Twitter-síðu Fodens sem Daily Mail segir að hafi verið birt án samþykkis þessa tvítuga Englendings. Í færslunni stóð einfaldlega: „Kylian Mbappé, ertu tilbúinn?“ City mætir Mbappé og félögum í PSG í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Samkvæmt Daily Mail var Foden hundóánægður með færsluna og fannst hún hljóma eins og áskorun á franska ungstirnið sem var merkt í færsluna. Færslan sem sett var inn á Twitter-reikning Phils Foden, að því er virðist í hans óþökk. Færslunni var síðar eytt. Foden lét fjarlægja færsluna hið snarasta en þá þegar höfðu þúsundir fólks endurómað færsluna og sett inn athugasemdir varðandi hana. Samkvæmt Daily Mail íhugar Foden nú að hætta samstarfi sínu við fyrirtækið sem setti inn færsluna. Algengt er að knattspyrnustjörnur fái sérhæfð fyrirtæki til að sjá um að setja efni á samfélagsmiðla. Færslurnar eiga það því til að vera ansi einsleitar og lítill munur á því sem kemur frá mismunandi leikmönnum. Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þetta og kallað eftir sjálfstæðri hugsun leikmanna. I mentioned on here a few weeks ago about players having their accounts run by social media companies. Lads run your own accounts! Your independent thought and authenticity is at stake . It s your voice , not anyone else s. Morning by the way . Go and attack the hell out of it pic.twitter.com/M997r8kbWa— Gary Neville (@GNev2) April 15, 2021
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira